Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Þráinn hótar að fella ríkisstjórnina
Þráinn Bertelsson þingmaður Vinstri grænna hótar að fella ríkisstjórnina nema hann fá peninga í kvikmyndaskóla félaga sinna. Í viðtali við RÚV gengur Þráinn hreint til verks í pólitískri fjárkúgun. Ríkisstjórnin er fallinn ef atkvæði Þráins vantar.
Ef ríkisstjórnin gefur eftir gagnvart Þráni kemur Kristján Möller og krefst Norðfjarðarganga fyrir sitt atkvæði.Beinn og breiður vegur til stjórnarslita er lagður.
Með hótun sinni er Þráinn þegar búinn að fella ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Takk, Þráinn Bertelsson.
Athugasemdir
YES, YES, þó voðalegt sé að segja að spillingu Þráins þurfi til að fella valdníðsluna.
Elle_, 9.8.2011 kl. 19:56
Hvernig væri að Þráinn afsalaði sér heiðurslaununum, sem hann vinnur ekki fyrir, og í leiðinni legði það til að laun til listamanna lækkuðu og þeim fækkað. Annars heldur hann að gera sjálfan sig að ómerkinngi
haukur Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 21:09
Hvað heita lífin hans; Sjómannslíf,löggulíf,sveitalíf, næst þingmannslíf!! Mér finnst hann samt betri rithöfundur.
Helga Kristjánsdóttir, 9.8.2011 kl. 21:13
Hvað ertu oft búinn að fella stjórnina síðustu 2 ár Páll ? 46 sinnum ?
hilmar jónsson, 9.8.2011 kl. 21:28
þRÁINN GETUR BARA SKIFT UM STÓL og flokk Á ÞINGI EF HENTAR- hans stefna er einföld- hans sjónarmið eru ekki Landsmenn- hann lifir eftir hentugleikum sínum.
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.8.2011 kl. 21:33
Ertu tilbúinn að viðurkenna. Páll jafnaðarmaður, að skólinn eigi rétt á sér?
Jóhann (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 00:16
Þráinn er varla góður rithöfundur. Bækurnar hans eru áberandi til sölu í góða hirðinum. Það segir mér að fólk vilji ekki eiga þær.
Þorvaldur Jónsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 01:42
Skólinn á sjálfsagt allt gott skilið - en að áhugamál og fyrri atvinna eins þingmanns geti sett ríkisstyrk til einkaskóla efst á dagskrá ríkisstjórnarinnar (jafnvel þótt "engir peningar séu til"), haldið fjárlögum í gíslingu og þar með ríkisstjórninni er óneitanlega ákaflega sérstök staða.
Hugsið ykkur ef hann hefði verið bankamaður en ekki kvikmyndagerðarmaður, þá hefði Bankasýslan kannski fengið einhverja aura til viðbótar...
Þórarinn (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 01:50
Enn og aftur er Páll Vilhjálmsson að skrifa sig í vandræði. Þráinn Bertelsson hefur ekki hótað að fella ríkisstjórnina. Alls ekki. Hann sagðist ekki styðja fjárlögin ef ekki verður greitt úr málefnum kvikmyndaskólans. Atkvæði Þráins skiptir engu máli við afgreiðslu fjárlaga. Stjórnarandstaðan situr hjá samkvæmt hefð. Hélt að Páll Vilhjálmsson vissi þetta.
Björn Birgisson, 10.8.2011 kl. 09:36
Það hafa margir svartnættisspádómarnir birst á þessari síðu....þannig að úlfur - úlfur hreyfir ekki við manni hér.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2011 kl. 09:48
Úlfur, úlfur? Þeir endast ekki lengi í stjórn lýræðisríkis.
Elle_, 10.8.2011 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.