Miðvikudagur, 13. júlí 2011
Fiskveiðifloti ESB bíður eftir Íslandsmiðum
Samfylkingin ætlar að færa Evrópusambandinu landhelgi Íslands á silfurfati. Samkvæmt þýska vikuritinu Spiegel er fiskveiðifloti Evrópusambandsins 30-40 prósent stærri en núverandi fiskistofnar sambandsins þola. Landhelgi Íslands er því kærkomin viðbót fyrir Evrópuflotann sem virkilega kann til verka við ofveiðar.
Um 75 prósent af fiskistofnum sambandsins eru ofveiddir. Fiskveiðifloti Evrópusambandsins telur 80 þúsund skip.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafa undanfarnar vikur átt samtöl við ráðamenn í ESB um skilyrðin fyrir fiskveiðiflota Evrópusambandsins á Íslandsmiðum.
Íslenskur almenningur fær ekkert að vita um viðræður forkólfa Samfylkingarinnar við útlendinga um íslensku landhelgina. Viðræðurnar eru innanflokksmál Samfylkingarinnar.
Athugasemdir
Sumum þykir sterkt til orða tekið að nefna orðið landráð. En það er þó bara því miður svo að samfylkingin er landráðaflokkur. Og forystufólk samfylkingar landráðafólk. Enda þykir þeim afskaplega vænt um siðlausasta stórkapítalið á Íslandi.
Einhver góður þyrfti að taka sig til og kæra með vísan í lög.
Ólafur fréttasnepilsritstjóri talar um að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu svo miklu sterkari en þau Evrópsku. Þess vegna lítið að óttast.
Endemis vitleysa.
Nú og þó svo væri. Af hverju? Það er vegna þess að þessi fyrirtæki verða að vinna undir bákninu í Brussel. Með aðild væri ekki lengi gert að eyðileggja restir af skuldsettum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Evrópskur sjávarútvegur er búin að hreinsa upp miðin utan Evrópu og langt suður út fyrir Afríku. Samt er hann illa stöndugur og ríkisstyrktur.
Það er ekki í lagi með ESB sinna.
jonasgeir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 08:46
Nóg er til í lagasafni Íslands til að setja þetta lið bak við lás og slá. Meira að segja stjórnarskráin kveður á um þetta.
Það er bara enginn sem orkar lengur neitt á Íslandi því miður.
Þess vegna fljótum við hægt að feigðarósi, með lokuð augun.
Jóhanna (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 09:16
Mikið rétt Páll! Útlendingarnir býða eftir að taka allan fiskinn frá okkur. Ég var líka úti á Ítalíu fyrr í sumar og karlmennirnir þar býða líka í röðum eftir því að við göngum í ESB því þeir ætla að ná í allt íslenska kvennfólkið. Bændur í ESB eru svo með plön um stórfelld jarðakaup þannig að íslenska fjallalambið komist í þeirra hendur ....og hvað með íslenska grænmetið, sem er það besta í heimi!!!
Fúli (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 09:29
Hvar hefur þú heimildir fyrir því að þessi floti sæki inn á Íslandsmið þegar við ákveðum að ganga inn í ESB samstarfið?
Liggur það ekki ljóst fyrir að Ísland muni aldrei ganga þar inn nema að tryggt sé að miðin haldist í eigu Íslendinga, eins og önnur lönd hafa gert með sínar undirstöðuauðlindir?
ESB er samband sem ber virðingu fyrir þeim löndum sem í samstarfintu taka þátt, ekki ólíkt sambandi þínu við konuna þína. Í slíku sambandi gilda strangari reglur, minna djamm, ekkert kvennafar osfrv. Ef menn eru óhressir með sambandi geta þeir alltaf sótt um skilnað, sem enginn hefur gert hingað til ekki satt?
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 09:34
Jón kl:9;34
Ef þú ert giftur og hefur svipað samband við hana og ESB við smáríkin (og reyndar við miðlungsstór ríki t.d. Írland sem er mannmargt miðað við Ísland) Þá spái ég ekki neinu silfurbrúðkaupi hjá þér vinur.
Jóhanna (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 10:33
Flott.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 10:46
Fúli. Og þú hefur kynnt þér hvernig mál þróuðust í öðrum ESB löndum hvað ágang og umgengni ESB ríkja voru í fiskveiðilögsögu þeirra eftir inngöngu?
