Sunnudagur, 19. júní 2011
Besti flokkurinn og afnám stjórnmála
Besti flokkurinn gæti sýnt fram á að stjórnmál séu óþörf með því að almenningi væri áhætt að kjósa hvaða fífl sem er til valda og það myndi engu breyta. Rökin fyrir þessu sjónarmiði eru þau að þrátt fyrir Jón Gnarr sem borgarstjóra í umboði Besta flokksins og Samfylkingarinnar eru borgarmálefni hvorki betri né verri en almennar aðstæður leyfa.
Tvennt mælir gegn því að við afsköffum stjórnmál eftir reynsluna af Jón Gnarr og félögum. Í fyrsta lagi eru sveitarfélög rekin með nokkurri sjálfvirkni. Um 85-90 prósent af útgjöldum eru lögbundin og embættismannaverkið, sem ekki er bjánavætt, starfar af ábyrgð. Svigrúm til hálfvitaháttar er því takmarkað. Kjósendur vita það og voru til í að taka áhættu í borgarstjórnarkosningum sem þeir tækju ekki í þingkosningum.
Í öðru lagi, og það er mikilvægari ástæðan, myndu reglulegir kosningasigrar sjálfskipaðra bjánaframboða á endanum leiða til sömu niðurstöðu og ef geðsjúklingar fengju lyklavöldin að hælinu.
Boðskapur Jóns Gnarr um að allt væri plat og ekkert væri að marka einn eða neinn var tækur vegna þess að almenningi fannst gott að geta barið á stjórnmálaflokkum með því að kjósa Besta flokkinn. Jón Gnarr átti sviðið vegna þess að hinir stjórnmálamennirnir reyndu að tala af viti.
Framboð Besta flokksins þjónaði hlutverki strax eftir hrun. Ekki lengur.
Vill Besta á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er nú Besta rugl sem ég hef lesið hjá þér lengi Palli minn. Hvort ert þú heiti grauturinn eða kötturinn núna?
1. Besti flokkurinn getur ekki sýnt fram á eitt eða neitt.
2. Borgarmálefnin í dag eru í skelfilegri stöðu.
3. Lögum er breytt á Alþingi.
4. Svigrúm til hálvitaháttar hjá fjórflokknum er yfirgengilegt, smbr. Hrunið.
5. Kjósendur voru til í að reyna allt annað en FLokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum.
6. Reglulegir kosningasigrar sjálfskipaðra bjánaframboða hafa því miður verið tíðir í Reykjavík á lýðveldistímanum.
7. Nonni karlinn Gnarrari sýndi fram á fávisku og uppskrúfaða lygi fjórflokksins með því að tileinka sér nákvæmlega sama tungutak og orðfæri og slímsetustjórnmálamennirnir. Að lofa öllu fögru fyrir kosningar til þess eins að svíkja það eftir kosningar.
8. Ég skal lofa þér því Palli minn að upplýsa ekki um upphæð föstu mánaðargreiðslanna sem þú færð fyrir svona ruglpósta, ef þú bara hefur vit á að svara þessum athugasemdum - ekki.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 12:00
Embættismannakerfið starfar nú ekki af ábyrgð. Stærsta verkefni sveitarstjóradólganna eru grunnskólarnir og leikskólarnir og þeir koma þar hvergi nærri.
Mætti alveg þurka út alla starfsmenn bæði í Ráðhúsinu og Borgartúni og enginn yrði var við neitt.
Einar Guðjónsson, 19.6.2011 kl. 12:06
Páll. Núna er ég ekki sammála þér. En það er sem betur fer ennþá skoðanafrelsi á Íslandi.
Jón Gnarr ber ekki ábyrgð á því sem illa hefur gengið hjá ýmsum stjórnmálaflokkum. En það er mjög auðvelt að nota hann sem blóraböggul gamalla synda og mistaka stjórnmálaflokka.
Við megum ekki missa okkur í hatursáróður á einstaklinga eða flokka, því það er ekki rétt leið (þótt ég hafi stundum fallið í þá gryfju)
Jón Gnarr er ekki búinn með kjörtímabilið, og því of snemmt að koma með svona dóm um hann.
Það hefur aldrei leyst neitt, að kenna þeim um sem minnsta ábyrgð bera á gömlum mistökum.
Það eru að eiga sér stað breytingar í heiminum, sem enginn stjórnmálaflokkur getur haft áhrif á. Nú er einfaldlega kominn tími persónukosninga og réttlæti fyrir almenning í heiminum.
Að kalla Jón Gnarr bjána er ekki þroskuð rök-umræða, og leiðir okkur ekki að réttlátum lausnum fyrir alla.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.6.2011 kl. 18:33
Finnst Besta nóg að senda bara 3 úr bloghernum sínum til að skammast í Palla?
Steinarr Kr. , 19.6.2011 kl. 18:46
B(esti) Samspillingarlist.
Of kreisí til að komast á "gamla" listannn þar sem fyrir sitja rænu og ráðlausir uppskafningar sem er illa við fábjána og trúða B-listans (Besta)
Óskar Guðmundsson, 19.6.2011 kl. 19:10
Sein á ferð,enda í sveitaralli. Boðskapur Jóns Gnarr úti í Sviss,var kanski í plati. Vegna stöðu sinnar,sem skemmtkraftur og borgarstjóri,lét hann þá ósk í ljós að Íslendingar samþykktu Icesave-fjárkúgunina,sem ríkisstjórnarflokkarnir,reyndu margítrekað,með brögðum að íþingja þjóðinni með. (ef mér brestur minni leiðréttist það).
Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2011 kl. 21:45
Vegna stöðu sinnar,,,, komst hann í viðtalið.
Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2011 kl. 21:53
Helga: við erum ennþá að bíða eftir því að Jón Gnarr flytji til Grænhöfðaeyja eins og hann lofaði að gera ef IceSave-ríkisábyrgð yrði hafnað.
Hér má sjá þjóðfána Grænhöfðaeyja:
Annaðhvort finnst fólki þetta vera fíflaskapur, eða þá að það fattar skilaboðin og áttar sig á því að þetta er í raun mjög vel ígrunduð ádeila á það sem er alls ekkert grín heldur raunverulegur fíflaskapur.
Fyrir þá sem eru ekki ennþá að ná þessu má benda á þetta gullkorn úr stefnuskrá ungliðahreyfingar Besta Flokksins:
4.9 Ungbest vilja ganga í ESB til að styrkja sveitarfélögin um allt land. Mikilvægt er að vinna kröftuglega að því að nýta þau tækifæri sem eru allt í kringum landið. Að þessu þurfa ríki og sveitarfélög að vinna saman. Aðildin að ESB getur veitt stuðning í þeirri baráttu. Með ókeypis peningum úr allskonar sjóðum ESB til atvinnuuppbyggingar, endurmenntunar og nýsköpunar og mannréttinda má jafna stöðu ýmissa svæða og jafnframt jafna fjárhagslega og félagslega stöðu íbúa. Bestung telja þó að samstarfið um evrópska efnahagssvæðið hafi ekki þróast nægilega og rík þörf sé á að endurskoða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu með hugsjón Best Flokksins að leiðarljósi.
Hliðstæðurnar við raunverulegan málflutning aðildarsinna eru sláandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.6.2011 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.