Þjóðerni, fullveldi og hagsæld

Tengsl tungumálsins og hagsældar liggja ekki í augum uppi. Lýðveldiskynslóð Íslendinga var samt sem áður með samhengið á hreinu. Um miðja öldina flutti Einar Ól. Sveinsson prófessor erindi sem birtist 1956 í ritinu Við uppspretturnar í útgáfu Helgafells. Einar segir íslenskt þjóðerni byggjast á tungumálinu sem geymi sjálfsvitund þjóðarinnar og sé henni afl til að vaxa og dafna.

Einar gerir þennan samanburð á Íslandi og eyþjóðum norður af Skotlandi, sem einu sinni áttu sér tungumál.

Aðalbókmenntirnar verða, eins og alltaf er um útkjálka, slagararnir frá næsta stórbæ. - Eitt sinn var töluverð menningarmiðstöð í Orkneyjum, nú eru Orkneyjar í algerðum útjaðri, og skortir þar hugsanarhátt og flest ,,líffæri" menningarmiðstöðvar. En ekki er öll sagan sögð enn. Þar sem menn eiga nokkuð með sig sjálfir, leysa menn vandamál fjólksfjölgunar með framförum. Í Orkneyjum eru þau leyst með útflutningi.

Einar rekur þvínæst fólksfjöldaþróun í Orkneyjum og á Hjaltlandi. Árið 1801 voru íbúar rúm 24 þúsund en 130 árum seinna var, árið 1931, var fólksfjöldinn 22 þúsund manns en er í dag undir 20 þúsund. Um Hjaltand er áþekka sögu að segja, íbúatalan er í dag um 22 þúsund.

Færeyjar eru álíka stórar og Hjaltland og þar bjuggu árið 1801 um fimm þúsund manns. Í dag eru Færeyingar tæp 50 þúsund. Einar segir

Færeyingar hafa fram á þennan dag varðveitt tungu sína, þó breytt sé og allmjög blönduð. Þeir hafa varðveitt munnlega mikinn fjársjóð kvæða. Á 19. öld tóku þeir að rita á tungu sinni að nýju.

Þannig skrifar Einar Ól. Sveinsson fyrir 60 árum og segir að ekki þurfi að ítreka fyrir Íslendingum samhengið milli þjóðernis, fullveldis og hagsældar. Afkomendur lýðveldiskynslóðarinnar, að minnsta kosti sumum hverjum, veitti ekki af upprifjun á sannindum um þjóðerni, fullveldi og hagsæld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert. Langar að benda á grein Ögmundar um heimspeki Þrastar Ólafssonar - mannsins sem vildi kenna Norðurlandabúum að græða á félagslegu leiguhúsnæði.

http://visir.is/heimspeki-thrastar-olafssonar/article/2011708049993

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 11:47

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þetta er ófögur lýsing á framtíð Íslands ef fámennum hópi sambandssinna tekst að véla Íslenska þjóð í sambandsríki meginlandsins. Sambandssinnar eru óþreytandi við að reyna að afmá Íslenskt þjóðerni til að koma að Evrópsku þjóðerni og Evrópskum þjóðrembingi sem síðan í framhaldinu afmáir Íslenska tungu eða gerir hana allavega annars flokks eins og við þekkjum frá "nýlendutímanum". Íslensk tunga er það lím sem gefur okkur styrk og þor til að leggi mikið á okkur til að hafa hér, á úthjara veraldar, blómlegt menningarlíf og hagsæld sem á fáa sína líka.

En það má víst ekki vera sæll og ánægður að vera Íslendingur í sjálfstæðu Íslensku landi og ekki viljugur til að afhenda gömlu nýlenduveldunum á meginlandinu fjöregg þjóðarinnar án þess að verða bendlaður við einangrunarhyggju, fjöldamorð, þjóðrembing, útlendingahatur, nasisma, kynþáttahatur, geðveiki o.s.f o.s.f.

Núverandi sambandsinnar hafa nákvæmlega enga framtðiðarsýn né vilja sjá samhengi hlutanna eins og Einar Ól. Sveinsson prófessor gerði á þeim tíma sem sambandsríki Evrópu var bara slæm hugmynd.

Eggert Sigurbergsson, 5.8.2011 kl. 12:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gott orð sambandssinnar Eggert, fríar mann innantökum,að sleppa heiti yfirþjóðlega apparatsins,sem virkar eins og auglýsing,svo oft er það notað. Þeir fáu sem senda okkur þessar trakteringar uppnefna,eru pirraðir vegna andmæla okkar. Vandalaust að henda þann atgeir á lofti og senda til síns heima.

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2011 kl. 13:47

4 Smámynd: Elle_

Já, gott orð, orðið ´sambandssinni´ og ég tók eftir þessu.  Finnst undarlega erfitt að nota hitt orðið, eins erfitt og að nota heiti Jóhönnuflokksins.  Við höfum sannarlega verið kölluð öllu illu af rökþrota ´sambandssinnum´.  Við ´ofstækismennirnir´ og ´öfgamennirnir´ sem hötum víst útlendinga.  Líka þó við séum kannski hálf-útlend sjálf og búum í útlandi.  Þeir hljóta sjálfir að vera öfgamennirnir.   

Elle_, 5.8.2011 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband