Mánudagur, 25. júlí 2011
Einkavæðingin át börnin sín
Vinstristjórnin ætlar ekki að ríkisvæða atvinnulífið á ný þótt einkavæðingin hafi étið börnin sín. ,,Talmenn og boðberar einkaframtaks þurfa að moka sinn eigin flór," segir Evrópuvakt Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar og slær þar með tóninn fyrir umræðu um pólitík Sjálfstæðisflokksins næstu ára.
Einkavæðing er dauð pólitík. Bæði er að enginn stjórnmálaflokkur vill ríkisvæða og svo er hitt að reynslan af einkavæðingu í aðdraganda og meðfram útrás er að fákeppni og einokun einkaaðila er verri en ríkisrekstur -þjóðin varð nærri gjaldþrota vegna einkabankanna.
Líkur eru að pólitísk sátt verði um blandaða hagkerfið með varanlegri viðveru ríkisrekins Landsbanka og sterkara eftirliti með fákeppnistilburðum á markaði með víðtækum heimildum samkeppnisyfirvalda að brjóta upp markaðsráðandi fyrirtæki.
Í þessu umhverfi þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fóta sig ef hann ætlar að halda sögulegu hlutverki sínu í íslenskum stjórnmálum. Krakkar fæddir með silfurskeið í munninum eru ekki heppilegir í verkefnið.
Athugasemdir
Páll, þetta eru athyglisverðar hugleiðingar hjá þér.
Við eigum aldrei að hengja okkur á ákveðnar aðferðir, heldur þarf alltaf að nota heilbrigða skynsemi.
Menn þurfa að horfast í augu við þá staðreynd í dag, að ef bankarnir hefðu verið í ríkiseign, þá hefði hrunið sennilega ekki orðið okkur svona dýrkeypt.
Vissulega má segja, að ríkið hafi oft verið að borga með bönkunum, meðan þeir voru í ríkiseign, en það má koma í veg fyrir það á einfaldan hátt.
Ríkið á að gera ríkar kröfur til þeirra sem stjórna ríkisbönkum og það þarf að hafa gott eftirlit með þeim, við þurfum að læra að reka bnaka frá a-ö.
Það er nefnilega ekki hægt að reka þjóðfélag með bókstafstrú á eina stjórnmálastefnu, stjórnmálamenn þurfa að treysta á eigin dómgreind.
Nú þekkjum við hvað gerðist eftir einkavæðinguna, almenningur naut ekki góðs af henni.
Þótt ég sé alls ekki fylgjandi ríkisrekstri, þá má ekki afhenda markaðnum fyrirtæki ef það þýðir hækkandi verð og fákeppni, með víðtæku samráði fyrirtækja eins og við höfum þekkt ansi víða.
Lítill markaður eins og er hér á landi, þarf aðrar lausnir en stærri markaðir úti í heimi.
Þetta er nú mín skoðun Palli minn, þótt ég sé yfirlýstur og sannur frjálshyggjumaður, ég hef nefnilega aldrei getað verið bókstafstrúarmaður í neinu.
Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 22:34
Góður pistill og þarfur Páll. Viljandi villa í Davíð-ismanum var að það væri að gefa einstaklingnum frelsi til athafna að einkavæða bæjar og ríkisfyrirtæki. Náttúrulega hefur það ekkert með frelsi einstaklingsins að gera að gefa verðmætar eignir þjóðarinnar.
Eignir þjóðarinnar eiga að vera í eigu þjóðar og haldið í góðum rekstri og velja á þar menn til forræðis sem kunna til verka. Ekki nota yfirmanna stöður sem bytlinga fyrir stjórnmálamenn.
Hlutverk stjórmálamanna er að skapa hagkvæmt umhverfi svo frumherjar njóti sín og vel rekin fyirrtæki geti blómstrað án "verndar". Frelsi í stað EINOKUNNAR. Stétt með stétt í stað stéttarskiptingar og klíkuskapar.
Sérhagsmunapot á ekki erindi í Sjálfstæðisflokkinn og ekki heldur lyga áróður haldinn fram til verndar sérhagsmuna hópum sem grafa um sig innan flokksins.
Davíð-ismann út og viðra burtu fjósalyktnina úr haughúsi framsóknar. Burtu með HAG-Álfa og Kvótapúka og Stjálfstæðisflokkurinn getur boðað vor í íslenskum stjórnmálum.
Ólafur Örn Jónsson, 26.7.2011 kl. 00:21
Ég skil samkeppnissjónarmiðin hjá Páli. Þau varða leikreglur. Og kannski þarf líka betri reglur um endurskoðun og bankastarfsemi, óháð öllum instrúxum frá Brussel.
En hvaða þörf er á ríkisfyrirtækjum í bland? Það skil ég ekki. Og saga þeirra á Íslandi hjálpar ekki skilningi mínum.
Páll nefnir Landsbankann. Jú, við eigum honum til dæmis að þakka, að Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnar enn miklum hluta af íslenzkum fjölmiðlum. Og mikið stóð sá banki sig vel, þegar hann á dögunum misreiknaði sig um 19 milljarða við yfirtöku á SpKef, sem skattgreiðendur geta hlakkað til að fá að borga. Bankinn fékk í því máli hjálp frá fjármálaráðuneytinu, svo félegt sem samsull þeirra tveggja er.
Sigurður (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 00:59
Ja,hérna Ólafur,bara út með allt hækjuliðið,við hverja ætlið'i að styðja ykkur og á hverju að byggja,sem getið ekki einu sinni haldið uppi vörnum í stjórnarandstöðu. Hélduð að allir krypu fyrir big Ben. og hans ískalda mati. Beljur úr fjósi ætti að leiða niður á Austurvöll, mjólka og gefa púkunum á fjósbitunum þarna inni nægju sína. Það verður að fara að beita svona náttúru lækningum.
Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2011 kl. 02:11
Ríkisbanki, einkabanki, hvorugt á að vera neitt meginmarkmið í sjálfu sér.
Það þarf að finna út, hvað er hagkvæmast fyrir fjöldann og koma í veg fyrir að fáir geti grætt á kostnað allra hinna, það er alvöru frjálshyggja.
Þetta er viðkvæm umræða, en ég sé engan hag í því, að einhverjir eigi möguleika á að standa í samráði sín á milli, bjóða sömu kjör osfrv.
Það kann vel að vera að einkabankar henti betur, íslenskir neytendur urðu ekki varir við það á sínum tíma.
Reyndar varð auðveldara að fá lán, en það er spurning hvort það hafi reynst vel þegar upp er staðið.
Jón Ríkharðsson, 26.7.2011 kl. 02:34
við eigum ekki að taka 180°og stefna frá einkarekstri. Það sem við eigum að gera er að tryggja að sömu lög og reglur séu í mismunandi rekstrarformum og eftir nákvæma greiningu á því hvað fór úrskeiðis í framkvæmdinni þurfum við að byggja flott þjófavarnarkerfi inn í rekstrarformið.
Höldum áfram að hleypa byrtunni inn í stað þess að múra okkur inni en gerum það með opin augun og vara á því sem getur farið úrskeiðis. Það eru allstaðar til þjófar.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.7.2011 kl. 08:30
Jón Ríkharðsson: Í alvöru frjálshyggju þá gætum ég og þú báðir stofnað okkar eigin banka og farið í samkeppni eftir leikreglum markaðarins. Á evrópska efnahagssvæðinu er þessu öðruvísi farið, bankarekstur er aðeins fyrir hina ríku. Þú þarft að leggja fram lágmark 800 milljónir í stofnfé (5 milljón eur), alveg sama hvort þú ætlar að vera með svo stórtækan rekstur eða ekki. Þegar það er passað upp á aðeins þeir sem eru ríkir geti átt banka, er það nokkuð góð trygging fyrir því að engin bankastarfsemi fari fram nema sú sem þjónar hagsmunum hina ríku. Þeir sem eru svona ríkir eru líklega innan við 5% af heildinni, og þess vegna getur slík starfsemi aldrei þjónað hagsmunum almennings eins vel og hagsmunum þessara örfáu útvöldu.
Það kann vel að vera að einkabankar henti betur, íslenskir neytendur urðu ekki varir við það á sínum tíma.
Kannski ekki þá, en 10 árum síðar urðum við harkalega vör við afleiðingarnar!
Adda: þurfum við að byggja flott þjófavarnarkerfi inn í rekstrarformið
Besta leiðin til þess, og líklega sú eina sem virkar, væri að banna einkareknum bönkum að búa til peninga úr engu. En það mega þeir ekki gera hvort sem er? Myndirðu líklega spyrja næst. Svarið er að jú, víst búa þeir til peninga úr engu undir núverandi fyrirkomulagi. Úr engu er samt kannski ekki hárrétt, því þeir búa þá til úr skuldum, skuldunum mínum og þínum. Það virkar nokkurnveginn þannig að þú labbar inn í banka og skrifar undir skuldabréf, bankinn bókfærir skuldina þína sem eign sína (allt í einu verður pappírsmiði með bleki á að milljónum í bókhaldinu) og á móti verður til innstæða á bankareikningi þínum (skuld bankans við þig) sem varð til úr engu nema skuldbindingu þinni við bankann á móti. Þessa fjármuni sem þú afhentir bankanum í formi skuldabréfs lánar hann þér svo til baka í formi innstæðu sem þú getur ráðstafað, og innheimtir svo af þér vexti út lánstímann fyrir afnotin af fénu sem varð til úr þínu eigin lánstrausti. Það merkilega við þetta fyrirkomulag er að þegar bankinn býr til þetta lánsfé þá jafngildir það einungis höfuðstól lánsins, en ef þú þarft svo ekki að nota féð geturðu endurgreitt bankanum lánið en aðeins höfuðstólinn. Peningarnir fyrir vöxtunum eru nafninlega aldrei búnir til, og þú getur því eingöngu borgað vexti af láninu (borgað leigu fyrir þitt eigið lánstraust) með því að ná þeim peningum af einhverjum öðrum, sem mun þá hvorki geta greitt vexti af sínu láni, hvað þá allan höfuðstólinn. Svona verða 98% af peningum í krefinu til, sem vaxtaberandi skuldbiningar án nokkurar innistæðu fyrir vöxtunum. Hin 2% eru hversdagslegir peningaseðlar og myntir sem ekki bera vexti eða einungis 30 milljarðar króna á meðan heildarpeningamagn í umferð er u.þ.b. 1.600 milljarðar. Jafnvel þó við gerum ráð fyrir að þeir 1.570 milljarðar sem skapaðir eru úr vaxtaberandi skuldum nýtist á endanum að fullu til að endurgreiða höfuðstól þeirra, hvernig eigum við að fara að því að borga vextina af þeim með aðeins 30 milljarða lausafé? Svarið er einfalt: það er stærðfræðilega útilokað, þess vegna er kerfið ósjálfbært og eins og öll ósjálfbær vistkerfi hrynur það með reglulgu millibili. Vegna þess að slík hrun hafa oftast óþægilegar afleiðingar í för með sér hafa menn gjarnan leitað ráða til að auka enn frekar peningamagn í umferð, en þar sem það verður aðeins gert með útgáfu á sífellt meira vaxtaberandi fjármagni, þá gerir það ekkert nema að fresta hruninu og stækka vandamálið enn frekar. Þetta heldur yfirleitt mislengi áfram, allt eftir sköpunargleði lánveitendanna til að útbúa nýjar leiðir til skuldsetningar heimila og fyrirtækja, þar til einhver óvæntur atburður verður til þess að stöðva kerfið og þá fellur það saman eins og súkkulaðifrauð sem er ekki haldið uppi af neinu öðru en heitu lofti.
Vissirðu að í fyrra þá fóru 20% af þeim peningum sem þú borgaðir beint eða óbeint í skatta í að greiða vexti af skuldum ríkisins? Þetta jafngildir helmingnum af innheimtum tekjuskatti einstaklinga! Það þýðir að u.þ.b. fimmtungur af launum þínum fer í að greiða vexti af lántöku sem þú fékkst aldrei að segja skoðun þína á og færð enga þjónustu á móti. Hverjir eru viðtakendur þessara vaxtagreiðslna? Hver er það sem græðir á því að skuldsetja ríkið? Hver er það sem er í raun að taka til sín að minnsta kosti 20% af launum þínum og nýtur aðstoðar ríkisins við það, jafnvel þó þú hafir sjálf(ur) aldrei tekið lán eða viljað taka lán? Þegar horft er til þess að allt lánsfé er búið til af einkafyrirtækjum sem kallast bankar, þá ætti svarið við þeirri spurningu að vera augljóst.
En hver er lausnin við þessu? Hún er ekki svo flókin þó hún hljómi ef til vill róttæk, en í raun og veru er ekkert róttækt við hana heldur er þetta þvert á móti mjög íhaldssamt. Við afnemum vexti, útrýmum verðbólgu og þá hverfur þörfin fyrir verðtryggingu lánsfjár af sjálfu sér. Framfylgjum lögum um gjaldmiðilinn og bönnum einkaaðilum að falsa hann og rukka af honum ósjálfbæra vexti, færum peningaútgáfuna aftur til ríkisins þar sem hún á sannarlega heima, þá þarf ríkið aldrei aftur að taka lán, og aldrei aftur þarf þú að borga stóran hluta launa þinna í vasa einkaaðila án þess að fá neina þjónustu á móti. Ríkið myndi einfaldlega gefa út þá peninga sem þarf til að greiða fyrir þá vöru og þjónustu sem ríkið kaupir, þessir peningar færu í umferð í hagkerfinu þar sem fólk gæti skipst á þeim fyrir vörur og þjónustu, og ef þeir duga ekki til þess væri einfalt að koma því sem á vantar í umferð með heimsendum ávísunum til heimila landsins (þetta er t.d. gert í Alaska). Meirihluta þessara peninga myndi svo skila sér á endanum aftur í ríkiskassann að lokinn hringrás sinni um hagkerfið, og ríkið gæti þá alltaf ákveðið hversu miki af þeim skuli taka úr umferð eða hversu mikið skuli endurnýta, allt eftir þörfum hagkerfisins hverju sinni. Ef verðmætasköpun eykst þarf peningamagn í umferð að aukast svo ekki verði verðhjöðnun, og þegar verðmætasköpun dregst saman eða verðmæti framleiðsluvara minnkar þarf peningamagn í umferð að gera það líka svo ekki verði verðbólga og eignaupptaka í kerfinu. Á meðan ríkið beitir ekki þessu valdatæki er tómt mál að tala um "skynsamlega hagstjórn", í núverandi fyrirkomulagi eru það einfaldlega bankarnir sem stjórna og það er einmitt ástæðan fyrir því að sama hvað okkar æðstu ráðamenn reyna að berja hausnum við steininn, þeir munu aldrei get lagfært þetta nema með því að gera þá grundvallarbreytingu sem nauðsynleg er. Afhverju eru þeir ekki löngu búnir að því?
Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2011 kl. 14:24
Sæll.
Það sem gerðist í heiminum var ekki vegna einkavæðingarinnar Páll, ég reyndi einhvern tímann að benda þér á þetta. Það er sama þvæla og bullið sem stendur út úr stjórnarliðum að hér hafi engar reglur verið um eitt eða neitt og endalaus frjálshyggja. Ef það er rétt, hvers vegna er þá sérstakur saksóknari að störfum? Þú og fleiri verðið að átta ykkur á raunverulegum orsökum hrunsins, þá verða skrif ykkar og tillögur miklu markvissari. Lausnin er ekki fleiri reglur og meira eftirlit enda var lítill skortur á því á árunum fyrir hrun. Ýmislegt bendir til að endurskoðendur bankanna hafi ekki staðið sig (sbr. skýrsla sem SSak fékk nýlega), hvernig átti eftirlit að koma í veg fyrir hugsanleg glæpsamleg vinnubrögð þeirra? Á einhver ríkisstarfsmaður að standa yfir þeim? Við komum ekki í veg fyrir afbrot með því að búa til eftirlits- og lögregluiðnað.
Orsaka kreppunnar er ekki að leita í einkavæðingunni og heldur ekki í skorti á reglum eins og þeir hjá andríki hafa sýnt fram á. Orsakana er að leita annars staðar, peningar voru settir á útsölu og landsmenn fóru á neyslufyllerí.
Fákeppni sú er hér ríkir er vegna afskipta ríkisvaldsins. Í dag þarf að uppfylla alls konar skilyrði til að geta sett banka á laggirnar. Hvers vegna? Til að vernda neytendur? Reglurnar vernduðu ekki neytendur gegn bönkunum!! Ef erfitt er að stofna banka styrkir það bara stöðu þeirra sem eru fyrir á markaðinum og hvernig gagnast það neytendum? Hér þarf að opna fyrir samkeppni erlendra banka með skattaívilnunum og auðvelda nýjum aðilum að koma á markaðinn með því að minnka verulega reglugerðarfarganið. Sama á við um olíumarkaðinn og tryggingamarkaðinn, hingað þarf að laða erlenda aðila en það verður auðvitað það síðasta sem gerist á meðan VG er við völd enda skilur sá flokkur hvorki haus né sporð í efnahagsmálum. Ríkið tryggir fákeppni með aðgerðarleysi sínu og reglugerðarfargani eins og þessi einföldu dæmi sýna glögglega.
