Fimmtudagur, 28. júlí 2011
Kosningafjárlög án kosninga
Fjárlagavinnan er hafin og deilur eru á milli stjórnarflokkanna hvernig á að standa að þeim. Vinstri grænir vilja verja opinber störf og velferðarkerfið en Samfylkingin pyngju almennings fyrir skattakló Steingríms J.
Ríkisstjórnin er með eins atvkæðis meirihluta á þingi. Af því leiðir mun stjórnin ekki koma fjárlögum í gegn án samstöðu. Líkur á að stjórnarandstaðan hlaupi undir bagga eru harla litar.
Allt stefnir í kosningafjárlög þar sem Vinstri grænir og Samfylkingin fá sínu framgengt með því að taka að láni peninga í stað niðurskurðar og skattahækkana. Í framhaldi verða peningarnir gjaldfelldir með verðbólgu.
Til að stemma stigu við nýrri óráðsíu þarf kosningar í haust. Vorið 2012 er það of seint.
Athugasemdir
Kosningar eru nauðsynlegar og þótt fyrr hefði verið.
Ríkisstjórnin er ónýt.
Hins vegar er ekki útilokað að stjórnarandstaðan hlaupi undir bagga með "velferðarstjórninni" við gerð fjárlaga.
Innan Framsóknarflokksins er fólk sem er tilbúið til þess.
Þar ræður prívat hagsmunamat viðkomandi þingmanna.
Karl (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:58
Næsta stjórn eftir kosningar væri hægt að ímynda sér að yrði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn. Ef kjósendum er alvar með stefnubreytingu.
En í ljósi þess sem Karl skrifar getur líka verið að Siv og Guðmundur Steingrímsson hoppi á vagninn, ég veit ekki um fleiri og hugsa að sá nýji fari hvurgi. Það væri líklega happ fyrir Sjálfstæðislfokkinn sem fengi þá lengri tíma til að jafna sig og fylgi Framsóknar myndi væntanlega dala fremur en að aukast sem framlenginu af því tilviki.
En hinsvegar er rétt að hafa gætur á Framsóknarflokknum, hann er ólíkindatól hann Sigmundur Davíð og aldrei að vita hvað hann gerir.
Sjálfsagt vilja hvorur stjórnarflokkurinn kosningar í haust eða næsta vor, þeir vonast auðvitað eftir kraftaverki á elleftu stund eins og Hitler í byrginu.
Hvað sem verður þá finnst mér ólíklegt að Páll Vilhjálmsson kjósi aftur á sama hátt og síðast.
Hinsvegar kvíði ég því ef stjórnin ætlar að reyna til þrautar. Þá verður erfiður vetur framundan.
Halldór Jónsson, 28.7.2011 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.