Embættismaður svínar á alþingi

Aðalsamningamaður Íslands gagnvart Evrópusambandinu, Stefán Haukur Jóhannesson, hagar sér æ meira eins og stjórnmálamaður og verður eftir því lélegri embættismaður. Í hádegisfréttum RÚV talaði Stefán Haukur eins og Ísland væri nánast orðið aðili að Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn.

Það liggur fyrir að EES-samningurinn er innan við tíu prósent af fullri aðild að Evrópusambandinu, sé notuð mælistika Stefán Hauks um löggerninga ESB er taka gildi hér á landi vegna EES-samningsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Stefán Haukur gerir markvissa og meðvitaða tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Hann var staðinn að því á fundi með bændum að láta í það skína að Ísland kæmi út á sléttu við inngöngu, þegar fyrir liggur að við munum borga með okkur að minnsta kosti þrjá milljarða á ári.

Stefán Haukur starfar í umboði Össuar Skarphéðinssonar sem eflaust hvetur starfsmann sinn til dáða. Sökum þess að Stefán Haukur fær ekki athugasemdir frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar, alþingismönnum færir hann sig stöðugt upp á skaftið.

Aðalsamnigamaðurin ætlar sem sagt að skilgreina samningsmarkmið Íslands upp á sitt einsdæmi. Björn Bjarnason rekur prýðilega hvernig þessari fléttu er háttað í stjórnkerfinu og á Heimssýnarbloggi er fáheyrðri framkomu embættismannsins lýst.

Til að bíta höfuðið af skömminni ætlar Stefán Haukur ekki að upplýsa almenning hver verða samningsmarkmið Íslands. 

Alþingi sefur og ESB-umsóknin er orðin að einkamáli embættismanns Össurar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði viðtalið  við Stefán Hauk í hádeginu á ruv. Hafði þessa tilfinningu líka

að SH væri svona að örlæti sínu að leyfa okkur hinum að kíkja í pokann hjá sér. Hann væri upp á sitt einsdæmi búinn að ákveða hvað sé okkur fyrir beztu

og stefndum hratt í faðm ESB. Mér fannst sem gamli "amtsmaðurinn" danski

væri að tala, Svona verið nú góð og þæg og látið mig

ráða ferðinni. Hafið ekkert vit á þessu hvort sem er.

egill guðmundsson (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband