Aðlögunarstyrkir eiga að kaupa velvild íslensks almennings

Evrópusambandið ætlar að veita 4,5 milljörðum króna í aðlögunarstyrki til Íslands næstu misserin. Styrkirnir eru ætlaðir til að hafa áhrif á afstöðu fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stefan Fule stækkurnarstjóri Evrópusambandsins orðar hlutverk styrkjanna með þessum hætti

The funds should act as a catalyst to drive forward reform in the enlargement countries and support the countries along their path of European integration.

Samfylkingin telur almenningi trú um að Ísland sé í viðræðum við Evrópusambandið, en við erum í reynd í aðlögunarferli að sambandinu.

Vinstrihreyfingin grænt framboð ályktaði um aðlögunarstyrki á flokksráðsfundi og sagði

Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins.

Ráðherrar Vinstri grænna þurfa að taka af öll tvímæli að ráðuneyti þeirra taki ekki við aðlögunarstyrkum frá Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aðlögunarferli er eiginlega vægt orða tekið. Í fréttatilkynningunni er orðrétt haft eftir Stebba fúla:

The funds should act as a catalyst to drive forward reform in the enlargement countries and support the countries along their path of European integration.

Integration = samþætting. Það er mun sterkara orðalag en aðlögun!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2011 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband