Mánudagur, 11. júlí 2011
Viðskipti og fullveldi
Evrópusambandið er stofnað til að Þjóðverjar og Frakkar geti búið í sátt. Þau sex ríki sem stofnuðu til sambandsins deildu með sér fullveldi. Í fimmtíu ár hefur fullveldi aðildarþjóða jafnt og þétt minnkað og fullveldi Evrópusambandsins aukist.
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar pistil í Fréttablaðið í dag til að færa rök aðild Íslands að Evrópusambandinu. Meginrökin eru þau að við eigum að stunda viðskipti ivð Evrópusambandið.
Við stundum einmitt viðskipti við Evrópusambandið með þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu.
Vinstrimenn þurfa að átta sig á því að viðskipti og fullveldi eru sitt hvað.
Athugasemdir
Já, þetta voru einföld sannindi, sem þú bentir hér á, Páll.
Svisslendingar hafa líka viðskipti við ESB með tvíhliða samningum.
Stóralvarlegt fullveldisafsal er ekki á dagskrá þeirra.
ESB-sinnar eru ýmist sofandi sauðir um það, sem hér er í húfi, eða forhertir í sviksamlegri hugsun gagnvart lýðveldi okkar og þjóð -- og grundvallar-réttarstöðu hennar.
Jón Valur Jensson, 11.7.2011 kl. 10:52
hvaða land er það sem stundar mestu viðskipti allra við ESB?
Kína.
Er Kína aðili að ESB?
Frekar undarleg rök. Eiga Íslendingar bara að eiga viðskipti við ESB, öldrunarhagkerfi allrar mannkynssögunnar?
jonasgeir (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 11:32
Eiga Íslendingar bara að eiga viðskipti við ESB, öldrunarhagkerfi allrar mannkynssögunnar?
Aðildarsinnar virðast halda að það sé eini kosturinn, að stunda bara viðskipti við þessi 8% af fólkinu á plánetunni sem ESB er.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.7.2011 kl. 11:43
Guðmundur Andri er klappstýra Jóhönnu. "Við skulum brosa. Við skulum klappa" skrifar hann og virkilega meinar það.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278892&pageId=4021423&lang=is&q=Loksins-stj%F3rnin
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 12:26
Er hann ekki þokkalegur rithöfundur...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 13:01
Ég held hann sé aðallega í skáldskapnum, og svo er hann ágætis bókmenntafræðingur. En ágætustu skáld og mætustu menn í fræðunum og virtir mjög fara oft kollhnís, þegar þeir byrja að skipta sér af þjóðmálum og halda að þeir geti sloppið við að kynna sér fyrst málefnin alveg í grunn; það átti t.d. við um Njörð P. Njarðvík og Véstein Ólason í sambandi við Icesave og Hannes sjálfan Pétursson í sambandi við ESB-innlimunarmálin.
Jón Valur Jensson, 11.7.2011 kl. 13:55
Sennilega hefi Guðmundur átt að ráðgfæra sig við einn áhrifamesta stjórnmálamann Samfylkingarinnar og aðlögunarstarfsmann ESB um út á hvað ESS samningurinn gengur raunverulega og þýðinguna fyrir þjóðina að ganga í sambandið. Því ver að geta að meðfylgjandi er haft eftir honum í Morgunblaðinu áður en að hann gekk til starfa fyrir eigendaklúbb Samfylkingarinnar Baug og Jón Ásgeir Jóhannesson.:
Svo mörg voru þau orð. Ekki ónýtur liðsmaður okkar sem efumst um ágæti þess að ganga í ESB.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 15:13
Já, Guðmundur, við ættum að vitna sem oftast í þessi ágætu orð Þorsteins Pálssonar, ekki gerir hann það sjálfur!
Svo þarf ég endilega að fá línu frá þér, komast í email-samband, ég er í jvjensson@gmail.com -- þarf að ræða eitt mál við þig, vinsamlegast.
Jón Valur Jensson, 11.7.2011 kl. 15:17
Páll, síðasta línan hjá þér er svona dálítið út úr samhengi. Fyrir það fyrsta eru Já menn innan allra flokka, Vg er fylgjandi viðskiptum og blandar því ekki saman við Fullveldi, síðan er SF grasið miklu grænna til hægri en vinstri.
Hitt sem þú skrifar er ég gjörsamlega sammála.
Guðni Karl Harðarson, 12.7.2011 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.