Þetta hrun sýndi einmitt fram á að hið blandaða hagkerfi er dauðadæmt og að ríkið þarf að verða minna og skipta sér af færri atriðum í lífi einstaklings. Lyfjastofnun og matvælastofnun skipta sér t.d. af því hvað maður borðar. Hvaða stofnun á að stofna næst til að passa upp á okkur? SÍ og FME vernduðu okkur ekki gegn hruninu frekar en systurstofnanir þeirra annars staðar í heiminum. Haugur af reglum hefur afleiðingar sem menn sjá ekki fyrir eins og ég nefndi varðandi bankana að ofan.
Það sem þú vitnar í af evrópuvaktinni er alveg rétt en svarið er að opna fyrir samkeppni. Þeir hafa líkt bent á verslun hefur ekki dregið saman seglin. Samkeppni leysir þennan vanda. Einnig þarf að fækka ríkisstarfsmönnum verulega á á ég þar sérstaklega við stjórnsýsluna en auka á framlög til LSH. Leggja má niður margar ríkisstofnanir enda eru þær vita gagnslausar. Í seðlabankanum t.d. vinna tugir hagfræðinga, fækka þarf þeim verulega og helst að leggja SÍ niður. Fækka þarf þingmönnum verulega (niður í t.d. 23 og leggja af aðstoðarmenn þeirra) en við erum með 5x fleiri þingmenn en Norðurlandaþjóðirnar miðað við höfðatölu. Þegar tekið hefur verið til í ríkisrekstrinum er hægt að lækka skatta verulega og einfalda allt reglukerfi eins og þetta furðulega bull um að ekki megi selja kökur í fjáröflunarskyni með þær komi úr vottuðu eldhúsi.
Í dag er vandanum viðhaldið með því að bankarnir halda lífi í alls kyns fyrirtækjum sem ættu að fara á hausinn. Því lengur sem heinsunarstarfinu er frestað þeim mun lengur stendur kreppan hér. Ríkið á ekki að koma nálægt hreinsunarstarfinu. Ríkisstjórnin klúðraði einkavæðingu bankanna og fyrir það þurfum við borga.
Guðmundur, gott dæmi varðandi bankana og sýnir það hve illa ígrundað þetta evrópuapparat allt saman er og á skjön við veruleikann. Kratar og sósíalistar eru að fara illa með hundruðir milljóna manna vegna vanþekkingar og óskhyggju.
Helgi (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 19:14
Sæll.
Ég gleymdi því áðan að auðvitað þarf að gera rassíu í samkeppnismálum og þá á ég ekki við að efla samkeppniseftirlitið. Hvernig væri að þingmenn tækju sig nú til og gættu hagsmuna sauðsvarts almúgans með lagasetningu sem gengi nokkurn veginn út á að ef markaðshlutdeild fyrirtæki næði ca. 20-30% yrði því skipt upp. Árum saman sá enginn neitt athugavert við að Baugur væri með um 60% markaðshlutdeild hér á matvörumarkaðnum.
Lög eins og þau sem ég nefni að ofan eru til í öðrum löndum og ætti ekki að vera flókið að laga þau að íslenskum aðstæðum.
Hvers vegna hafa þingmenn ekki gert þetta?
Helgi (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 20:01
Einokun og kvótastýringar í landbúnaði og sjávarútvegi hljóta allir hægrimenn að geta sameinast um að séu rangar og eigi ekkert erindi í nútima hagstjórn.
Ef einhverstaðar á að losna við miðstýringu þá er það í þessum höfuð atvinnugreinum.
Bara vitleysingar sem halda öðru fram.Fjármálakreppa varð í heiminum en hrun á Íslandi. Íslenska hrunið og eigna missir var útaf fjárdrætti útgerðarinnar og ótakmörkuðu flóði "kvótapeninga"inn og útúr landinu. 7 milljarðar fyrir bíla umboð á Íslandi??? Peninga þvóttur. Er ekki verið að þvo peninga núna á Ákureyri? Ég veit ekki betur. Rússneska mafían fer nákvæmlega svona að.
Ólafur Örn Jónsson, 3.8.2011 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.