Velferðarferðamennska að boði ESB

Velferðarríki á Vesturlöndum er þannig byggð upp að skattgreiðendur greiða fyrir rekstur þeirra. Breskur skattgreiðandi borgar til samfélagsins og fær þjónustu samkvæmt þeim lögum og reglum sem um það gilda í Bretlandi.

Evrópusambandið ætlar að breyta þessu fyrirkomulagi þannig að pólskur þegn geti farið til Bretlands og þegið velferðarþjónustu s.s. atvinnuleysisbætur, heilbrigðisþjónustu og fleira sem heyrir með án þess að hafa borgað krónu til bresks samfélags.

Daniel Hannan segir að hér gæti verið kornið sem fyllir mælinn hjá breskum almenningi. Kannski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess utan er hægt að bæta því við hér að svo lengi sem dugmesta fólkið fer frá Póllandi í leit að framfærslu þá mun land þess aldrei ná að verða ríkt og hafa efni á eigin velferð á sínu eigin heimili. Þeir sem taka sig upp og leita sér að björg í bú erlendis eru oft dugmesta fólkið, að minnsta kosti skortir það ekki kjarkinn.

Hingað til hafa menn einungis fókuserað á sanngirni í viðskiptum með vörur og þjónustu. En hins vegar látið sér fátt um finnast að verið sé að hnupla fólkinu sem býr til velmegunina sem svo fjármagnar velferðina. Nýtt fólk vex hægt og það kostar að rækta það frá grunni. Svona hostile human take away er mjög slæmt fyrir lönd eins og Pólland.
 
Kveðjur
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.8.2011 kl. 19:37

2 identicon

ESB sinnum hlýtur að hugnast þertta vel.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband