Fimmtudagur, 14. júlí 2011
Aðlögunarstyrkir eiga að kaupa velvild íslensks almennings
Evrópusambandið ætlar að veita 4,5 milljörðum króna í aðlögunarstyrki til Íslands næstu misserin. Styrkirnir eru ætlaðir til að hafa áhrif á afstöðu fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stefan Fule stækkurnarstjóri Evrópusambandsins orðar hlutverk styrkjanna með þessum hætti
The funds should act as a catalyst to drive forward reform in the enlargement countries and support the countries along their path of European integration.
Samfylkingin telur almenningi trú um að Ísland sé í viðræðum við Evrópusambandið, en við erum í reynd í aðlögunarferli að sambandinu.
Vinstrihreyfingin grænt framboð ályktaði um aðlögunarstyrki á flokksráðsfundi og sagði
Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins.
Ráðherrar Vinstri grænna þurfa að taka af öll tvímæli að ráðuneyti þeirra taki ekki við aðlögunarstyrkum frá Evrópusambandinu.
Athugasemdir
Aðlögunarferli er eiginlega vægt orða tekið. Í fréttatilkynningunni er orðrétt haft eftir Stebba fúla:
The funds should act as a catalyst to drive forward reform in the enlargement countries and support the countries along their path of European integration.
Integration = samþætting. Það er mun sterkara orðalag en aðlögun!
Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2011 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.