Jæja, ESB-aðild breytir semsagt sáralitlu

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu átti að redda landinu frá ónýtri stjórnmálastétt, auka velmegun með lægri vöxtum og ódýrari matvöru. Já, atvinnuleysið átti líka að minnka. Eftir því sem erfiðleikar Evrópusambandsins aukast, einkum kjarnasvæðisins sem kennt er við evru, breytist málflutningur aðildarsinna.

Friðrik Jónsson, talsmaður aðildar, lítur yfir sviðið og sér grískan harmleik. Friðrik skrifar

Árangur ríkja innan ESB, sem samstarf sjálfstæðra ríkja, virðist fyrst og fremst byggja á getu og atorku ríkjanna sjálfra til að standa sig. Aðildin að ESB þjónar hins vegar eins og smurning og viðbótaraflgjafi fyrir þau ríki.

Gott og vel, hvers vegna að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu er hún er bara ,,smurning" og ,,viðbótaraflgjafi." Jú, segir Friðrik, vegna þess að Eystrasaltsríkjunum vegnar svo fjarska vel þar.

Það er ekki heil brú í þessum málflutningi. Ef aðild að Evrópusambandinu skiptir verulegu máli fyrir aðildarríkin er deginum ljósara að efnahagur Grikklands, Írlands og Portúgals er í rúst vegna þess að aðildin þjónar ekki þessum hagkerfum vel.

Ef aðild er aðeins smáatriði í stóra samhenginu, þá er ekki hægt að þakka aðild meintum góðum efnahag Eystrasaltsríkjanna. Þeim myndi vegna vel hvort eð er, innan eða utan ESB.

Mótsagnir í málflutningi aðildarsinna sýna svart á hvítu hversu vanhugsunina á bakvið aðildarumsókn Samfylkingarinnar. Við eigum að draga þessa umsókn tilbaka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þökkum gvuði fyrir litlu greiðana og að þú hafir krækt í upprunalegan pistill nafna míns. pistillinn sýnir glögglega hversu mikill rugludallur þú er orðinn páll

fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 20:02

2 identicon

Og hverju veldur að en einu sinni birtist ESB fíkill með Baugsfylkingar "Ad homeinem" árásina á síðuhöfund en er ekki maður nægur til að leggja neitt vitrænt til málanna og hvað þá gera tilraun til að hrekja því sem í blogginu stendur, hvað þá rökræða. 

Skrítið að ESB fíklarnir eruþeir  sömu og hafa verið Baugsmenn og gera enn, drulluðu langt upp á bak í þrígang í Icesave málinu, verja óhæfuverk Baugsfylkingarinnar sem tryggði að sekustu hrunhundarnir fengu makleg málalok og fórnuðu Geir Haarde til að sleppa sjálfir, ef nokkur nýleg dæmi eru nefnd í ótrúlegri hæfni að alltaf taka að sér að verja rangan málstað eins og sagan hefur svo glögglega sýnt.  Sýnist Friðrik hér að ofan ekki bæta miklu við þetta hrunlið sem gæti flokkast undir að vera til bóta.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 20:34

3 identicon

Eystrarsaltsbuar eru med gott ofnæmi fyrir øllu sem kallast kratismi eda felagshyggja. Ekki ad astædulausu. (Meira ad segja bankahrun Lettlands sem var slæmt stoppar ekki Lettana nu eda blekkir i kratiskar hneigdir.)

Tess vegna hefur teim vegnad vel. ...Tratt fyrir ad vera i ESB byro -kratanna.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 20:54

4 identicon

Friðrik Jónsson er einstakur húmoristi. Þeir sem þekkja til af öðru en afspurn vita að kreppan er geysidjúp í Eystrasaltsríkjunum, atvinnuleysið nálægt 20% og eini batinn útflutningsdrifinn að mestu. Ríkin bjuggu áður við stöðugan, mikinn vöxt og lágt verðlag þar til erlendir bankar dældu þar inn fé vegna inngöngunnar í ESB. Eignaverð síðan þrefaldaðist á skömmum tíma án ininnistæðu í raun. (Þekkjum við merkin?) - Þegar Lettar ætluðu að taka á skuldum almennings og lækka húsnæðislán bankanna, brá forsætisráðherra Svíþjóðar sér þangað í heimsókn og minnti á að þeir væru í Evrópusambandinu. Bankarnir í Lettlandi eru nefnilega í eigu Svía.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 15:05

5 identicon

Þessi pistill var nú fyrst og fremst til að sýna fram á að ESB er ekki bara Grikkland (eða Írland eða Portúgal), að efnahagsstaða hvers ríki innan ESB er fyrst og fremst undir sjálfu því komið og að aðild að ESB geti í þeim efnum verið til verulegra bóta. Einfalt.

Aðild að hverskonar alþjóðlegu samstarfi hefur sína kosti og galla, ESB þar með talið. Kostir samstarfsins yfirgnæfa að mínu mati gallana, en þar með er ekki sagt að gallana eigi ekki að ræða, rétt eins og kostina á ekki að leiða hjá sér...!

Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband