Þriðjudagur, 21. júní 2011
Efnahagskreppu lokið, ekki pólitískri kreppu
Efnahagskreppunni er svo gott sem lokið. Með 2-3 prósent hagvöxt, atvinnuleysi undir 8 prósent, verðbólgu milli þrjú til fimm prósent og stöðugan viðskiptajöfnuð er efnahagskerfið komið í samt lag þrátt fyrir ríkisstjórnina en ekki vegna hennar.
Pólitíska kreppan er aftur á móti djúptækari og sér ekki fyrir endann á henni. Uppgjör innan flokka og á milli þeirra getur ekki tafist mikið lengur. Kosningar eru vettvangur fyrir slíkt uppgjör og þær verður að halda fyrr heldur en seinna.
Efnahagsmál eru ekki stóra málið í íslenskum stjórnmálum í dag. Tvær spurningar brenna á almenningi sem stjórnmálamenn verða að svara. Í fyrsta lagi hvað þeir gerðu á útrásartíma og í öðru lagi hvernig þeir sjá Ísland framtíðarinnar fyrir sér.
Spurningarnar eru einfaldar og kalla á greið svör. Er það ekki?
Á leið út úr efnahagsvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig komast þeir að þessari niðurstöðu? Eiga fyrirtækin að keppa við bankana? Hvernig endar það?
http://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/nr/1780
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 11:22
Ef efnahagskreppu væri raunverulega lokið, ekki aðeins á pappírum hagfræðinga og stjórnarsinna, mætti sjá þess merki í afkomu fyrirtækja, heimila, ríkis og sveitarfélaga. Það geri ég því miður ekki, nma helzt bankanna. Hverjir fitna á þeim? Skyldu það vera vogunarsjóðir í eigu útlendra okurkarla? Ef bæta ætti við, að sjávarútvegur gangi dável, er betra að vera fljótur að gleypa fisklyktina, áður en ríkisstjórnin nær að rústa honum.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 11:29
Það er tómt kjaftæði að kreppan sé búin. Hér er bullandi atvinnuleysi og landflótti sem aldrei fyrr. Tugþúsundir hafa fengið framtíð sína eyðilagða og þetta fólk er enn í sárum og verður um langan aldur. Dýrtíð er stöðugt að aukast en laun og tekjumöguleikar dragast saman. Við erum flest hægt og bítandi að sogast niður í fátæktargildru og fólk sem er um fertugt sér fram á basl það sem það á eftir ólifað. Í raun er ekkert til ráða nema koma sér úr landi og leyfa Íslandi bara að fara til andskotans þangað sem það stefnir nú.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 12:04
Vonandi hefur Páll rétt fyrir sér.
Hér þarf að fara fram uppgjör við fortíðina og hreinsa til í pólitíkinni.
En ég efast um að hægt sé að greina svo skarpt á milli efnahagskreppu og stjórnmálakreppu.
Ríkisstjórnin viðheldur t.d. efnahagskreppu og dýpkar hana með andúð á fjárfestingu og hatri öfgamanna á einstaklingsframtakinu.
Því miður óttast ég að skaðinn verði orðinn mun meiri þegar þjóðinni gefst loks tækifæri til að hrista af sér óværuna og ógeðið í kosningum.
Rósa (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 13:54
Hvað á að fá í staðinn? Hryðjuverkaflokka eins og Sjálfstæðisflokkinn sem með dyggri aðstoð Framsóknar og Samfylkingar eyðilögðu landið fyrir okkur og afkomendum okkar? Hin pólitíska krísa felst í því að við höfum enga valkosti eins og staðan er í dag. Kannski kæmi eitthvað nýtt sem gæfi von fram ef það yrði boðað til kosninga en það yrði þá að vera margfalt betra en Besti flokkurinn sem er ekkert annað en ómerkileg hækja Samfylkingar.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 15:19
Síðast kaus ég og mitt fólk VG en það gerum við aldrei aftur. Þau hafa svikið allt sem þau lofuðu og sýnt að á bak við fallegar grímur þá voru þau ekkert betri en valdasækópatarnir í hinum flokkunum.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 15:21
Vandamálið er að fjórflokkurinn stundar ekki lengur pólitík eins og almenningur skilur hugtakið. Fjórflokkurinn er orðin stofnun þar sem valdaklíkur hafa hreiðrað notalega um sig og skiptast á fyrirgreiðslu innbyrðis.
Við höfum ekkert að gera með nýjar kosningar nema við fáum nýja valkosti. Þeir valkostir mega alveg byggjast á upprunalegu hugmyndafræði fjórflokksins - á meðan þeir tengjast ekki fjórflokknum að öðru leyti.
Kolbrún Hilmars, 21.6.2011 kl. 15:43
Jamm. Þetta reddaðist af sjáflu sér eins og allt annað.
Kannski ekkert hafi gerst .
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.