Laugardagur, 11. júní 2011
ESB-þöggun Fréttablaðsins
Fréttablaðið í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum Baugsstjóra og undir ritstjórn Ólafs Stephensen er hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og sjást þess víða og tíðum merki. Fréttablaðið frá fyrstu tíð hannar fréttir sem eru eigendum og stjórnendum þóknanlegar. Stundum felst hönnunin í því að gera smáatriði að stórfrétt en líka er hitt tíðkað að þegja fréttir.
Í heilsíðuviðtali við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og formann Vinstri grænna er ekki minnst einu orði - ekki einasta aukateknu orði - á það mál sem klýfur flokkinn niður í rætur, umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fréttablaðið er orðið safnaðarrit aðildarsinna, birtir ekki fréttir en hannar ímyndaðan veruleika.
Fyndið.
Athugasemdir
Fréttablaðið er rusl.
Ótrúlega lélegt og metnaðarlaust blað.
Karl (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 09:48
Ég velti því fyrir mér hvort að áróðursdeild Evrópusambandsins sé ekki stór hluthafi í Fréttablaðinu.? Kæmi mér ekki á óvart, ef svo er.
Númi (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 10:25
Ætli að það hafi ekki eitthvað með það að gera að fyrrum frambjóðandi VG í suðurkjördæmi tók viðtalið. Hlakka til að lesa blogg Eiðs Guðnasonar um málið.
Páll (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 11:37
Ætli það hafi ekki verið sameiginlegir hagsmunir blaðsins, eiganda þess, Baugsfylkingarinnar og Steingríms að minnast ekki einu orði á málefnið.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 14:28
Verst að Fréttablaðið skuli vera frítt,
annars myndi ég segja upp áskriftinni
Gunnar, 16.6.2011 kl. 12:57
Fréttablaðið er Esb.blað út í gegn. Það sama hygg ég eiga við um Fréttatímann (hef greint það á ýmsu), sem dúkkaði allt í einu upp og einhver Ameríkani sagður eiga mest í því! Ætli það sé ekki einn (upp)spuninn enn? Og hver er ritstjóri þar? Hinn Esb.sinnaði Jón Kaldal, fv. ritstjóri Fréttablaðsins!
Jón Valur Jensson, 16.6.2011 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.