Gætiru hjálpað okkur sem erum ekki jafn auðkeyptir, hvers vegna ESB hefði nokkurn áhuga á inngöngu jafn "aumrar" þjóðar í sambandið ef ekki fylgir okkur gjafir eins og td. fiskurinn og full réttindi annarra ESB þjóða að nýta sér fiskimiðin eftir þeim reglum sem núna gilda og eru óumbreytanlegar samkvæmt reglum þess og hefur ítrekað komið fram frá framámönnum ESB að engar varanlegar undanþágur verða veittar eins og þú veist örugglega?
Hvers vegna þorið þið inngöngusinnar ekki að tala um hlutina eins og þeir eru, undanbragðalaust, og skýra fyrir okkur hvers vegna ykkur finnist auðlindir eins og fiskurinn ekki vera þess virði að standa vörð um í stað þess að gera lítið úr ykkur og skoðunum ykkar með að reyna að halda því fram að ESB ásælist ekki það sem þjóðin telur vera sínar verðmætustu eignir.
Hvað sér Evrópusambandið þá í þessari örþjóð..???
Varla er það bara "hugsuðir" úr röðum inngöngusinna sem þeir telja sig vinna með að fá okkur inn....
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 12:26
Áhuga? EU hefur engann áhuga per se á að ísland gerist aðili umfram önnur ríki sem samkv. EU laga og regluverki EIGA RÉTT Á AÐ GERAST AÐILAR! Dísös.
Ísland á rétt á að gerast aðili. Halló. Hugsa.
Annað, þér stórspekingar, eruði búnir að kynna ykkur reform hugmyndrnar á CFP? Nei nei. þið kynnið ykkur aldrei neitt en gapið og gasprið af litlu viti og mínus þekkingu.
Eg skal upplýsa ykkur um helstu hugmyndir. Í raun litlar breitingar í rammanum en nokkur útfærsluatriði með öðrum hætti.
Ennfremur varðandi ,,mörg skip" í EU, að vitiði hvernig bátar þetta eru mestanpart? Smábátar. Trillur bara má segja. þið verðið að kynna ykkur mál miklu betur. Það er alveg undarlegt að vilja ekki kynna sér nein mál og vilja einfaldlega ekki læra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 12:48
,,Any European country which respects the principles of liberty, democracy, respect for human rights and fundamental freedoms, and the rule of law may apply to become a member of the Union"
Og heyrir Ísland ekki undir þetta eða? Aaa ísland er ekki í evrópu! Já já. Guð minn almáttugur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 12:50
Ómar ESB og Icesave snillingur. Þá er málið leyst. Evrópusambandið hefur ekki neinn áhuga á okkur og þjóðin hefur ekki minnsta áhuga á ESB, nema svona kverúlantar eins og þú... sem eruð ennþá sannfærðir um að við eigum að borga Icesave þó svo lög og Evrópusambandið segir allt annað. Sem betur fer er þjóðin ekki jafn heimsk og þú og þið viljið meina. Aftur á móti hefur nákvæm samningsmarkið aldrei komið fram hjá Baugsfylkingunni þinni, og meir að segja tekst Össur og Jóhönnu að vera opinberlega ósammála eins og frægt er. Gott að hafa jafn "trúverðuga" heimild og þig til að skýra málið út fyrir okkur "vitleysingana". Mikinn meirihluta þjóðarinnar sem vill stöðva aðlögunarferlið strax og hafnar inngöngu.
Er samt ekki að skilja að Evrópusambandið er að reyna að kaupa sér fylgi með milljörðum ef áhugi þess engin.
Ert þú ekki komin langt fram úr samninganefnd Ísland með að ljóstar upp um innri málefnum...??? Stefán Haukur Jóhannesson, formaður íslensku samningarnefndarinnar, hefur sagt að samningsmarkmið verði mótuð eftir hendinni af nefnd sinni. Svo ekkert er frágengi, enda komið fram að landbúnaðar - og sjávarútvegsmálin verða tekin upp seinast, af einhverri undarlegri ástæðu. Ekki fyrr en búið er að ganga frá öllum öðrum málaflokkum sem er langt því frá búið að gera. Semsagt, Stefán Haukur segir að nefndin á að ná samningum sama hvernig verða og bera undir þjóðina. Þetta er eina markmið íslensku nefndarinnar og stórkostlegt. Þess vegna verður gefið eftir með að leyfa ESB flota "smábáta" að ryksuga íslenska lögsögu og bæta árangurinn með að rústleggja 3/4 af fiskistofnum sem tilheyra Evrópusambandsríkjunum með rányrkju, og það bara á "smábátum".
Segir nú hugur að innan Evrópusambandsins leynast nú einhverjar mannvitsbrekkur sem átta sig á þeim möguleika að sérsmíða risaskip til þess verkefnis við Íslandsstrendur, þó svo þú almúgamaðurinn gerir það ekki....
Enn alvarlegra er að samninganefndin hefur í raun það eina markmið frá ríkisstjórninni að ná samningi hvað sem í honum stendur. Og að mæla með honum hvað sem það kostar.Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 13:46
Dæmigerð vinnubrögð stærri aðildarríkja innan Evrópusambandsin. 3. maí 2010 kom út skýrsla frá Greenpeace sem heldur því fram, að spænskir útgerðarmenn noti ríkulegar niðurgreiðslur frá ESB til að fara ránshendi um heimshöfin.
Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir hrun fiskstofna á ESB - miðum og loforð áratugum saman um, að dregið skuli úr sókn á miðin, hafi spænski fiskveiðiflotinn þvert á móti stækkað í skjóli ESB-niðurgreiðslna og skammsýni við mótun spænskrar fiskveiðstefnu.
Í skýrslunni segir, að um 400 spænsk skip, meira en helmingur af fiskiskipastólnum, stundi veiðar utan ESB-miða meira en 90% af veiðitíma sínum. Spænski flotinn hafi breyst í óseðjandi heimsflota, þar sem sé að finna um fjórðung af fiskveiðigetu ESB-landanna. Flotinn sé tvisvar sinnum stærri en hinn breski og þrisvar sinnum stærri en hinn ítalski, en þetta séu næst stærstu fiskveiðiþjóðirnar. Stærstu skipin í spænska flotanum geti veitt 3.000 tonn af túnfiski í ferð, sem sé tvöfalt meiri afli en kemur á land á einu ári í mörgum Kyrrahafslöndum. Spánverjar stundi nú rányrkju á kostnað evrópskra skattgreiðenda í hafinu allt að suðurskauti og með ströndum Afríku.
Á árabilinu 2000 til 2006 rann 46% af niðurgreiðslum ESB vegna sjávarútvegs til Spánverja, 11% runnu til Ítala og 9% til Frakka. Stærstu skipin fengu mest í sinn hlut af niðurgreiðslunum í stað þess, að þær væru nýttar til að styrkja stóra hópa sjómanna á smábátum og stuðla að umhverfisvænni veiðiaðferðum.
Ómar. Þar fauk kenningin gáfulega um "smábátan" og "trillurnar" þínar...
1. maí 2010 komu fulltrúar hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og sérfæðingar saman til að ræða um sjávarútvegsstefnu ESB í spænsku borginni Coruňa. Þar kom fram, að yrði sömu ESB-stefnu fylgt áfram mundi hún leiða til hruns allrar útgerðar í ESB-ríkjunum á 10 til 15 árum. Greenpeace efndi til mótmæla í tilefni af fundinum og beindust þau einkum að Spánverjum og ofveiði skipa þeirra.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 14:28
þú getur kynnt þér mál hérna.
http://ec.europa.eu/fisheries/reform/
Orð mín um ,,mörg skip" í EU, 80 þúsund skip, eða hvað tölu þér þarna á amx viljið nú nefna í það og það skiptið áttu við það og aðeins það! Þ.e. að mestanpart er um smábáta að ræða. þetta kallast fakt. (orð sem þið skiljið eigi)
Ef þú villt tala um styrki til sjávarútvegs - þá getum við gert það. þ´finnur fyrst heimildargrunn um hvernig stykjakerfi EU varðandi sjávarútveg er. (en það sem þú getur ekki leitað þér upplýsinga um nokkurn hlut að einhverju gagni - þá er útséð með þá umræðu.)
Nú, varðandi icesaveskuld ykkar sjalla - þá er staðan sú að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og lagasérfræðingar hennar hafa gefið út formlegt bréf og síðan rökstutt álit - þar sem kemur fram hvað? Jú, kemur fram nákvæmlega það sem eg stafaði fram fyrir ykkur sjalla og barði með sleggju inní höfuð yðar. Í meginlínu algjörlega samhljóða mínu uppleggi varðandi laga og regluverk þar að lútandi. Niðurstaðan eins og ótvíræð. þið sjallar eigið að skila því sem þið náðuð að nappa með því að seilast ofaní vasa evrópskra borgara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 14:47
Ómar. Þetta er afar einfalt dæmi og uppgjafarlið eins og þú ættuð að getað skilið. Ekki nema brot af flota ESB af skipum sem eru vel hæf til að sækja Íslandsmiðin dugar til að halda rányrkjustefnu sambandsins gangandi með að rústleggja 3/4 af fiskistofnum innan landhelginnar.
Fréttatilkynning frá Greenpeace.:
The problem - too much fishing
Background - March 24, 2011
Overcapacity in the EU’s fishing fleets is a principle driver of fish stock depletion. There are simply too many boats chasing too few fish. According to the European Commission, the EU fleet is at present capable of catching between two and three times the sustainable level of fish.
Despite attempts to cut fleet size, fishing remains consistently above the scientifically recommended levels. Immediate and swift cuts are needed, if the EU is to achieve a recovery of fish populations, 90% of which are being overfished. In fact, scientists argue that fish catches could be 80% higher if the EU managed stocks sustainably.
The EU fishing fleet is predominantly composed of small vessels from labour intensive coastal fisheries. However, large powerful vessels that employ destructive fishing methods take the vast majority of the catch. Fisheries subsidies further fuel the building of ever larger and more destructive fishing vessels.
Greenpeace demands changes to the CFP that require reductions in fleet size and impact, and prioritise access to the fishery for sustainable, low-impact, smaller-scale fisheries that contribute most benefits to local, coastal communities."
Eins og þú sérð sjálfur, þá stendur ekki steinn við steini í þessum endalausa lygaáróðri þínum og inngönguóðra, frekar en þegar þið gerðuð upp á bak í Icesave aðgöngumiðanum í ESB. (Flestir þokkalega gefnir hefðu haft vit á því að draga sig í hlé og henda lyklaborðinu eftir þá útreið). "Smábátar" og "trillur" ESB þjóða eru allt í einu orðnir risa verksmiðjuskip.
Ekki er lengur deilt um að við verðum að beygja okkur undir ESB tilskipanir eins og allar aðrar þjóðir sem vilja inn. Enda eins og þú segir sjálfur þá er áhugi ESB á inngöngu okkar ekki neinn, frekar en áhugi þjóðarinnar að fara inn. Svo ekki fara þeir að breyta nokkru til þess að fá í partíið sem þeir hafa ekki áhuga á. Tiltölulega einfalt dæmi, ekki satt..???
Laxfiskafræðingurinn utanríkisráðherra virðist frekar vera staddur í ævintýrheimi næturbloggsins of flöskunnar en raunveruleika íslensku þjóðarinnar. Eins og fíkla er siður, þá á það líka við evrópusambandsfíkla að ekki orð er að marka sem frá ykkur kemur vegna raunveruleikaflótta og vægast sagt afar frjálslega umgengni við sannleikann.
“Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,” sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi á Spáni þegar spurt var út í sjávarútvegsstefnu sambandsins, og Össur gerði sig að þorpsfífli Evrópu með að svara efnislega.: – “Að það væri ekkert mál að semja um varanlegar undanþágur”.
Eftir að Össur hafði svarað spurningunni bætti Füle við.: “Að í sambandi við þessi mál yrði að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins.”
Um hvað þykist þið Baugfylkingarmenn með Össur sannsögla i farabroddi ætla að semja um..???
Eða er Stefan Füle bara að bulla um eitthvað sem hann veit ekkert um.. og Ómar alfræðingur veit upp á hár eins og í Icesave ... ????
Forsvarsmenn ESB hafa alla tíð verið ærlegir gagnvart Íslendingum um það að Ísland yrði með inngöngu í ESB að beygja sig undir sameiginlegar samþykktir ESB….. PUNKTUR… !!!!
Olle Rehn, fyrrverandi stækkunarstjóri ESB sagði.:
“Það væru engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu.”
Emma Bonino, framkvæmdarstjóri sjávarútvegsmála ESB sagði.: "..að Ísland fengi ekki full yfirráð yfir fiskveiðilögsögu sinni heldur yrði eins og önnur aðildarlönd að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB".
Orðrétt sagði hún.:
“Meginreglan er sú að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða landbúnað. Sami rammi gildir fyrr alla.”
Svo mörg voru þau orð. Séð í þessu ljósi þarf vart að undrast þegar rifjuð eru upp orð Norska stjórnmálaforingjans Erik Solheim sem sagði varðandi tvær árangurslausar inngöngutilraunir norskra inngöngufíkla.:
“Það er mjög lítill skilningur innan EB á sérstöðu Norðmanna. Fiskurinn er undirstaða búsetu eftir allri strandlengju Noregs. Þessu hefur EB ekki sýnt áhuga.”
Og hver var veiðihefð ESB þjóða til innan landhelgi Noregs, sem inngöngusjúkir uppgjafaliðar reyna að halda fram að tryggi okkur fyrir ágangi þessara rányrkjuþjóða sem hafað rústað 3/4 af þeim fiskistofnum sem synda innan þeirra lögsögu...???
Nú vill Þorsteinn Pálsson áhrifamaður í Baugsfylkingunni koma Íslandi inn í Evrópusambandið eftir að hann gerðist hirðmaður eigenda Samfylkingarinnar, en hafði ma. þetta að segja við Morgunblaðið og kom fram í fréttpistli fyrir nokkru.:
“Þorsteinn Pálsson telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu.
Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.
Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópusambandinu eftir yfirráð yfir norskum sjávarútvegi. 80% af útflutningstekjum Íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum ekki bætt aðgang að Evrópumarkaði með aðild en þyrftum að fórna yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið.
Þorsteinn segir Evrópubandalagið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í bandalagið. Þorsteinn segir tæknilegt úrlausnarefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusambandsins og Íslands.
“Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði,” sagði Þorsteinn Pálsson.”
Hefur Þorsteinn skýrt hvað hafi breyst varðandi ESB..??? Eitthvað annað en að hann fór að ganga erinda Baugsfeðga og flokksins þeirra Samfylkingarinnar…???
Reyndu nú að koma með einhver rök sem standast lágmarksskoðun, þar að segja ef þú ætlast til að einhver nenni að eiga orðastað við þig. Aðra bið ég velvirðingar að hafað fóðrað nettröll.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 15:49
PS. Varðandi lagaþekkingu þína og ótrúlegan Icesave farsa ESA, þá flagga stjórnvöld Árna Páli Árnasyni Baugsfylkingarráðherra og Baugsmútuþega (álit Marðar Árnasonar þingmanns) sem evrópuréttarsérfræðingi, sem að auki var harður Icesave greiðslusinni, sem harðneitar áliti þínu og ESA, eins og allir fagaðilar sem hafa fjallað opinberlega um málið.
http://eyjan.is/2011/05/02/arni-pall-vill-ad-esa-felli-malid-nidur-island-braut-engin-log/
Engin fagmaður hefur tekið undir þessa eftiráskýringu og hrákasmíð stofnaninnar. Aðal vonastjarna borgunarsinna og talsmaður þeirra Lárus Blöndal Icesave samningamaður, skrifaði ma. stórmerkilegar greinar í fjölmiðlum þar sem þessi ályktun ESA var hrakin lið fyrir lið með nákvæmum rökum.:
Áminning ESA. 4. júní 2010
Inngangur
"Þann 26. maí 2010 sendi Eftirlitsstofnun EFTA, hér ESA, íslenskum stjórnvöldum svonefnt áminningarbréf vegna Icesave-málsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn tilskipun 94/19/EB (um innlánatryggingakerfi) þar sem Ísland hefði ekki greitt breskum og hollenskum sparifjáreigendum lágmarkstryggingu samkvæmt tilskipuninni í kjölfar falls Landsbankans. Þá var Ísland einnig talið hafa brotið gegn 4. gr. EES- samningsins sem fjallar um bann gegn misrétti.
Hlutverk ESA er að tryggja fullnustu EFTA/EES-ríkjanna á EES-samningnum. Stofnunin er sjálfstæð í störfum sínum og ber að taka hlutlægar ákvarðanir á lögfræðilegum grunni án tillits til hagsmuna aðila. Við höfum áður sett fram sjónarmið okkar í svonefndum Icesave- málum sem hér verða ekki endurtekin. Þar var komist að gagnstæðum niðurstöðum um bæði fyrrgreind atriði. Hér verður gerð grein fyrir hvers vegna við erum ósammála niðurstöðum ESA."
Niðurstaða
"Samantekið má færa rök að því að ESA hafi í þessu máli fyrst og fremst leitað niðurstöðu sem stuðlaði að ró um starfsemi banka í Evrópu. Tilvísanir til lagagreina standast ekki skoðun. Að hluta til er vitnað til aðfaraorða sem ekki skipta máli og sama gildir um flesta dóma dómstóls ESB sem vísað er til. Hins vegar fer lítið fyrir sjónarmiðum sem styrkja aðra niðurstöðu eins og rækilega hefur verið bent á.
Í upphafi greinarinnar var sagt að stofnuninni bæri að taka hlutlægar ákvarðanir á lögfræðilegum grunni án tillits til hagsmuna aðila. Draga má í efa að það hafi verið gert í þessu máli. Telji menn að endurskoða þurfi tryggingarkerfi innistæðueigenda innan ESB þá er vissulega hægt að taka undir það. En gallar gamla kerfisins verða tæplega gjaldfærðir á Ísland. Svo virðist sem engin þjóð verði fyrir fjárhagstjóni vegna þessarar túlkunar ESA önnur en Ísland. Er það ástæðan fyrir því að okkur skortir bandamenn?"
Hér má kynna sér skrifin ásamt öðru tengdu.:
http://skuggathing.is/process_documents/948
Gerðu okkur þann greiða að lesa efnið.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 16:55
Eg er búinn að útskýra þetta allt margoft fyrir þér - og þú hefur augljóslega eigi lært neitt. Enda ófær um það.
Þetta er alveg eins og varðandi laga og reglugerðarhlið icesaveskuldar ykkar sjalla - þú skildir aldrei neitt. Eða til vara: Vildir eigi skilja.
Nú, svo kemur út fyrst formlegt og síðan rökstutt upplegg ESA því viðvíkjandi: Uppá punkt og prik í línu við mitt upplegg! Það var af því að ég kynnti mér mál. Enginn galdur því viðvíkjandi. Eg kynnti mér mál. Allt og sumt.
Varðandi EU almennt þá eru þin skrif alveg sama marki brennd. þú tekur öngvri leiðögn og kennslu heldur býrðu þér til sér heim þarna inní kompu hjá öfgamönnunum í amx - og þar villtu augljóslega vera og ætlar ekkert að kynna þér mál eða læra. Við því er auðvitað ekkert að gra. Segir sig sjálft.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 17:03
Það er alveg rétt þá þér Ómar. Þú ert fullkomlega óskiljanlegur ... og örugglega líka fyrir erlenda aðila sem eru að reyna að svíkja út úr þjóðinni. Bendi þér á þýðingarforritið Google translate, þó svo það er út í hött, þá getur það ekki verið verra en enskuskilningurinn þinn.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 17:21
þetta er eitt meginvandamál þitt í afskipum af umræðum. Á við marga öfgamenn að vísu) Fullkominn steinþurs. Virkar hálfpartinn eins og og bara sjallaforrit.
ESA var ekkert búið að gefa út álit, hvorki formleg né rökstutt, þegar ég va búinn að leggja út EU laga og regluverk varðandi hina ljótu skud ykkar sjalla. Eg var fyrstur manna á íslandi að draga fram í meginlínum og rama EU laga og reglverk.
Nú, síðan kemur út eitt álit ESA - alveg uppá punkt og prik í meginlínu við mitt mál! Punkt og prik. Hverjar eru líklegustu skýringar á umræddu? Kemur aðalega þrennt til skoðunnar:
1. Eg hafði einn manna á íslandi kynnt mér mál að gagni.
2. Gúggöl forrit.
3. Tilviljun.
Nú nú. En aftur að sjávarútvegi og Sambandi fullvalda lýðræðisþjóða Evrópu - að menn eru oft að tala um spán og svona. Spánverjar þetta og hitt. AMX ingar og dabinn tala mikið um það td. Veiða sennilega mest - en fast á hæla þeirr eru hverjir? Jú, Danmörk!
Samt talar enginn um að allt fyllist hérna af dönskum döllum. I wonder why. Sennilega munu danir alveg þurfa að koma hingað greyin því líklega eru spánverjar búnir að yfirtaka dönsku lögsöguna.
(ps. og hugsaðu nú til tilbreitingar. Hugsa, tinka etc.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 18:00
Ómar gáfaði. Svaraðu nú einhverju að því sem þú ert spurður í stað þess að bulla í hringi til að reyna að eyða umræðunni.
Umræðan snérist um áhuga ESB flotans á veiðum í Íslenskri lögsögu og sameiginlegar fiskveiðar ESB innan landhelgi ESB þjóða með þeim árangri að þeir eru búnir að rústa 3/4 af fiskistofnum þeirra. Þú reyndir að halda því fram að fiskiskipafloti ESB þjóða væri "smábátar" og "trillur" sem aldrei kæmu til að veiða hér við strendur.
Áhugavert að þetta er í fyrsta skipti sem þú viðurkennir að ESB þjóðir munu hafa fullt leyfi með inngöngu okkar í ESB, til að ryksuga upp í landhelgi okkar eftir þeirra reglugerðum en eiga ekki skipin til þess.
Raunin er sú að ESB hefur lagt ofur áherslu að byggja upp úthafsveiðiflota risatogara á kostnað "smábáta" og "trillna" og má kynna sér ma. hér að ofan. Ma. eru þeir að rústa alþjóðlegum fiskimiðum hinum megin á hnettinum þegar þau eru ekki að stunda þá iðju í heimahöfum. Ekki stendur steinn við steini í málflutningi þínum frekar en venjulega, enda þú og sannleikurinn augljóslega svarnir fjandmenn.
Ein lauf létt.:
Hverju veldur að YFIR Icesave rukkararnir Árni Páll Árnason og Lárus Blöndal, Icesave samningamaður, fullyrða að þú farir með tómt rugl sem og ESA... og gefa ekkert út á málatilbúnað þinn og stofnunninnar, þó svo að greiðsluáhugi þeirra fyrir ESB inngönguna er mikið meiri en nægur... ????
Þeir félagar telja augljóslega að eitthvað vitrænna en skýringar ykkar ESA þurfi til að réttlæta aðgöngumiðann dýra í ESB. Eða eru þeir enn ein fíflin sem almúgamaðurinn og evrópulagasérfræðingurinn Ómar gáfaði nær ekki að skýra út um hvað lögin og málið snúast.
Þess ber að geta að þeir eru í ofurlaunuðum störfum og ma. við að setja sig inn í Icesave, öfugt við þig af einhverjum ástæðum....
Látum þetta duga, því að líkurnar að þú kemur með vitræna skýringu eru minni en engar.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 20:10
,,Umræðan snérist um áhuga ESB flotans á veiðum í Íslenskri lögsögu"
Og það er umræða útí himinnbláinn eins og þú bendir réttilega á því þá veiða spánverjar, sem samkv. þér eru þeir einu sem veiða fisk í EU á 80.000 skipum - að altso, þeir veiða mestallt UTAN EU lögsögu! Samkv. þér.
Svo eigi skil eg hvað málið er.
Þetta með icesaveskuld ykkar sjalla stendur allt og óhrekjandi fakt er að upplegg ESA var í meginramma og línu í samhljómi við upplegg mitt. Upplegg mitt er eg margstafaði fram með stórum stöfum ofaní yður. þeir vísuðu á SAMA HÁTT og eg gerði í EU laga og regluverk! Og lögðu í meginlínm út á SAMA HÁTT!
Af þessu verða menn auðvitað að daga sýnar ályktanir. það er óumflýjanlegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 22:04
Jón Sigurðsson: Bara svo því sé haldið til haga þá tókst Grænlendingum að brjótast út úr ESB eftir að Danir tróðu þeim þangað inn. Annars væru þeir ekki til lengur.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.