Mánudagur, 8. ágúst 2011
Skattar án stefnu virka eins og þjófnaður
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir glímir við þann vanda að hafa enga stefnu nema þá að Íslandi eigi að ganga í Evrópusambandið. Sem er verri stefna en engin því yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar er á móti inngöngu.
Þegar ríkisstjórnin leggur á nýja skatta án þess að hafa neina stefnu sem heitir og hvað þá framtíðarsýn þá verka þeir skattar á fólk eins og þjófnaður til að fjármagna gæluverkefni eins og stjórnlagaráð og ESB-umsókn.
Ríkisstjórn sem kemur fyrir eins og þjófur er búin að vera.
Virðisaukaskattshækkun á mat? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þér sjálfrátt, Páll?
Hefur þú hugsað eitthvað um það að lægri virðisaukaskattur á matvæli sé það jöfnunartæki, sem til var ætlast?
En þú ert nú enginn jafnaðarmaður lengur, er það?
Situr jamtandi í faðmi mestu afturhaldseggja bloggsins.
Vonandi færðu bónus.
Jóhann (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 00:15
Heill og sæll Páll - líka sem og; aðrir gestir, þínir !
Jóhann !
Hvers lags Andskotans raus er þetta; drengur ?
Ef til vill; manst þú ekki fagurgala Jóns Baldvins - og þeirra Þorsteins Pálssonar, Haustið 1988, þegar þeir lögðu á ráðin, með Matarskatt og Bifreiðagjöldin, eða hvað ?
Hvoru tveggju; skattar þessir, áttu að vera til mjög skamms tíma (1 - 1/2 ár, Bifreiðagjöldin; og eru enn).
Þú getur alveg; við nánari skoðun, á glöggri málfylgju Páls, sparað þér hnjóðsyrði þín, honum til handa, ágæti drengur.
Ég held; að það veiti ekki af, að fletta ofan af hryðjuverkum pólitíkusa - ALLRA flokka, eins og málum er nú komið hérlendis, Jóhann.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 00:52
Ef Jóhann telur matarskatt skipta fátækt fólk litlu máli, ætti hann að lesa, hvað haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni í Þjóðviljanum 5. janúar 1988: "Það er alger óhæfa að leggja svona háan skatt á lífsnauðsynjar einkum og sérílagi matvæli... Þessi ofboðslega skattlagning leggst ofan á matvöru sem fyrir er með þeirri dýrustu sem þekkist og þetta kemur þeim mun verr við fólk sem launin eru lægri. Þetta er að mínu mati eitthvert versta pólitíska óhappaverk sem framið hefur verið um langt árabil. Skattar sem einusinni hafa verið lagðir á hverfa seint..."
Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 00:57
Já, Steingrímur stjórnarandstæðingur hitti oft naglann á höfuðið. Núna hittir hann ekki einu sinni á hliðarnar heldur neglir naglann á hvolfi. Það ER alger óhæfa að leggja svona háan skatt á lífsnauðsynjar. Þarna gæti hann farið að ráðum Bandaríkjastjórnar þar sem er víðast ENGINN skattur á mat. Þó auðvitað færi hann aldrei að hlusta á Bandaríkjamenn, Evrópu allt þó það drepi okkur. Við sættum okkur ekki við hærri matarskatt, Steingrímur.
Elle_, 9.8.2011 kl. 01:26
Rétt.
Ríkisstjórnin er búin að vera.
Karl (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 08:16
Ætli herra Ólafur Skattmann Blaðburðadrengjapínir viti af þessu?
Daníel (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.