Fimmtudagur, 21. júlí 2011
Jón Ásgeir, Fréttablaðið og spunavélin
Sumarið 2002 gerði Jón Ásgeir Jóhannesson aðaleigandi Baugs tvo menn útaf örkinni, Gunnar Smára Egilsson og Ragnar Tómasson lögfræðing, til að stofa útgáfufélagið Frétt efh. Nýstofnað útgáfufélagið keypti Fréttablaðið sem hefði orðið gjaldþrota hjá fyrri eigendum. Gunnar Smári var gerður að ritstjóra. Hvergi kom fram að Jón Ásgeir ætti hlut í útgáfufélaginu. Jón Ásgeir var þá forstjóri og síðar stjórnarformaður Baugs sem var almenningshlutafélag á þessum tíma, m.a. í eigu lífeyrissjóða.
Eftir að Frétt efh. tók við útgáfu Fréttablaðsins beindi Jón Ásgeir auglýsingum Bónus, Hagkaupa og annarra verslana í eigu Baugs til blaðsins. Almenningshlutafélagið Baugur var látið borga einkafjárfestingu Jóns Ásgeirs. Forstjóri Baugs var vel meðvitaður um að hann stundaði viðskipti handan almenns velsæmis þar sem forstjóri almenningshlutafélags hyglaði sjálfum sér á kostnað annarra hluthafa.
Sjálfur stóð Jón Ásgeir fyrir því að Jim Schafer framkvæmdastjóri Bonus Stores í Bandaríkjunum var rekinn í júlí 2002 fyrir að eiga einkafyrirtæki sem var í viðskiptum við Bonus Stores. Í fréttatilkynningu dagsettri 20. júlí er Schafer sakaður um trúnaðarbrot og að misnota aðstöðu sína. ,,Stjórn Bonus Stores þykir í hæsta máta óeðlilegt að framkvæmdastjóri hagnist á viðskiptum við eigið fyrirtæki, stendur svart á hvítu í fréttatikynningunni sem er undirrituð af Tryggva Jónssyni þáverandi aðstoðarforstjóra Baugs.
Það sem Jim Schafer var rekinn fyrir í Bandaríkjunum stundaði Jón Ásgeir hér heima í trausti þess að vera ekki afhjúpaður.
Í Fréttablaðinu 2. maí 2003 var loks tilkynnt hverjir væru eigendur útgáfufélagsins. Auk leppanna tveggja, Gunnars Smára ritstjóra og Ragnars Tómassonar, áttu félagið Jón Ásgeir, konan hans Ingibjörg Pálmadóttir og Jóhannes faðir hans, Árni Hauksson og viðskiptafélaginn Pálmi Haraldsson. Það var engin tilviljun að eignarhaldið var upplýst skömmu eftir að Baugur var afskráður sem almenningshlutafélag.
Núna vill Jón Ásgeir enn endurskrifa söguna og lætur í veðri vaka að allt hafi verið upp á borðinu með eigendur útgáfufélags Fréttablaðsins. Áttu annan, Jón Ásgeir?
Athugasemdir
Mannræfillinn kann auðvitað ekki að skammast sín frekar enn fyrr. Ennþá finnast smámenni sem verja hann og hans fyrir mola sem hrynja af næktarborði auðrónans. Margir fastir blogglúðrar Baugsfylkingarinnar standa vaktina á þessum vettvangi sem fleirum. Drullusokkar laða að aðra drullusokka og einfalt að ganga að þeim þar sem þeir safnast saman. Ennþá hefur ekkert uppgjör farið fram varðandi þá sem hafa séð um almannatengslin fyrir auðrónana og Jón Ásgeir, Baugspennarnir á Baugsmiðlunum og þeim sem hafa laun fyrir sem "óháðir álitsgjafar" eins og td. Þorvaldur Gylfason, Ólafur Arnarson, bræðurnir Gunnar Smári og Sigurjón Egilssynir, Þorsteinn Pálsson, Reynir Traustason, Kári Jónasson, Hallgrímur Helgason, Guðmundur Andri Thorsson ef nokkur nöfn eru nefnd. Sumir eru opinberlega á kostulegum harðahlaupum frá sannleikanum og sögunni.
Stórskáldið Einar Már Guðmundsson færði þessa staðreynd á prent með afar skýrum hætti.:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 20:47
Hvernig væri nú að reyna að gera gott úr málum aumingja Jóns Ásgeirs. Ævintýri hans og vina hans gætu til dæmis skilað þjóðarbúinu snotrum peningum með því að búa til kvikmynd, söngleik, tölvuleiki og myndasögur um þetta heiðursfólk.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 22:18
Hann á ekki aðeins annan, hann á því miður marga.
Og kemst upp með það.
Í skjóli stjórnmálamannanna sem hann keypti.
Karl (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 08:04
Sæll.
Flottur pistill hjá þér Páll og sömuleiðis hjá þér Guðmundur 2.
Helgi (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.