Föstudagur, 17. júní 2011
Dýrafjarðar-Jóhanna og bænarskrá Samfylkingar
Í fyrra sagði forsætisráðherra að Jón Sigurðsson væri Dýrfirðingur. Í ár er stjórnlagaráð Samfylkingarinnar orðið að samkundu þjóðarinnar. Að ári verður jörðin flöt í hátíðarræðu Jóhönnu Sigurðardóttur.
Forsætisráðherra er fyrirliði flokks sem stendur einangraður með umsókn um aðild að Evrópusambandinu í annarri hendi og betlistaf í hinni.
Til að komast með betlaraflokk samfylkingarfólks inn fyrir dyrastafinn í Brussel þarf Jóhanna að breyta stjórnarskrá lýðveldisins í bænaskrá Samfylkingar.
Draumur Jóns um stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að hanga yfir hatursbloggskrifum á Þjóðhátíðardaginn sýnir nú vel hve djúpt þjóðarást þín ristir! Segi bara eins og amma forðum, "Skammastu þín, Já skamm bara!"
Páll (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 13:03
Páll II, það fer hver að verða síðastur að halda upp á þjóðhátíðardaginn í þeirri merkingu sem honum var upphaflega gefin. Þ.e.a.s. verði ríkisstjórninni að ESB ósk sinni.
Kolbrún Hilmars, 17.6.2011 kl. 13:28
Til hamingju með daginn gott fólk. Vonandi opnast augu Jóhönnu fyrir blekkingarvef aðstoðarmanns hennar. Betra seint en aldrei að átta sig á raunveruleikanum.
Ég held að Jón Sigurðsson, sem barðist svo mikið fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, hefði ekki séð lausn í að ganga í ESB. Stjórnarskráin er smámál miðað við ESB-umsóknarferlið. ESB-aðild mun með tímanum gera stjórnarskrá Íslands óþarfa. Brussel-báknið mun hafa eina stjórnarskrá fyrir öll aðildarlöndin, og sitt finnst hverjum um ágæti þess. Í upphafi skal endirinn skoða.
Að ganga hægt um gleðinnar dyr (Brussel-dyrnar) og gæta að sér, á vel við núna. Ísland-stjórnin hefur of oft gleypt við blekkingar-gróða, og fallið í skuldagryfju vegna trúgirni og græðgi.
Síðasta dæmið um það var útrás einkabanka sem "eigendur" aldrei greiddu eina krónu fyrir. Varla getur það talist löglegt, og ekki hafa allir gætt að sér í því ferli, sem endaði meðal annars í sumum ESB-ríkjum, og með ósköpum.
M.B.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2011 kl. 13:50
Hvað gera ESBsinnar á 17. júní...
Birgir Viðar Halldórsson, 17.6.2011 kl. 14:02
Hún hefur ruglast kellan,ég er frá Dýrafirði!!! Nei hún þekkir ekki smákellingar. Annars skrítið að vera að kynnast ráðamönnum sem í áraraðir voru taldir,svona frekar atkvæðalitlir,en maður hélt að væru mestu ljúflingar á þingi. Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2011 kl. 14:15
Var að lesa Borgin og þjóðernisbylgjan e. Hjálmar Sveinsson í Fréttablaðinu í dag. Skora á hann að skrifa næsta pistil á esperanto.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 14:53
17 júni til hamingju við. Ég var niður í bæ og hitti þar útlendinga sem spurðu um hvað væri að fara fram,þarna við Austurvöll,létt var að útskýra það. Þarna hitti ég Þýsk hjón um sextugt og sögðu þaug mér frá því að Þjóðverjar væru að fara að fá nóg af þessu Evrópusambandi. Þaug sögðu að Þýska þjóðin væri ekki sátt við það að halda uppi Grikklandi og ýmsum austur Evrópuþjóðum,og sögðu þaug að mikil og öflug andstaða gagnvart Evrópusambandinu væri í burðarliðunum í heimalandi þeirra. Já hún Jóhanna forsætisráðherra er löngu hætt að vinna fyrir þjóð sína , hún er orðin líkt og Össur, starfsmenn Brusselvaldsins.
Númi (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 15:03
Já hún Jóhanna forsætisráðherra er löngu hætt að vinna fyrir þjóð sína , hún er orðin líkt og Össur, starfsmenn Brusselvaldsins.
Er nú ekki spurningin hvort hún hafi einhvertíman unnið fyrir þjóðina!!!
Kannski er þjóðin hennar Jóhönnu "ESB þjóðin" en ekki hin Íslenska!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.6.2011 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.