Kratar komnir í vælubílinn: vilja sameina þrjá flokka

Samfylkingin er einangruð í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn setti allt sitt traust á umsóknina um aðild að Evrópusambandinu og tapar stórt á því. Næstu misserin verða eingöngu vondar fréttir af Evrópusambandinu og Íslendingar verða æ staðfastari í andstöðu við aðild.

Einsmálsflokkurinn er kominn út í horn og örvæntingin skín af flokksmönnum. Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins kveinkar sér undan umræðunni biðst vægðar. Gísli Baldvinsson, sem oft hefur útvarpað áhugamálum Össurar Skarphéðinssonar, leggur til sameiningu Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna.

Samfylkingin sem ætlaði að verða flokka stærstur og stjórna umræðunni vill ólmur leggja sjálfan sig niður. Það er skiljanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki virðist Gísli Baldvinsson fylgjast vel með hvað er að gerast í öðrum stjórnmálaflokkum en hans eigin, ef hægt er að kalla Samfylkinguna stjórnmálaflokk.

Hann segir að Steingrímur sé límið sem haldi VG saman, varla eru kjósendur þess flokks Gísla sammála.

Þá segir Gísli að besta fólkið innan Framsóknarflokks sé Siv og Guðmundur, en þau fengu slæma útreið á síðasta flokksþingi Framsóknar. Svo slæma að dagar Sivjar í pólitík eru sennilega taldir og Guðmundur hefur val um að fara að vilja flokksins, fara til baka í sinn gamla flokk eða hætta afskiptum af pólitík.

Gísli Baldvinsson ætti að kynna sér örlítið betur hvað fram fer í íslenskri pólitík áður en hann tjáir sig opinberlega. Pistill hans ber með sér að hann hafi verið svo upptekinn af því að horfa til Brussel og því dottið út úr því sem hér á landi gerist. Það á við um margann Samfylkingarmanninn!

Gunnar Heiðarsson, 7.8.2011 kl. 16:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér sýnist Þórhildur Þorleifs ætla að styrkja sinn flokk með því að stofna Stjórlagaráðsflokkinn.

Þá er Samfylkingin aftur komin á upphafsreit: 4 flokkar sem aldrei geta sameinast um nein málefni.

Ragnhildur Kolka, 7.8.2011 kl. 17:13

3 identicon

Palli, þetta er misskilningur. Gísli er að tala um samvinnu þvert á flokkslínur.lestu hægar næst. Tilvitnun í Gísla:Þakka Einari Marel nennuna. Vildi fá að heyra meir um skoðun lesenda á málefnasamvinnu góðs fólks þvert á flokksböndin. Sá þráður virðist hafa týnst.-- Gísli Baldvinsson // 7.8 2011 kl. 17:49

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 18:48

4 identicon

Gísli Baldvinsson skrifar meðal annars:

"Framsóknarflokkur – Þar er margt stórefnilegt og velmeinandi fólk með áhuga á velferð og pólitík. Mér finnst þar skera sig úr þau Eygló Harðardóttir, Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson."

Þetta eru einmitt þingmennirnir sem Framsókn þarf að losa sig við til að geta orðið trúverðugt stjórnmálaafl.  Kratar í dulargerfi sem hafa smylgað sér inn í raðir Framsóknarflokksins. Einmitt það að Gísli Baldvinsson bendir á þau, sannar þetta. 

Valdimar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband