Sunnudagur, 19. júní 2011
Samfylkingin:Jón Bjarnason heldur á Svarta-Pétri
Skýrsla sérfræðinefndar er rothögg fyrir kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar, segir Samfylkingar-Eyjan. Frumvörpin eru stjórnarfrumvörp og þar með á ábyrgð allrar ríkisstjórnarinnar. Engin samstaða var í þingliði stjórnarflokkana og eru frumvörpin andvana fædd.
Það er aftur háttur Samfylkingarinnar að víkja sér undan ábyrgð og viðbúið að flokkurinn kenndi öðrum um misheppnaða tilraun til að gerbreyta stjórnkerfi sjávarútvegsins.
Bráðum verður Steingrími J. kennt um misheppnða umsókn um aðild að Evrópusambandinu. En kom Samfylkingin giska lítið nærri umsókinni, er það ekki?
Athugasemdir
Tryggðarrof!? Ekkert mál,, þarfasti þjónninn skal á haugana ef með þarf.
Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2011 kl. 22:13
Eftirtaldir þingmenn komu að samningu frumvarpsins: Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir og Róbert Marshall frá Samfylkingu, Björn Valur Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir frá VG og einnig Atli Gíslason, þar til hann yfirgaf þingflokk VG. Þá komu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, velferðarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að samningu þess einnig. Það er því harla merkilegt, ef samfylkingin þykist geta fríað sig ábyrgð á þessum frumvarpsbastarði.
Baldur (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.