Föstudagur, 10. júní 2011
Pólitík og efnahagsmál; afturábak eða áfram
Það liggur ekki fyrir hvort efnahagsmál á Íslandi fari batnandi eða versni, segir Kristján Þór Júlíusson þingmaður eftir fundi fjárlaganefndar með embættismönnum sem fara með efnahagsmál í stjórnarráði og seðlabanka.
Í venjulegu árferði er ríkisstjórn með efnahagsstefnu og vísbendingar úr hagvísum mæla árangurinn. Nokkurt rými er fyrir óvissu og túlkun og þar takst á stjórn og stjórnarandstaða.
Við búum ekki við eðlilegt ástand. Seðlabankinn er í bullandi vörn vegna þess að hann lét misnota sig í Icesave-umræðunni. Trúverðugleik talnaefnis frá bankanum er minna en endranær. Hagstærðir sveiflast með dómum í Hæstarétti. Í gær virðist hafa fallið dómur sem hreinsaði fyrirtæki af tugmilljarða skuldum. Bankakerfið stendur þó keikt eftir enda rekið með ótrúlegum hagnaði þrátt fyrir að vera ofvaxið að stærð í hagkerfi sem sýnir lítinn sem engan vöxt. Fjámálastofnanir eiga um 40 prósent stærri fyrirtækja í landinu og ef þeim tekst að gera þann rekstur arðbæran á viðskiptalegum forsendum er komin fram ný hagstefna sem mælir fyrir samrekstri banka og framleiðslu- og þjónustufyrirtækja.
Til að toppa ástandið er ríkisstjórnin ekki með neina efnahagsstefnu og stjórnarandstaða ekki heldur.
Engin furða þótt það sé fullkomlega á huldu hvort okkur miði afturábak eða áfram.
Ekki ljóst hvort staðan er að batna eða versna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara sami grautur i sömu skál og allt undir borðum !! ..en hugsað að fljóti meðan ekki sökkvi !!.... og Steingrimur og Jóhanna skælbrosandi nú i hálfleik . og halda áfram að pissa i skó sinn !!!!!!!!!!!
Ransý (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:58
Sæll.
Þú segir "
Til að toppa ástandið er ríkisstjórnin ekki með neina efnahagsstefnu og stjórnarandstaða ekki heldur."
Þetta er hræðilega satt, Bjarni Vafningur vill sennilega bara komast á valdastól, mér finnst hann hræðilega slappur en ekki verður séð hver taki við þegar ef/þegar flokksmenn losa sig við hann? Vonin liggur hjá Sigmundi D., hann virðist óragur við að leggja til atlögu við stjórnina en það lið gefur á sér höggstað við það eitt að opna munninn. Ef Sjallarnir ætla að endurheimta traust þurfa Icesave III þingmenn flokksins að snúa sér að öðrum störfum.
Gaman að sjá að Sf sér um sína, Árni Páll gat ekki kjaftað sig frá því að hann var árum saman á spenanum hjá ÍBL.
Helgi (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.