Mánudagur, 6. júní 2011
Stjórnin i feluleik við veruleikann
Svokallað stóra frumvarpið um fiskveiðistjórnun er lagt fram með margvíslegum fyrirvörum stjórnarsinna. Ólína Þorvarðardóttir, Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson eru meðal þeirra þingmann sem opinberlega segjast vera með fyrirvara.
Þegar frumvarpið kom fyrst til kasta ríkisstjórnarinnar í byrjun maí sagði ráðherra Samfylkingarinnar líkast til hefðu simpansar skrifað frumvarpið.
Veruleikinn er sá að enginn meirihluti er fyrir stóra kvótafrumvarpinu. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er framlagning frumvarpsins leiksýning.
Stóra málið ekki afgreitt á vorþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frétt í Eyjunni„Það var eins og hópur sjimpansa hefði skrifað það,“ sagði einn stjórnarþingmaður við Eyjuna um plaggið sem ráðherrann lagði fram....
Öll helstu samtök sjómanna styðja bann við framsali. Þau vilja aðskiljnað vinnslu og veiða og að allir fiskur fari á markað hér. Það skilja allir að breytingar verða gerðar á frumvörpunum. Vonandi kemst umræðan á vitrænt plan þegar hagfræðiálit liggja fyrir. Stóra frumvarpið verður afgreitt í haust.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 10:02
Ég get sagt það strax að það mun engu skipta fyrir þetta fólk hvað kemur út úr hagfræðiálitinu ef það verður því ekki þóknanlegt. Þetta fólk vinnur ekki út frá slíku, það trúir því að þeirra hugmyndafræði sé sú eina rétta og það hatar allt annað.
Nú þegar hefur þetta fólk haft að engu nokkrar skýrslur um hversu skaðleg fyrningarleiðin er, nú þegar hefur þetta fólk haft að engu þá vinnu sem "sáttanefnd" vann. Nú á að sprengja kvótakerfið upp og eyðileggja íslenskan sjávarútveg, þá munum við enga hagsmuni hafa til að fórna fyrir ESB aðild. Skítt með hvað þetta þýðir fyrir þjóðarbúið og lífsgæði í landinu.
Hver trúir því að Jón Bjarnason viti hvað hann er að gera? Hann hefur aldrei komið nálægt sjávarútvegi á sinni ævi, kemur ekki heilli hugsun frá sér í mæltu máli og hefur svo ekki hugmynd hvað stendur í hans eigin frumvarpi.
Samfylkingin hefur enga hugsjón um hvernig hægt sé að byggja upp, einungis hvað á að rífa niður sem því er ekki þóknanlegt.
Njáll (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.