Samfylking með sjálfseyðingarhvöt

Samfylkingin gerir ráð fyrir kosningum í haust og þarf kvótamálið til atkvæðaveiða. Samfylkingin mun ekki standa að málamiðlun ef ófriður er í boði. Eftir því sem Samfylkingin einangrast meira í íslenskum stjórnmálum daprast dómgreind forystunnar.

Jóhanna og Össur leiddu flokkinn út í Evrópuófæruna og í kvótaumræðunni er Samfylkingin óðum að byggja upp annað eyland til að einangra sig á.

Formaður Samfylkingarinnar bauðst til að leggja flokkinn niður á síðasta fundi flokksráðs. Sjálfseyðingarhvötin er skiljanleg.


mbl.is Ófriðurinn alltaf fyrir valinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég stórefast um að Samfylkingin geri ráð fyrir kosningum í haust, flokkurinn myndi aldrei boða til kosninga, ekki einusinni þó að fylgi hans væri komið niður fyrir 1%.

Adam (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 14:06

2 identicon

Gerist ekki, því miður.

Samfylkingin er á valdi vitfirringa.

Hrikalegt að fylgjast með þessu.

Karl (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband