Valdabaráttan í Sjálfstæðisflokknum: Guðlaugur Þór í framboð

Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund í haust. Flokksmenn standa frammi fyrir þrem möguleikum. Óbreytt ástand þar sem Bjarni Ben og Ólöf Nordal festa flokkinn í 26-28 prósent fylgi. Í öðru lagi að samfylkingardeildin með Guðlaug Þór Þórðarson, Svein Andra, Þorstein Páls og Ólaf Stephensen fái flokkinn til ráðstöfunar

Fréttablaðið greinir frá því í dag að skoðanakönnun meðal fylgismanna Guðlaugs Þórs standi yfir þar sem eftirtöldum er teflt fram sem formannskandídötum: Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson.

Þriðji kosturinn er að fá Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra til að taka að sér formennskuna. Það er skynsamlegasti kosturinn, samanber hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr Palli minn. Veljum skynsamlegasta kostinn. Leggjum FLokkinn niður!

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 12:25

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn á í ægilegum erfiðleikum.

Núverandi forysta er vonlaus.

Fyrirliggjandi valkostir ekki góðir.

Karl (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 13:41

3 identicon

Sammála Karli.  Annað eins samsafn af vonlausu liði.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 15:00

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þvílík heimska að velja Bjarna Ben og Ólöfu Norðdal í upphafi til foristu. Guðlaugur þór og þosteinn Pálsson mundu ganga endalega frá Flokknum. Flokksmenn verða að bregðast tafarlaust við og velja nýja Forustu það hlítur að vera hægt að flíta Landsfundi..

Vilhjálmur Stefánsson, 8.7.2011 kl. 17:37

5 Smámynd: Snorri Hansson

Svo vita auðvitað allir að Fréttablaðið er alveg hlutlaus fjölmiðill.

Snorri Hansson, 8.7.2011 kl. 17:49

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Er í vandræðum með að kjósa flokkinn minn næst ef BB og ÓN halda áfram.  Ef Guðlaugur Þór kemst eitthvað frekar áfram kem ég til með að kjósa Framsókn, sem er að færast til hægri.

Steinarr Kr. , 8.7.2011 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband