Tveir fyrir einn efnahagskerfið

Verslun og þjónusta hér á landi er komst upp með óheyrilega álagningu á útrásartíma. Eftir hrun býður verslunin tilboð og þjónustuaðilar iðulega tvo fyrir einn. Til að halda veltunni og koma lagervöru í verð þarf einfaldlega að lækka verðið.

Fyrir utan minni kaupmátt almennings og aðsjálni er aukin samkeppni við netverslanir líkleg til að veita versluninni aðhald - og veitt ekki af.

Sumir lifa þó enn í 2007-heimi; lítil sódavatn kostar 400 krónur í Hörpu. Næst tekur maður með sér vatn á brúsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll vertu

Keypti eina flösku af Pepsi í Borgarleikhúsinu og tappinn rifinn af og svo var sagt 400kr takk. Það munaði minnstu að ég genbgi í burtu en svona er lífið bara.

Lækkaa verð segir þú nokkuð til í því og þessi endalausu boð 2 fyrir einn en Bandaríska þingið er nú þessar vikurnar að taka greiðslukortafyrirtækin Visa og Mastercard á beinið þar sem þeir taka 44 cent $ fyrir litla færslu sem kostar í raun 19 cent $ og ágóðinn á mánuði er 1 milljarður??.

Ég hef löngum krafist þess að fá afslátt á kassa sem nemur þóknun til kortafyrirtækja þar sem ég greiði með seðlum en án árángurs??   Neytednasamtökin geta ekkert gert og því er spurningin Páll hvað geta neytendur gert gagnvart Samtökum Atvinnulífsins ??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband