Samtök afneitara gráta fyrir auðmenn

Samtök afneitara eru málssvarar hrunverja sem ekkert ætla að læra af fílfsku útrásarinnar. Hjá SA starfar fólk sem Jón Ásgeir, Hannes Smára et. al. keyptu til almannatengsla fyrir sig. Sannleikurinn er sá að skattar hér á landi eru í flútti við nágrannalöndin.

Útrásin kenndi okkur að hátekjufólk skapar ekki verðmæti heldur eyðir þeim. Til að halda því fólki í skefjum þarf að skattleggja það.

Með Samtök afneitara á vælunni fyrir auðmenn og óendurhæfðan Sjálfstæðisflokk verður að hafa varann á; líklega var hrunið ekki nógu mikið til að kenna þeim treggáfuðu lexíu.


mbl.is Segja Ísland vera háskattaríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einstaka sinnum kemur þú mér á óvart Palli minn.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 23:32

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég hef fylgst vel með þínum skrifum og mér hefur vel líkað í flestum tilvikum en nú má ég til með að taka undir með þér þar sem ég er í öllu samála.

Þórólfur Ingvarsson, 12.8.2011 kl. 00:22

3 identicon

Ekki ætla ég nú að fara að klappa útrásarvíkingum. 

En þetta er mesti misskilningur.

Hver er ástæða falls hins vestrænna heims?

Þær eru eflaust nokkrar, en ein af þeim er sú að það borgar sig minna og minna að vinna.

Pólitíkusar í hinum vestræna heimi taka alltaf meira og meir, því þeir eru svo góðir.

Enda eru líka bæði peningar og hæfileikar og tækifæri á hraðri leið í burtu úr okkar heimshluta.  Það er óþarfi að fylgja svona vel með þeim straumi.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband