Laugardagur, 6. ágúst 2011
Egill og Þorsteinn P: allt nema Ísland
Eitt einkenni sem margir aðildarsinnar á Íslandi eiga sameiginlegt er fyrirlitning þeirra á flestu því sem íslenskt er. Þorsteinn Pálsson talsmaður aðildarsinna í Sjálfstæðisflokknum skrifar eftirfarandi í dag og Egill Helgason tekur undir
Spurningin um varaplan brotni evrópska myntbandalagið upp snýst um það hvort við viljum fylgja Þjóðverjum eða ríkjum eins og Grikklandi inn í óvissa framtíð.
Hvorki Agli né Þorsteini dettur í hug að Ísland geti staðið á eigin fótum. Hefur þessi fyrirlitning félaganna á íslensku fullveldi eitthvað með staðfestu þeirra sjálfra að gera?
Athugasemdir
Gengi evru hefur skolfið undanfarna daga, Bandaríkiin verið í uppnámi út af ríkisfjármálum og hlutabréfamarkaðir víða hríðfallið. Hugleiðingar Þorsteins og Egils svara til þess að skipta um hest úti í miðri á. Þjóðin kæmist betur af án slíkra ráðlegginga.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 11:30
Eru það einhverjar fréttir að krónan kunni að falla ef aðrar mikilvægar mytntir gera það. Hún væri ekki að sinna sínu hlutverki ef hún gerði það ekki. Ekkert tilefni er til þess að hún styrkist að ráði gagnvart helstu viðskiptamyntum, falli þær. Aðalatriðið er að hún endurspegli stöðu og afkomu okkar efnahags og fall Evru hefur að sjálfsögðu áhrif á hann.
Þorsteinn kemst ekki að kjarna málsins frekar en fyrri daginn og getur sjálfur verið vindhani og mætti vitna til ýmissa greina, en ég læt eina duga:
"Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði," sagði Þorsteinn Pálsson."
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 12:21
Þvílík uppgjöf, þvílík svartsýni. Mér er raun að því að lesa svona skrif hjá Þorsteini sem var einu sinni fulltrúi bjartsýninnar og sóknardirfskunnar. Nú sér hann ekki út fyrir Evrugarðinn á stekknum heima. Og Egill syngur lof og dýrð að vonum.
Nú þarf að setja upp sólgleraugun hans Davíðs aftur þegar búið verður að moka Steingrími útúr Fjárvöntunarráðuneytinu þar sem hann nú situr á vegum Vansælla Grunnhyggjumanna, skammstafað VG, og drífa þjóðina uppúr þessari holu þráhyggju Þorsteins Pálssonar um Evrópubandalagið sem Alfa og Omega alls lífs..
Halldór Jónsson, 6.8.2011 kl. 20:37
Sæll.
Það er eins og flestir ef ekki allir ESB sinnar skilji ekki að við tökum ekki upp evru á næstunni jafnvel þó evran sjálf væri ekki kröggum (sennilega deyr hún drottni sínum á næstu misserum). Hefur Þorsteinn aldrei heyrt um Maastricht skilyrðin? Maður skilur að Árni Páll kannist ekki við þau enda er hann Sf maður og það slekti veit ekkert um efnahagsmál.
Má ekki segja að efnahagsstefna VG sé skattahækkanir og stærra ríkisvald en efnahagsstefna Sf sé ESB? Þjóðin finnur á eigin skinni hve vel þessi stefna stjórnarflokkanna reynist. Steingrímur var nýlega að veita skattinum fé í stöður 15 manna til að passa að ekki verði svikið undan skatti. Ætli það verði ekki að tvöfalda þann mannskap seinna þegar Steingrímur hefur hækkað skatta enn meira. Væri ekki nær að veita þessu fé í heilbrigðiskerfið í stað þess að stækka eftirlitsiðnaðinn?
Hefur Steingrímur unnið í einkageiranum? Hefur hann ekki alltaf verið á ríkisjötunni? Hann skilaði ríkissjóði með 123 milljarða halla árið 2010 ef ég skil rétt. Hann er algerlega vanhæfur í þetta starf. Vonandi fer hann inn vegna síns þáttar í Icesave.
Helgi (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.