Jóhanna boðar undanhald í Evrópumálum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra viðurkenndi á fundi með Angelu Merkel lítinn stuðning íslensku þjóðarinnar við aðildarumsókn Samfylkingarinnar að Evrópusambandinu. Þar með tekur Jóhanna aðra afstöðu en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem nýlega laug upp á þing og þjóð stuðningi við umsóknina.

Jóhanna er með betra jarðsamband en Össur. Hún undirbýr stefnubreytingu Samfylkingarinnar sem einn flokka ber ábyrgð á umsókninni.

Samkvæmt hádegisfréttum RÚV sagði Jóhanna að ef sjávarútvegur fengi undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gæti andstaðan við aðild linast. Þessi orð höggva að Össir sem nýlega hefur sagt að undanþága frá sjávarútegsstefnunni sé óþarfi.

Víglínurnar í Samfylkingunni eru þessar: raunsæir flokksmenn með forsætisráðherra fremstan telja skynsamlegt  falla frá aðildarumsók en pólitísku fjárhættuspilararnir með Össur sem leiðtoga krefjast þess að Samfylkingin leggi allt undir í veðmálinu um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Jóhanna fundaði með Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðs viti þegar þetta lið er farið að glefsa hvert í annað. 

Uppgjöfin er í nánd...

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 12:59

2 identicon

Yfirleitt þegar að hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er slíkt kallað "stjórnleysi".

Það er því miður ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum lifað við það í hálft þriðja ár.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 13:17

3 identicon

Eigum við þá að vera með JÓHÖNNU en á móti ÖSSURI?

Jóhanna er á móti aðild en Össur er með aðild.

Jóhanna hefur betra "jarðsamband" en Össur.

Meirihluti kjósenda (jarðsambandið?) er  þá  á móti aðild. Við búum í lýðræðisríki og þar hefur meirihlutinn "rétt" fyrir sér.  Ekki satt?

Eigum við þá að vera með Jóhönnu og á móti Össuri?

Agla (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 16:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki láta þau plata ykkur.

Ef Jóhanna byrjar að tala fyrir því að draga umsóknina til baka eða fresta viðræðum, þá er það til að kaupa tíma svo undirbyggja megi sterkari áróður fyrir aðild og setja heilaþvottavélina á fullt áður en ferlið er endurræst.

Össur virðist hinsvegar vilja keyra aðildarferlið áfram á 250km hraða þar til það mun óhjákvæmilega lenda á steinvegg. Hvort sem það er meðvitað hjá honum eða bara gáleysi mun slíkt pólitískt stórslys verða til þess að engum á Íslandi mun nokkurntíma aftur detta í hug að sækja um aðild, og jafnvel þó svo færi yrði ekki einu sinni víst að ESB myndi vilja taka við umsókninni.

Mér líst betur á að leyfa Össuri að klessukeyra þetta af sjálfsdáðum fljótt og vel, heldur en að styðja einhverja hálfvelgju um að setja aðildarferlið á bið og þurfa svo að hafa það hangandi yfir sér um ókomna framtíð. Svoleiðis er stundum kennt við frosk sem settur er í pott með vatni á eldavél og stillt á hæsta hita, en þar sem froskurinn er með "kalt blóð" þá skynjar hann ekki hækkandi hitastig og mun þess vegna ekki stökkva upp úr vatninu áður en það nær því hitastigi sem þarf til að brjóta niður frumuveggi og önnur prótein í líkama hans (með öðrum orðum að sjóða hann lifandi) og þá er það of seint.

Verum ekki froskar, látum ekki sjóða okkur lifandi. Plásturinn af í einum rykk!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2011 kl. 20:27

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er ofur bjartsýni að ætla að Jóhanna sé á þeim buxunum að draga ESB-aðildarumsóknina til baka. Hún mun þvert á móti rembast eins og rjúpa við staurinn við að halda lífi í umsóknarferlinu og leggja allt undir. Tilgangur hennar með að sækja Angelu Merkel, valdamesta mann ESB, heim var örvæntingarfull tilraun til að blása lífi í glæðurnar. Aðrir hlutar heimsins en ESB eru ekki innan sjónsviðs Jóhönnu, eins og skilaboðin sem forsætisráðuneytið sendi forsætisráðherra Kína á dögunum ber vott um. Nei, Jóhanna telur sig ekki mega vera að því að taka á móti þeim kínverska og 100 manna viðskiptanefnd þann 14. þess mánaðar og meiriháttar viðskiptatækifæri Íslands því blygðunarlaust látið renna eins og hvert annað skólp útí sandinn.

Daníel Sigurðsson, 11.7.2011 kl. 20:48

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki besta mál að fá sem besta samning?

Fá góða lausn í sjávarútvegsmálunum þó við getum ekki breytt stofnsáttmálanum.

Við hljótum öll að vera sammála um það að reyna að landa sem besta samning svo ef þjóðin verður svo "heimsk" að samþykkja þennan ESB viðbjóð þá er allavega gott að við erum með sem skárstann samning.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 21:39

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú ert með þetta Guðmundur.

Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 22:29

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ásgeirsson

Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 22:30

9 Smámynd: Elle_

Eltingarleikurinn við fullveldisafsalið er orðinn hálf-ofsafenginn.  Og svo kalla EU-sinnar hver á fætur öðrum okkur sakleysingjana sem viljum bara halda fullveldi landsins öllu illu eins og ofstækismenn og þjóðrembur og öfgamenn.  Nokkrir menn sem kalla sig rithöfunda.  Og síðast fór´ritsjóri´ ruslritsins DV mikinn í einum vitlausasta ´leiðara´sem fyrirfinnst.

