Fimmtudagur, 23. júní 2011
ESB farið að leiðast bjölluat Össurar
Evrópusambandið fylgist vel með stöðu umræðunnar hér á landi vegna aðildarumsóknar Samfylkingarinnar. Vegna andstöðu Íslendinga hægði framkvæmdastjórnin á viðræðunum sem hófust í kjölfar þingsályktunar sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fékk samþykkta 16. júlí 2009. Samningaviðræður áttu að taka 16-18 mánuði en núna eru komnir 24 mánuðir og raunverulegar viðræður ekki hafnar.
Eftir tvöfalda neitun í þjóðaratvæðagreiðslum um Icesave rann upp ljós fyrir mörgum; Ísland er ekki á leiðinni í Evrópusambandið.
Evrópusambandið gerir reglulega skoðanakannanir hér á landi sem Capacent Gallup framkvæmir. Í vikunni var þessi spurning lögð fyrir viðhorfshóp:
Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?
Niðurstaðan af þessari könnun verður sambærileg öðrum: afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu.
Í gær var sagt frá ummælum sviðsstjóra stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sem ekki verða skilin á annan veg en þann að Brussel hefur ekki trú á því að íslenska þjóðin fylki sér á bakvið umsókn Össuar og Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu.
Þjóðin og atvinnulífið eru á móti aðild. Össur stendur einn á tröppunum í Brussel og húsráðendum þar er farið að leiðast bjölluatið.
Athugasemdir
Meinar þú að Össur fái ekki vinnu í Brussel. Kannski gæti hann fengið vinnu í einhverju fjallaseli í Evrópu en ekki mun ég kjósa hann og hef aldrei gert en hann er föðurlandssvikari ásamt landráðsmanni.
Valdimar Samúelsson, 23.6.2011 kl. 08:49
Er ekki hægt að losna við manninn í eitthvað sendirherraembætti eins og gert var við Svavar Gests og Jón Baldvin á sínum tíma? Ég er að hugsa um Rockall eða Inaccsessible Island.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.6.2011 kl. 11:47
Ég er einn af þeim sennilega örfáu Samfylkingarmönnum sem eru á móti ESB aðild. Afstaða mín byggist einfaldlega á því að ég held að aðild sé okkur ekki hagstæð og hef enn ekki séð neitt sem hnekkir þeirri skoðun – síður en svo. Á hinn bóginn telja aðildarsinnar auðvitað inngöngu okkar í ESB hið mesta framfaramál og vinna samkvæmt því.
Þessa kosti er nauðsynlegt að rökræða, en svika og landráðabrigsl eiga ekki við. Þeir sem þannig tala og skrifa dæma sig úr leik.
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.