Fimmtudagur, 9. júní 2011
Engin pólitísk stefna um nýskipan atvinnulífsins
Vinstriflokkarnir í ríkisstjórn eru hvorugir með atvinnustefnu og láta reka á reiðanum í endurskipulagningu atvinnulífsins. Ríkisvaldið lætur banka og skilanefndir um að ákveða svipmót atvinnulífsins eftir hrun.
Hugmyndafræðilega er vinstriflokkunum nokkur vorkunn. Annar flokkurinn, Vinstri grænir, er með ríkisafskiptakúltúr í farteskinu á meðan hinn, Samfylkingin, sökkti sér ofan í útrásarheimspeki og hefur ekki enn náð áttum.
Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn hafa tekið á sig rögg til að setja í gang umræðu um þær meginhugmyndir sem eiga að móta framtíðarskipan atvinnulífsins. Óli Björn Kárason varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er nánast eina heiðarlega undantekningin.
Á meðan efnahagskerfið mjatlast áfram og aðrir en stjórnvöld leggja línurnar verður átakanlega opinbert hversu lítilfjörlegu hlutverki stjórnmálaflokkar þjóna.
Endurskipulagning tekur of langan tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.