Mánudagur, 27. júní 2011
Össur: ESB-hraðleikrit, 2. útgáfa
Á sviði íslenskra fjölmiðla í dag og gær er ný útgáfa af leikriti Össurar Skarphéðinssonar um hraðferð Íslands í faðm Brussel. Fyrsta útgáfan af leikritinu var sett á svið þegar Samfylkingin kúgaði Vinstri græna að samþykkja aðildarumsókn, sumarið 2009. Þá hét það að Ísland gæti greitt atkvæði árið 2011.
Hraðleikritið í annarri útgáfu þýðir vart annað en að Össur eigi erfitt með að standa í ístaðinu og berja áfram dauðvona umsókn. Fylgismenn hans í Samfylkingu eru orðnir órólegir enda þarf verulega dómgreindarbrenglun til að halda að Íslendingar samþykki aðild að Evrópusambandinu.
Össur er með strategíu handa bitlingasjúkum flokksmönnum: alþingiskosningar samhliða kosningum um aðild að Evrópusambandinu hámarkar fylgi Samfylkingar, kannski 26-29 prósent, vegna þess að aðildarsinnar úr röðum sjálfstæðismanna munu sumir hverjir styðja Samfylkinguna.
Þjóðin mun fella aðildarsamning að Evrópusambandinu með 60 til 70 prósent atvæða en nýr formaður Samfylkingarinnar bjargar stöðu flokksins.
Athugasemdir
Páll, Við viljum fá þann rétt að kjósa um aðild þegar samningar liggja fyrir. Hvað kemur út úr þeirri kosningu er alls óvíst en eitt er víst að umsóknin fær lýðræðislega meðhöndlun og mun meirihluti ráða niðurstöðunni. Já eða Nei.
Ef þið haldið áfram að reyna að koma í veg fyrir stjórnarskrárvarinn rétt okkar um að velja eða hafna aðild þá set ég sðurningamerki hvort við fáum yfir höfuð að kjósa til bæjar og sveitarstjórna, Alþingis eða forseta okkar ef það hentar ekki skoðunum ykkar.
Við veljum öll í kosningunum en ekki þið sjálf með ráðstjórnaríkisofbeldi eins og þið boðið með þessum áróðri ykkar.
Guðlaugur Hermannsson, 27.6.2011 kl. 22:01
Þingsályktunartillagan um aðildarumsóknina var barin í gegnum alþingi með ofbeldi og hótunum - nákvæmlega ekkert lýðræðislegt við þann gjörning. Bara ekki neitt.
Baldur (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 22:26
Er það sú fyrsta sem barin er í gegnum þingið? Rugl. Það er meirihluti fyrir því á Alþingi á þeim tíma.
Guðlaugur Hermannsson, 27.6.2011 kl. 22:31
"þegar samningar liggja fyrir". Hvað er hægt að plata fólk lengi með þessu. Samningar raunverulegir liggja fyrir. Það sem liggur fyrir með aðild að ESB er ESB sjálf, regluverið og miðstýringin og leiðin í stórríkið ESB. Það sem er matreitt ofan í fólk er að í "samningum" sé eitthvað sem skiptir máli. í þessum svonefndu samningum er bara samið um það á hversu löngum tíma Ísland lagar sig að ESB og í raun ekkert annað. Engar undanþágur nema kannski neftóbak eða eitthvað slíkt sem engu máli skiptir. Þetta vita allir sem kynna sér ESB en fólkið sem ekki nennir að kynna sér ESB trúir því að eitthvað annað muni verða í samningunum og trúir því líka að þá, LOKSINS ÞÁ, muni það fólk nenna að kynna sér samninginn.
Ég skora á þig Guðlaugur Hermannsson að kynna þér almennilega aðlögunarferlið (það er það sem ESB kallar þetta ferli þó þér sér talið trú um annað á íslensku) og hvað í því felst.
Jón Árni Bragason (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 23:24
Þjóðin mun ekkert hafa um þetta að segja .Jóhanna kom þvi svo fyrir að atkvæðagreiðsla þjóðarinnar verður aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi sem siðan ákveður endanlega Og við þurfum ekki að spurja að leikslokum hvað það snertir Nema ef okkur tekist að fá nyja Rikisstjórn ,sem ætti að ske NÚNA !!! EÐA öllu heldur átti löngu að vera skeð !!!
Ransý (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.