Veik króna eða ónýt evra

Evrópusamtökin telja sér til hagsbóta að tefla fram evru gegn krónu. Evruland er aftur á móti í fullkominni upplausn og óhugsandi að þau seytján ríki sem eiga evru fyrir lögmynt komi út á sléttu úr þeim fjármálahörmungum sem herja á evruna um þessar mundir.

Annað tveggja gerist, að Grikkland og ef til vill fleiri evru-ríki gefist upp á myntinni eða að Stór-Evrópa verði til með sameiginlegum fjármálum og sameiginlegu ríkisvaldi.

Veik króna er langtum betri kostur en ónýt evra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það ber öllum saman um það,,,,er að velta fyrir mér hvað þyrfti að gerast (án okkar mótmæla) svo annarhvor stjórnarflokkurinn heygðist á þessu poti í ESB. Ég er að vinna í þeirri getspá núna.

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2011 kl. 22:16

2 identicon

Hafa menn ekki talið það krónunni helst til kosta að hún hafi hrunið og "hjálpað" okkur í kreppunni?

Miðað við þá speki ættu evru löndin að taka hruni gjaldmiðilsins fagnandi, eini "ókosturinn" er sá að evran mun aldrei lækka jafn mikið og krónan gerði.

Jón Ottesen (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 22:46

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gengislækkun er ekki það versta sem gæti komið fyrir Evruland heldur gæti það hæglega liðast í sundur vegna þess að hagkerfin sem mynda það hafa aldrei átt nægilega samleið. Tilvist evrunnar sem gjaldmiðils er beinlínis í hættu og sífellt fleiri sem óttast um framtíð hennar. Og það hófst löngu áður en núverandi efnahagskrísa barði að dyrum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.6.2011 kl. 23:52

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvaða bull er þetta. Notaði Evru síðast í fyrradag og hún svínvirkaði. Krónuna vildi kaupmaðurinn hins vegar ekki sjá og fetti uppá trýnið.

Páll Geir Bjarnason, 29.6.2011 kl. 10:04

5 identicon

Hafið þið reynt að nota krónur erlendis?

Hvernig gekk það?

Karl (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 10:41

6 identicon

Já Karl.

Ég bý á Spáni og nota evrur daglega. Ekki er ég bjartsýnn á gengi evrunnar hér eða hvernig hún hefur illa leikið efnahags- og atvinnulíf Spánar. Hér býr fólk viðvarandi við yfir 20% atvinnuleysi á landsvísu og atvinnuleysi ungs fólks er milli 40 og 50%.

Ég á líka íslenskt Debitkort og notaði það síðast í morgun og það svínvirkaði ég tók út 100 Evrur og var sagt að kortið mitt væri skuldfært fyrir íslenskum krónum 16.556.-

Hvaða banki sem hér tekur því íslenskar krónur fullkomlega gildar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 18:29

7 identicon

Nei Gunnlaugur. Þú tókst út Evrur og bankinn fær Evrur í staðinn. Spænski bankinn sér aldrei neinar krónur og "keypti" ekki af þér neinar krónur.

Gjaldi Miðill (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband