Ráðherrastjórn tekur völdin af ríkisstjórn Jóhönnu Sig.

Hver og einn ráðherra ríkisstjórnarinnar getur blásið af borðinu samþykktir ríkisstjórnarinnar. Árni Páll efnahags og viðskiptaráðherra er nýbúinn að jarða kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar; fyrir nokkrum vikum kastaði Jón Bjarnason rekunum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar að sameina ráðuneyti; í dag er Ögmundur Jónasson innaríkisráðherra ábyrgur andspænis bruðlhugsun stjórnarinnar og neitar að eyða peningum sem ekki eru til.

Samtök atvinnulífsins segjast vilja annan ráðherra og virðast halda að samtökin geti skákað stjórnmálamönnum til og frá líkt og á útrásartímum. Samtök atvinnulífsins hvorttveggja mislesa sína eigin stöðu og getu ríkisstjórnarinnar til að stjórna landinu.

Meginatriðið er eftirfarandi: ríkisstjórnin er orðin að sérstakri tegund starfsstjórnar þar sem hver og einn ráðherra ríkir yfir sínu ráðuneyti án þess að ríkisstjórnin sem heild hafi eitt eða neitt um það að segja.

Forsætisráðherra lagði nýlega til að stærri stjórnarflokkurinn, Samfylkingin þar forsætisráðherra er formaður, yrði lagður niður vegna þess að stærsta mál þess flokks, umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, væri strandað. 

Aðeins að nafninu til er stjórn Jóhönnu Sig. meirihlutastjórn. Forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnin er búin að segja sig frá forystu. Jóhanna getur ekki hugsað sér að næstráðandi í flokknum taki við af sér og situr kyrr þótt hún stjórni engu.

Í reynd er komin ráðherrastjórn yfir lýðveldið Ísland.


mbl.is Segja ráðherra tala gegn yfirlýsingu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Vald hvers ráðherra er óumdeilt. Það er staðreynd. Stjórnskipun landsins er þannig að hver ráðherra hefur í raun alræðisvald í sínum málaflokk - en ekki málaflokk annarra ráðuneyta. Viðskitaráðherra getur þannig tæplega  stöðvað mál sjávarútvegsráðherra - svo framarlega að málið hafi þingmeirihluta.

Þetta er það sem lögspekingar  kalla "fjölskipað stjórnvald".

Ég hef velt því fyrir mér - hvort faglega skýringin á fyrirkomulaginu sé ekki frekar .. það sem kalla mætti    "fjölskipað einræði".

Getum við ekki gert einfalt - úr því stjórnlagaþingið er að störfum.

Taka þýska fyrirkomulagið - sem hannað var  eftir hörmunar seinni heimstyrjaldarinnar - og haft þýska fyrirkomulagið  frá því eftir stríð...

sem fyrirmynd.... og ekki vera að  reyna að "finna upp hjólið".

Nýtum allt það besta frá Þýskalandi í dag....  er það ekki  möguleg leið?  Þjóðverjum gengur frábærlega vel - svo "uppskriftin" hjá þeim hlýtur að vera nokkuð góð...

Kristinn Pétursson, 23.6.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband