Sunnudagur, 3. júlí 2011
Sjálfstæðisflokkurinn þarf nýja forystu
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 35 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun. Miðað við fyrri reynslu mun þetta fylgi lækka í 26-28 prósent í kosningum. Á þessu bloggi var skrifað fyrir þrem vikum
Til að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum þarf nýja forystu. Björn Bjarnason er maðurinn til að leiða flokkinn úr eyðimörk vingulsháttar og stefnuleysis til virðingar og ríkisstjórnarforystu. Núverandi formaður, Bjarni Benediktsson, tók áhættu með því að styðja Icesave-samninginn og tapaði. Hann á að víkja.
Björn Bjarnason er maður stefnufestu og sígildrar sjálfstæðisstefnu. Aðeins annar tveggja stjórnmálamanna á Íslandi þorði Björn að standa upp í hárinu á auðræðinu sem gervöll stórnmálastéttin lagðist flöt fyrir fyrstu ár aldarinnar.
Og nokkrum dögum síðar þetta
Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra er með reynslu, traust og trúverðugleika til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í gegnum erfiðustu kosningar sem flokkurinn hefur farið í gegnum á síðustu áratugum. Með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformann er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með sigurstranglegt tvíeyki.
Athugasemdir
Alveg sama hvað þú segir þetta oft Palli, það gerir það ekki rétt. Björn Bjarnason er ekki maðurinn. Rnndu í gegnum viðbrögðin í fyrri greinum þínum. Þar er fólk sem annars er sammála þér um margt ef ekki flest, en þarna keyrir þú beint á múrvegg.
Mér dettur einna helst í hug að þú sért að greiða götu framsóknaflokksins á kostnað sjálfstæðismanna.
Við þurfum ekki gamla glóbalistann og kolkrabbann aftur. Þú getur alveg eins lagt Halldór Ásgrímsson eða Finn Ingólfson til sem prominent leiðtoga frammara. Allir nema þeir sem lifa í einhverri sápukúlu sjá þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 11:14
Sjálfstæðisflokkurinn undir núverandi forystu fær ekki atkvæði mitt.
Sigurður (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 12:25
Eðlilegast er að báðir þessir stjórnmálaflokksr Framsókn og Sjálfstæðisfl. - verði lagðir niður. Þeir fá aldrei trúverðuga uppreisn eftir hrunið. Það er endapúnkturinn á ferli þeirra. Breyttar forystur breyta þar engu um. Æran er farin.
Sævar Helgason, 3.7.2011 kl. 12:32
Ekki hefur tekist að spúla framsóknarfýluna af Sjálfstæðisflokknum síðan Davíð rann á rassgaðið ofan í flórinn og svamlaði með Birni í haughúsinu í 12 ár.
Hvernig væri að menn gæfu Bjarna Ben frið og tækifæri til að draga flokkinn út úr haughúsinu og hreinsa af sér spillingar og eiginhasmunapot.
Það fer ekki Sjálfstæðisflokknum að styðja við EINOKUN og fámennisklíkur. Þannig stefna hæfri ekki fjöldaflokks.
Ólafur Örn Jónsson, 3.7.2011 kl. 13:01
Sleppum þráhyggjunni frá Páli augnablik, það þekkja hana orðið allir.
En hvað fær mann eins og Jón Steinar, sem m.a hefur starfað hefur við listsköpun til þess að leggja lag sitt við þennan flokk gamalla karlpunga sem flokkar listir og menningu sem hverja aðra sérvisku ?
hilmar jónsson, 3.7.2011 kl. 13:07
Hanna Birna er næsti Leiðtogi Sjálfstæðismanna....
Vilhjálmur Stefánsson, 3.7.2011 kl. 13:44
Hilmar minn, hvað í ósköpunum fær þig til að lesa út úr orðum mínum að ég leggi lag mitt við þessa flokka? Ég er einmitt að segja að ég vil þá ekki aftur í sinni núverandi mind, aldrei. Ég er ekki bundinn neinum flokkum og hef aldrei verið. Andúð mín á vinstriflokkunum er byggð á sama grunni og andúð min á hrunflokkunum. (ekki gleyma að annar þeirra ræður enn för)
Þú talar sjálfur um fjórflokkinn að mig minnir og það með álíka vanþóknun og ég. Þú skilur samt ekki hvað í nafngiftinni felst: "Þetta er allt sama tóbakið." Spilltir embættismenn að selja sál sína mammoni á kostnað okkar. Þetta hugtak er líka til annarstaðar, þar sem fólk hefur áttað sig á samhengi málanna. Republicrat í USA og Lib lab con í UK.
Í þínum skrýtna haus er heimurinn annað hvort hvítur eða svartur. Annar ef annar er slæmur, þá hlýtur hinn að vera góður, er þín barnalega niðurstaða. Ég er með fréttir fyrir þig: Þetta er ekki eðlisfræði, þetta er fólk af holdi og blóði með alla þá verstu veikleika sem manneskjan getur birt.
Þú kýst heldur að hampa kvölurm þínum af því að þú heldur að það sé náttúrulögmál að góðir taki við af vondum í stjórnmálum. Hversu hrikalega einfaldur geturðu verið drengur?
Vandlæting þín og illgirni, þunglyndi og sleggjudómar renna af hverju orði sem þú birtir. Heldur þú virkilega að ég sé að kyssa rassgatið á einhverjum til að hljóta bitlinga? Hvað ertu að gefa í skyn?
Þegar ég hef sett ofan í við þig er það ekki vegna þess að þú ert til vinstri eða hægri, heldur hversu hættulega einfeldnisleg þessi veraldarsýn þín er. Afstaða þín skaðar alla samborgara þína. Þú leggst aldrei í að skoða málin og fjalla um þau á málefnalegan hátt. Aldrei fjallar þú málefnalega um deilumálin heldur valsarðu hér milli blogga og hendir skít í fólk og uppnefnir. Þú hefur gert einn mann sekan fyrir óförum þjóðarinnar og heldur þig með því geta hætt að hugsa. Case closed.
Þetta eru ofsatrúarbrögð hjá þér og þú aktar eins og vestrænn talibani. Það er enginn milivegur til.
Þó ert poster boy þröngsýninnar. Svo erkitýpískur og fyrirsjáanlegur að það má nánast stilla klukkuna eftir þér.
Taktu nú hausinn úr borunni á þér. Opnaðu bók. Farðu að vinna landi þínu gagn.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 14:38
Í fyrsta lagi Jón þá nenni ég ekki að elta ólar við þessa stöðluðu harðhausa frasa þína. Þú hefur póstað þeim svo oft áður nánast orðréttum við blogg annarra, svo það fer þér í raun einkar illa að ætla öðrum þröngsýni.
Ég les það bæði úr þínu eigin bloggi og á svörum þínum hjá öðrum að þér hugnist íhaldið og frjálshyggjan best og þú mátt hafa þá afstöðu fyrir mér. Hvort þú hefur fengið eitthvað út á það hef ég ekki hugmynd um. Þú vaktir sjálfur máls á því.
Varstu að tala um að henda kít og uppnefna Jón ? Lestu aldrei eigin komment yfir.
Haltu endilega þessari orðræpu þinni áfram, en það skaðar ekki að breyta aðeins orðalaginu, svona bara til að fá smá blæbrigði.
Þú er svona frekar ógeðfelldur fýr Jón og ég geri ráð fyrir því miðað við hvernig þú kýst að birtast fólki, að þú vitir af því.
hilmar jónsson, 3.7.2011 kl. 15:01
Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 14:38 og hilmar jónsson, 3.7.2011 kl. 15:01: Ekki þennan tón, ágætu landar. Við þurfum að vinna saman að því að skapa farveg fyrir afkomendur okkar til að lifa á klakanum. Vinstri og hægri eru úrelt hugtök í pólitík. Fjórflokkurinn er að renna sitt skeið og framtíðin hlýtur að grundvallast á gagnrýninni orðræðu sem byggist á vinsemd og virðingu. Munum að sá er vinur er til vamms segir.
Palli litli er einn í heiminum með fölskvalausa dýrkun á Birni Bjarnasyni. Frændurnir, faðirinn og N1 formaðurinn eru báðir af Engeyjarætt, einni gáfuðustu og glæstustu ætt þessa lands, þannig að Palla er vorkunn.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 16:32
Þú kemst bara ekki út úr þessari tvíhyggju Hilmar minn, algerlega fastur. Síðasta komment er á sömu nótum. Þú ert í öllu eins og ofsatrúarmaður. Ekki ætla ég að eyða orðum á það meir. Þú hófst mál á þessu hér og nefndir mig á nafn, mundu það. Þú ályktar og fordæmir og þar við situr, jafnvel þótt ég ítrekað reyni að leiðrétta þig. Ekkert hrífur. Vonleysis, reiði og hatursheimssýnin hvikar ekki. Biturðin er fenómenal og nánast eins og satýra, enda ertu aðhlátursefni margra.
Ef þér finnst ég svona ógeðfelldur, þá endilega haltu þig fjarri. Hættu að næra í þér neikvæðnina og þefa upp gremjuna. Það er engu líkara ena að þettta sé fíkn hjá þér. Aldrei jákvætt orð, aldrei undirtektir, aldrei málefnalegt innlegg.
Ef þú sér þetta ekki sjálfur, þá er þér sveimér vorkun. Láttu vera að hrækja eiturpillum í átt til mín og ég skal glaður láta sem þú sért ekki til. Það væri engin vandi raunar að þeim skilyrðum uppfylltum.
Lifðu heill.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 19:11
Ef þetta eru utanaðkomandi vinir Sjálfstæðisflokksins sem hér skrifa athugasemdir, þá sést að flokkurinn þarf engu að kvíða. Þjóðin þarfnast flokkss sem aldrei hefur þurft að mála yfir nafn og númer að skipta um stefnu. Framsókn eiginlega ekki heldur. Vonin felst í að þessir flokkar komi til forystu með traust og einlægni.
Halldór Jónsson, 3.7.2011 kl. 19:40
Jón: Komandi frá þér kvein um undirtektarleysi og skort á jákvæðni...
Það er satíra.....
Fyrir mér ertu sjálfur fremur neikvæður og vandræðalega sjálfumglaður bessewiserplebbi. Sómir þér vel í hópi líkra hér á blogginu.
Skiyrðum ? .....Þú veist hvert þú getur troðið þeim Jón...
hilmar jónsson, 3.7.2011 kl. 19:43
Halldór Jónsson, 3.7.2011 kl. 19:40: Þetta er bara í nösunum á þeim um helgar Halldór. Á virkum dögum eru þeir báðir sóma skattborgarar. Varðandi hins vegar að 'mála yfir nafn og númer að skipta um stefnu'...
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Þjóðernishreyfing Íslendinga, sem var stofnuð 1933, rann síðar saman við FLokkinn.
En eins og þú veist Dóri minn þá geymir Valhöll mörg skúmaskot.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 22:41
Já
en fleiri vantar nýja forystu,
svo sem Kirkjuna, Samfylkinguna, LÍÚ,
Vinstri Græna, Alþingi, Hreyfinguna, ASÍ,
Besta flokkinn
og þjóðina sjálfa.
Viggó Jörgensson, 4.7.2011 kl. 01:03
Auglýsing Oli ufsi á ÚTVARP SÖGU
http://www.facebook.com/l/gAQCgPydyAQCi8R0b_JHRqmoBjD4yR6AceHclLdtn70IiNg/utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1537&Itemid=63
Ólafur Örn Jónsson, 6.7.2011 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.