Björn Valur Gíslason er ósjálfbjarga

Björn Valur Gíslason var kjörinn á þing vorið 2009 eins og aðrir þingmann Vinstri grænna á forsendum stefnuskrár flokksins, sem sagði að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan.

Björn Valur sveik stefnuskrá flokksins og kjósendur sína með því að samþykkja kröfu Samfylkingarinnar að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu.

Í dag segist Björn Valur enn vera andstæðingur aðildar Íslands. Sjálfur beri hann enga ábyrgð á umsókninni, ábyrgðin sé alfarið alþingis. Og jafn ósjálfbjarga einstaklingur eins og Björn Valur getur ekki borið ábyrgð á alþingi.

Ábyrgðarleysi Björns Vals verður skiljanlegt í ljósi orða formanns Vinstri grænna. Steingrímur J. sagði á blaðamannafundi 24. ágúst 2010

Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.

Hvorki formaðurinn né þingmaðurinn kannast við að bera ábyrgð á umsókn Össurar og Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Björn Valur og Steingrímur J. geta orðið sjálfbjarga á ný með því að gangast fyrir samþykkt tillögu á alþingi um að umsóknin verði dregin tilbaka.

Eða hver kýs sér ósjálfbjarga þingmenn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steingrímur sagði hans flokkur hefði farið eftir meirihluta alþings í esb - kosningunni en var það ekki vg sem myndaði það meirihluta.

Flokksforysta vg sveik stefnu flokksins fyrir setu í ríkisstjórn.

Steingrímur mun ekki fatta þetta fyrr en hann sér niðurstöðu kosninga vorið 2013.

Óðinn Þórisson, 9.7.2011 kl. 11:07

2 identicon

Páll-ekki baugsmiðill- fer rangt með. Ótrúlegt en satt. Bendi fólki á að lesa blogg Björn Vals. Hér er brot:"Til að forðast misskilning er ég enn þeirrar skoðunar að Íslandi sé betur borgið utan ESB. En ég er líka þeirrar skoðunnar að þjóðin eigi að leiða málið til lykta og ráða örlögum sínum í atkvæðagreiðslu um samning þegar og ef að því kemur. Það er hinsvegar farið að pirra mig hvað við erum að eyða miklum tíma til einskis í umræðu af þessu tagi.
Nóg eru nú verkin og tíminn af skornum skammti."

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 11:13

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. Björn Valur Gíslason þingmaður hefur ekki umboð frá kjósendum til þess að gera það sem hann gerði. Hann ákveður ekki hvaða umboð hann hefur til eins né neins. Það eru kjósendur sem ákveða það. Svona einræðistaktar sjást aðeins hjá Evrópusambandssinnum. Björn Valur Gíslason misnotaði umboð sitt. Hann framdi kosningasvik.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2011 kl. 11:42

4 Smámynd: Vendetta

Steingrímur og flokkur hans voru svo desesperados að komast til valda, að þeir hefðu skrifað undir hvaða sáttmála sem er. Steingrímur og kommúnistarnir í Alþýðubandalaginu höfðu árið 2007 ekki verið í ríkisstjórn í 16 ár og þá bauð Steingrímur erkióvini sínum upp til dans eftir að Framsókn hefði verið parkerað. Þar eð Íhaldið og VG höfðu ekkert sameiginlegt nema etv. meinta andstöðu við ESB, væri fróðlegt að sjá hvernig svona stjórnarsáttmáli hefði litið út: Ríkisstjórnin myndi starfa eftir stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins mínus allra svæsnustu frjálshyggjuákvæðin. Vendikápan Steingrímur hefði selt sig fyrir ráðherrastól og sýndarvöld. Ekkert varð svo úr þeirri biðilsferð og eftir að kratarnir höfðu ergt sig yfir því í tvö ár, að ESB-aðild kom aldrei á dagskrá, þá varð það mál númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim og Steingrímur varð að skrifa undir það að sótt yrði um aðild, vel vitandi, að ekki var um buffet að ræða í aðlögunarviðræðunum, heldur tilbúinn vellingur, sem hellt yrði niður kokið. En Jóhanna og Össur vissu alveg að Steingrímur stundaði pólítískt vændi og var auðveld bráð.

Það sem mun gerast á næsta ári, þegar aðildarsamningurinn verður lagður fram á þinginu, að nokkrir þingmenn VG munu sitja hjá eða vera fjarverandi, aðrir í VG munu greiða atkvæði með aðild til að forða ríkisstjórninni naumlega frá falli. Og munu þá skírskota til stjórnarskrárákvæðisins illræmda* um að þingmenn væru ekki bundnir kosningaloforðum. Því að atkvæði Samfylkingarinnar + handfylli úr stjórnarandstöðuflokkunum yrði ekki nóg, og meirihluti Framsóknar verða ekki tilbúnir til að skera Steingrím &Co. úr snörunni.

Ef kosið verður 2013 (í stað 2012 eins og ég hef spáð), þá mun þetta kaupa hinum skammsýnu og valdagráðugu kommúnistum eitt ár til viðbótar við völd. En síðan eftir kosningar, þá mun flokkurinn komast aftur í stjórnarandstöðu og verða þar nokkra áratugi. Sennilega mun VG deyja smám saman úr hrörnunarsjúkdómum eftir því sem Steingrímur eldist.

Eftir að aðildarsamningurinn verður samþykktur á Alþingi, þrátt fyrir 65% andstöðu í óbindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, mun stærsti hnökrinn vera afstaða ÓRG, sem mun synja staðfestingu og enn á ný gefa þjóðinni neitunarvald í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna verður þriðja umræða að fara fram þegar Ólafur er í útlöndum, nánar tiltekið á Ólympíuleikunum 27/7 - 12/8, svo að Ásta Ragnheiður geti skrifað undir í staðinn.

Ef það væri dálítið drama í þessu (sem er sjaldgæft á Íslandi), þá mun Ólafur skilja eftir Dorrit í London og snúa aftur til landsins með sömu Iceland Express vél, arka inn í Stjórnarráðið, hrifsa pennann úr hendi Ástu og koma í veg fyrir staðfestingu. En það sem sennilega mun gerast er að það kemur upp bilun í vélinni og Ólafi mun seinka um 4 klst. Hann mun því ekki koma til landsins fyrr allt er um seinan, en í tæka tíð til að verða vitni að skemmtanahaldi Samfylkingarinnar og ESB-hreyfingarinnar undir slagorðinu:

Gott ráð: Landráð!

Vendetta, 9.7.2011 kl. 13:30

5 Smámynd: Vendetta

Ákvæðið sem ég stjörnumerkti í fyrri athugasemd myndi ég persónulega vilja að verði fjarlægt úr stjórnarskránni. Það, að þingmenn séu einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu gagnast aðeins þeim sem vilja svíkja kosningaloforð. Þeir bloggarar sem eru einna hrifnastir af þessu furðulega ákvæði eru ESB-sinnar eins og gefur að skynja, enda reiða þeir sig á fjöldasvik þingmanna VG.

Þetta ákvæði þýðir það í raun, að það skiptir engu máli hvernig fólk kýs, það er fyrirfram krystaltært, að engum þingmönnum sé treystandi.

Vendetta, 9.7.2011 kl. 13:37

6 identicon

Er nema von að virðing Alþingis í hugum þjóðarinnar rétt skríður upp í tveggja stafa tölu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 14:14

7 identicon

Þingmenn eru kosnir af kjósendum m.a. á grundvelli málefna. Þeir eru eingöngu háðir samvisku sinni. Þeir eru ekki kosnir með skilyrðum. Allar flokksstofnanir VG haga lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnarþátttöku og stjórnarsáttmála. Stefnu VG í Evrópumálum hefur margoft verið lýst á afar greinargóðan hátt. Það hefur til að mynda Árni Þór Sigurðsson gert. Það er alls engin ástæða til að endurtaka það eina ferðina enn. Reyndar útskýrir Björn Valur málið ágætlega í blogginu. Það fer ekki framhjá neinum að evrópumálin eru VG erfið en þau eru SJÁLFSTÆÐSISFLOKKNUM  erfið þó með öðrum hætti sé.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:24

8 Smámynd: Vendetta

I rest my case.

Vendetta, 9.7.2011 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband