Fréttahamfarir ferðaþjónustunnar

Af fréttum að dæma skilur ein brú milli lífs og dauða ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ef það er svo að ferðaþjónustan lifi ekki af ónýta brú er greinin hvorki fugl né fiskur og ætti að pakka saman.

Móðursýkisleg viðbrögð ferðaþjónustunnar við náttúruhamförum eru hvimleiðar og skaða orðspor þeirra sem þar starfa.

Nær væri að vinna að uppbyggilegum lausnum en að sleppa sér í hysteríu.


mbl.is Neyðarástand í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þetta kalla ég að hitta naglann á höfuðið.

Gísli Foster Hjartarson, 11.7.2011 kl. 09:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta "væl" í ferðaþjónustunni er orðið með öllu óþolandi.  Það er sama hvað hefur staðið fyrir dyrum, verkfall flugvirkja, verkfall flugumferðarstjóra, yfirvinnubann flugmanna, gos í Eyjafjallajökli, gos í Grímsvötnum, hlaup í Múlakvísl, kuldatíð fyrir Norðan og Austan,................., allt á að gera útaf við ferðaþjónustuna.  Eru engin tækifæri í NEINU hér fyrir ferðaþjónustuna????

Jóhann Elíasson, 11.7.2011 kl. 10:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Strákar mínir, aðal vertíð þeirra er bara 3 mánuðir á sumri.

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2011 kl. 10:47

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var að benda á það í bloggi mín að ef hægt væri að flytja bíla og jafnvel rútur yfir Múlakvísl á stórum trukkum væri það góð "söluvara" sem upplifun fyrir erlenda ferðamenn.

"Vælið" svonefnda er þó ekki bara væl. Fjöldi skipulagðra ferða eftir hringveginum á þessum stað byggist á tímaáætlunum, notkun ákveðinna rúta og pöntuðum gistingum sem ekki er auðvellt að breyta sisvona.

Ef ætlunin var að ferðahópurinn yrði til dæmis fyrstu gistinótt á Suðurlandi og næstu gistinótt á Hótel Skaftafelli, er vegalengdin þarna á milli um 200 kílómetrar en hins vegar 1200 kílómetrar ef það þarf að aka hringinn norður og austur fyrir.

Svona skipulagðar ferðir eru stór þáttur í ferðaþjónustunni og fjármunirnir, sem tapast á háannatíma, sem ræður úrslitum um það, hvort ferðaþjónustufyrirtækin eru rekin með ágóða eða tapi, eru beinharðir peningar, burtséð frá því sem hér er í niðrurnarskyni kallað "væl".

Myndu menn kalla það "væl" hjá verslunarfólki í Reykjavík ef samsvarandi röskun yrði síðustu vikurnar fyrir jól?

Nei, af því að við sem eigum heima hér í Reykjavík, skiljum það, sem er rétt við nefið á okkur, en afgreiðum sams konar hluti úti á landi sem "væl".

Ómar Ragnarsson, 11.7.2011 kl. 10:49

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

"Vælið" svonefnda er þó ekki bara væl. Fjöldi skipulagðra ferða eftir hringveginum á þessum stað byggist á tímaáætlunum, notkun ákveðinna rúta og pöntuðum gistingum sem ekki er auðvellt að breyta sisvona.

Ég held að þetta væl sem fólk er almennt að tala um hér á blogginu tengist yfirlýsingargleði sumra aðila í greininni um neyðarástand og "óþolandi ástand", þessir sömu aðilar eru að missa sig yfir því að það tekur tíma að endurbyggja það sem fór (brúin).

Þó að brúin þarfna hafi farið þá er það ekki heimsendir, jú vissulega er þetta slæmt fyrir þessa aðila en ekki heimsendir, það er margt hægt að gera fyrir þá sem ekki deyja ráðalausir, eins og þú nefnir sjálfur að flytja ökutæki yfir í stórum trukkum, eða flytja fólk á staðin í rútum bílum og hafa annan bíl bíðandi hinu megin við ánna sem það skiptir út fyrir þar sem auðvelt ætti að vera að flytja fólk yfir.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.7.2011 kl. 11:40

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar og Halldór, stundum þarf nú kannski aðeins að íhuga það sem lesið er áður en er farið að vera með miklar athugasemdir.  Mér hefur fundist að það hafi EKKERT komið frá Ferðaþjónustunni nema neikvæðni undanfarna mánuði.  T.d. að þegar brúin yfir Múlakvísl fór geta ekki legið í því tækifæri SJÁ HÉR.  Ómar ég hef búið úti á landi og það hvarflar ekki að mér að afgreiða allt sem utan af landi kemur sem "væl" en ég geri greinarmun á því hvort fólk kvartar yfir ÖLLU en gerir ekki neitt til að laga ástandið sjálft eða sér ekki að það sé neinn möguleiki til að gera hlutina betri en þeir eru.

Jóhann Elíasson, 11.7.2011 kl. 12:40

7 identicon

 Hárrétt Páll!

Skúli (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 16:27

8 identicon

Fyrir 2065 árum tók það Júlíus Caesar, sem hvorki átti jarðýtu né vörubíl, tíu daga að safna efni og brúa Rín fyrir þungaflutninga síns tíma. Bandaríski herinn er nýbúinn að brúa Mississippi á tólf mínútum. Mér finnst bara allt í lagi að hotta svolítið á íslenzk yfirvöld.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 17:16

9 identicon

Eru engar líkur á að álíka margir eru strand beggja megin árinnar, og þurfi að nýta sér þá þjónustu sem er þá fyrir hendi og þess vegna fá allir sitt...???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband