Miðvikudagur, 27. júlí 2011
Fölsk lífskjör Steingríms J. og Jóhönnu
Eftir hrun hlutu skattar að hækka og lífskjör versna, það segir sig sjálft. Miðað við umframeyðsluna á tímum útrásar var furðufljótt farið að tala um kauphækkanir. Það kemur líka á daginn að kjarasamningarnar í vor eru án innistæðu.
Stjórnarflokkarnir eru komnir í kosningagír og efndu til kauphækkana í vor í vinsældakapphlaupi.
Lágt gengi krónunnar og verðbólga munu éta upp kjarasamningana og gott betur.
Fölsk lífskjör eru jafn fölsk hvort heldur þau eru í boði auðmanna eða vinstristjórnar Jóhönnu Sig.
Hærri skattar skila sér lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólki hefur árum saman verið boðið upp á slíkar falsanir hér á landi. Innistæðulausar launahæækanir geta af sér verðbólgu, vaxtahækkanir og á endanum lakari lífskjör/kaupmátt.
Þetta þekkja allir.
Hvernig stendur á því að Íslendingum er enn boðið upp á þessa vitleysu?
Og hvernig stendur á því að þjóðin lætur bjóða sér upp á þetta?
Er algjörlega óhugsandi að breyta einhverju hér?
Karl (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 08:32
Ekta kratastjorn. Innistædulaus loford. En tessi loford voru ovenjulega fljot ad verda uppetin af raunveruleikanum.
Tad ma ymislegt slømt segja um hrunstjornina svokølludu, en nuverandi stjorn er jardsetningastjorn tar sem allir eru kviksettir. Audvitad vinnandi folk fyrst, en botategar koma aldrei vel ut ur svona oskøpum a endanum.
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 09:47
Kommaeftirlíkingum sem tekst að hækka verðbólgu og vexti... án eftirspurnar á sér fátt til málsbóta ef nokkuð.
Nú vantar bara að þeir endurtaki leikinn frá 1980-90 (þegar þeim tókst að koma verðbólgunni í 37%) og þá fara allir sem geta og ekkert verður eftir nema ríkið og aumingjarnir þeirra.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 16:06
Bendi á að staðan gæti í raun verið öllu verri. Skattaskil eru ekki enn ljós þanning að þessi halli getur í raun verið meiri og vitað er að fjárhagsleg staða einstaklinga og fyrirtækja er slík að margir eru í raun gjaldþrota og viðbúið að söluskattur og annað muni því ekki skila sér. Hitt er að fólk er að taka í talsverðum mæli út sinn aukalífeyri og brenna honum í eyðslu/lánaniðurgreiðslur og viðbúið að tekjurnar taki dýfu eftir 1-2 ár þegar búið er að brenna þessu. Þanning að viðbúið er að þetta gæti verið allmikklu verra.
Við lifum með opinbert kerfi sem er um 25% stærra en við ráðum við og við sjáum fram á áframhaldandi samdrátt hagkerfisins að óbreyttu. Að halda því fram að hagkerfið tæki einhvern óskaplegan vöxt við það að lækka álögur á bensín eða skatta er erfitt að sjá það mun hins vegar auka á influtning og þanning grafa undan krónunni þanning að við erum komin inn í þröngt horn þar sem allar ákvarðanir verða sársaukafullar. Það er stöðugt verið að vefja hagkerfinu inn í skuldir og við erum komin nær fram af þeirri bjargbrún. "Skjaldborgin verður í raun fjármögnuð af skattborgurum ef hún þá verður reist." Það er ekkert svigrúm fyrir einhverjar opinberar framkvæmdir og raun höngum við innan í russlatunnunni hvað lánstraust varðar og því er fjármagnskostnaðurinn í raun drepandi á allar framkvæmdir. ENRON lík fjármálasvindl eru væntanlega lögleg á Íslandi og bíða menn niðurstöðu Hæstaréttar frá Exeter máli þeirra Byr manna. þar sem annars staðar myndi kalla á áratugadóma er þá kanski löglegt á Íslandi mun klárlega jarða íslenska atvinnuupbyggingu og skapa gríðarlega reiði í samfélaginu. Meginhluti niðurskurðarins gríðarlega mun þá bitna á velferðarkerfinu. Lokun skóla, öldrunarstofnanna, aukinn hluti sjúklings hvað varðar lyf og lækniskostnað. Aukin fjöldi nemanda í bekkjum og fækkun skóla. Væntanlega þarf að hækka eftirlaunaaldur. Koma atvinnulausum í ummönunarstörf og ná niður atvinnuleysisbótum og hindra að menn séu að þiggja bætur og vinna á svörtu og effektívasta leiðin er skyldumæting auk þess held ég það sé best fyrir þá sem eru atvinnulausir að þeir fái einhverja reglu í tilveruna.
Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 22:38
Vel mælt GUNNR.
Ég tel að lýsing þín sé rétt í öllum aðalatriðum.
Dapurlegt er að þessi umræða fari ekki fram í venjulegum fjölmiðlum.
Þjóðin er við hengiflugið og óhæft fólk stjórnar ferðinni.
Rósa (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.