Elle_, 11.7.2011 kl. 22:42

10 Smámynd: Elle_

Og þessi ´ritstjóri´ ruslritsins skilur ekki að ólöglegt ICESAVE hefði bara aldrei átt einu sinni að komast í gegnum löggjafarvaldið sem lög eða ólög og við ættum aldrei að hafa ORÐIÐ að kjósa um kúgunarsamninginn. 

Elle_, 11.7.2011 kl. 22:51

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Elle

Eru Danir búnir að afsala sér fullveldið?

En Noregur?

Svona rugl einsog þú ert að halda fram veldur því að nei sinnar eru kallaðir öfgamenn. Getið sjálfum ykkur um kennt.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 23:21

12 Smámynd: Elle_

Nei, Danir eru ekki lengur fullvalda, eru undir miðstýringu og yfirstjórn Evrópusambandsins og hafa ekki lengur fullt forræði yfir sínum málum.  En hví ætti Noregur ekki að vera það?  Og greyið vertu öfgamaður sjálfur og með rugl.  Það eruð þið sem eruð öfgamennirnir. 

Elle_, 11.7.2011 kl. 23:31

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ok reyndu að fara til Damerkur, Holland eða Frakkland og sannfærðu íbúa að þeir hafa misst sjálfstæði. Þeir vita það líklega ekki sjálf.

En erum við ekki búin að missa sjálfstæði útaf EES samninginum? Við þurfum að gleypa við reglugerðum í hverri viku.

En Schengin samstarfið? Við höfum ekki fullt forræði yfir flæði fólks milli landa.

Að halda svona fram veldur því að flestir NEI sinnar eru kallaðir öfgamenn því miður. En þið getið breytt þessu með því að upphefja ykkar málflutning á aðeins hærra stig. 

Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 23:40

14 Smámynd: Elle_

Málflutningur þinn/ykkar er og hefur alltaf verið öfgalegur og passar vel við öfgarnar í ´ritstjóra´ sorpblaðsins.  Þú/þið hafið ekki efni á að tala um málflutning á hærra stigi.  

Elle_, 11.7.2011 kl. 23:56

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sleggjan og Hvellurinn. Við getum ekki hafið umræðuna um EES-ESB-aðild, á neinn hátt, á löglegt hátt plan.

Danmörk, Holland og Frakkland fara ekki varhluta af svikulu banka-kerfi EES-ESB, ásamt fallandi Evrunni. Gjaldmiðill er nefnilega bara vöruskipta-mynt, sem var fundin upp til hagræðingar á vöruskiptum.

Ef það er búið að selja þjóðarsálina til EES, án samþykkis almennings þjóðfélagsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, er það ólöglegt samkvæmt EES, (Viðeyjarstjórnar-verk, sællar minningar án þjóðaratkvæðagreiðslu), og er sama úr þessu, hvort maður er með eða á móti þeirri ólöglegri yfirtöku EES, á réttindum almennings á Íslandi, án þjóðaratkvæðagreiðslu um þá aðild á sínum tíma.

Þannig að ef skaðinn er skeður samkvæmt ESB-aðildarsinnum, með aðild að EES, þá höfum engu að tapa og allt að vinna í þessum ólöglegu stríðsaðgerðum EES-ESB-áróðurs-sveitanna!

Það er allt að vinna en engu að tapa í þessu ólöglega EES-ESB-áróðurs-svika-bankaræningja-stríði.

EES-Icesave-dæmið, sællar minningar, var ólöglegt samkvæmt íslensku stjórnarskránni, en var reynt að blekkja okkur til að kyngja án lagalegs réttlætis í svikanafni EES-veldisins!

Stjórnarskráin: 40. gr. Engan skatt má leggja né breyta né taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild. 

Ég hef hingað til ekki látið segja mér hvað mér finnst réttlátt og óréttlátt í nokkru máli, og í seinni tíð, á gamals aldri, er ég bara enn erfiðari en áður í að láta heimsveldið, né nokkurn annan vegleiða mig í hvað mér á að finnast löglegt og réttlátt.

Ég leyfi mér að hafa þessa skoðun mína á EES-ESB, samkvæmt minni réttlætiskennd, skilningi og þekkingu.

Óska þess að fleiri geri slíkt hið sama. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.7.2011 kl. 01:14

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju spyrja Sleggjan og Hvellurinn kl. 23:21: "En Noregur?" [þ.e.: er hann búinn að afsala sér fullveldi?]. -- Halda Sl. og Hamarinn, að Noregur sé í ESB? Vita þeir ekki, að norska þjóðin hafnaði því tvisvar og það af fullgildum ástæðum.

FORMLEGA og LAGALEGA SÉÐ er ESB með t.d. einn meginstólpa fullveldisvalds í því formi, að í hverjum nýjum aðildarsamningi áskilur það sér allt æðsta löggjafarvald -- lög landanna sjálfra verða VÍKJANDI, því að ESB-löggjöf, sem rekst á landa-löggjöf þar, skal hafa FORGANG og RÍKJA.

Ef Sleggjan og Hamarinn að endingu fatta þetta, verður gaman að sjá viðbrögð þeirra. Fram að því má aðeins búast við steypu á steypu ofan úr þeim herbúðum.

Svo þakka ég frábært innlegg Daniels Sigurðssonar. Hef reyndar ekki lesið allt hér ennþá.

Jón Valur Jensson, 12.7.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband