Machiavelli á norðurslóðum

Á fundi með þingmönnum í norðurskautsráðinu fyrir skemmstu lögðu þingmenn frá Evrópusambandin til pólitísk vöruskipti. Gegn því að Evrópusambandið félli frá ólögmætu viðskiptabanni á selaafurðum fengi sambandið stuðning til að fá fast sæti í norðurskautsráðinu.

Tilboði þingmanna Evrópusambandsins var hafnað.

Evrópusambandinu er í mun að komast að í norðurskautsráðinu þar sem þeir eiga aðeins áheyrnarfulltrúa. Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu myndi Brussel taka sæti okkar í norðurskautsráðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sýndu þeir sitt rétta skítlega eðli.  Og svo mótmæla ESB fíklar því að sambandið hafi áhuga á að troða sér inn, hvað sem það kostar.  Hlýtur að vera mikið og gott vatn á myllur selveiðiþjóða að selveiðibann er eitthvað sem engin hugur fylgir frá jakkalökkum Brusselsskrímslisins.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Elle_

Fíklarnir mótæla öllum lúmskum og skítlegum fyrirætlunum þaðan.  Það er eðli fíkla að neita öllu þó allir aðrir viti það. 

Elle_, 26.7.2011 kl. 23:38

3 identicon

Þar sem þú vitnar í löngu dáinn ítalskan embættismann  sem inngang að þessum pisli þætti mér vænt um að vita á hvaða blaðsíðu ég get fundið staf, sem stiður þessar fullyrðingar sem á eftir koma í þínum pisli, í þeirri merkilegu bók Furstanum.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 00:37

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Horfirðu ekki fram hjá því Páll, að bæði Finnland og Svíþjóð, sem eru aðildarríki ESB, eiga sæti í Norðurskautsráðinu, svo ekki sé nú talað um Danmörku, sem fer með hlut Færeyinga og Grænlendinga i þessu ágæta ráði?

Yfirsést mér eitthvað í þessu samhengi?

Gústaf Níelsson, 27.7.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband