Föstudagur, 3. júní 2011
Endimörk hagfræðinnar
Jón Steinsson skrifar í kvöld pistil og lýsir ánægju sinni með fréttir um að Kanada sé tilbúið að gera samning við Ísland um að kanadadollar verði lögeyrir hér á landi, kanadíski seðlabankinn lánveitandi til þrautavara og þarlent fjármálaeftirlit fylgist með íslenskum fjármálastofnunum.
Jón Steinsson sækir menntun sína til stofnana á heimsmælikvarða, Princeton og Harvard, og kennir við virtan háskóla í New York. Jón er hagfræðingur.
Ísland byggðist ekki fyrir hagfræði og hvorki mun landið blómstra né því hnigna fyrir sakir þeirrar ágætu fræðigreinar.
Við sitjum ekki landið eða hverfum frá þótt vextir hér séu hærri eða lægri en í Kanada. Aðrar ástæður og fremur hversdagslegar eru fyrir því að við búum hér.
Ísland er heimili okkar og við viljum sjálf reka heimilið fyrir eigin reikning. Hagfræðilegur mælikvarði á kostnað við heimilisrekstur gæfi þá niðurstöðu að fangabúðir séu heppilegri rekstrareining en frjálst þjóðfélag.
Með kanadadollar, kanadíska seðlabankann og þarlent fjármálaeftirlit yrðum við með heimilishaldið á Íslandi en ábyrgðina á því í Ottawa.
Ábyrgð fylgir vald. Í dag er valdið á gjaldeyrismálum þjóðarinnar hjá alþingi og Arnarhváli en með kanadadollar færi það vestur um haf.
Hagfræðin er góð til síns brúks. En ekki til að skipa málum er varða fullveldi og heimilisforræði þjóða.
Athugasemdir
Eg held það gæti verið góðra gjalda vert að skoða þetta. Myndi vissulega kalla á styrkari hagstjórn en við fengjum í staðinn stöðugleika, lægri vexti og velferðartap sem er óhjákvæmilegt vegna gjaldeyrisins okkar yrði lítið eða ekkert. Við myndum þurfa að banna hallarekstur ríkissjóðs yfir ákveðnu marki og neyðast til að halda útgjöldum eftir tekjum. Þá myndum við hagnast á því hvað krónan er veik við skiptin því verðlag myndi leita að jöfnuði við myntsvæðið.Þannig myndu eignir fara hækkandi, skuldir lækkandi og snemma í ferlinu væri komin hvatning fyrir innistæðueigendur að fjárfesta í eignum í stað þess að hafa fjármagnið sitjandi í bönkunum.
Þetta gæti vel gengið og sérstaklega þar sem hagsveiflur okkar fram að hruni fóru betur við Kanada en mið og jaðarsvæði Evrópusambandsins.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.6.2011 kl. 20:55
Mér finnst vera misskilningur hjá þér að við missum forræði eða fullveldi við að taka upp Kanadadollar. Við þurfum ekki að ganga í Kanada til að fá dollarinn og yrðum í raun mun frjálsari með þessa mynt en krónuna því hann gengur í viðskiptum um allan heim. Þetta er svipað og ákveða að í stað þess að vera með vöruskipti þar sem við missum alltaf hluta af framleiðslunni okkar í kostnað við skiptin sjálf þar sem varan okkar er óæskilegri en hinna getum við nú fengið fullt verð fyrir vöruna.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.6.2011 kl. 21:04
Ég verð nú að segja eins og er að ég er ekki alveg búinn að skoða dæmið neitt sérstaklega en það sem stakk mig einna mest voru orð Guðmundar Ólafssonar að þetta myndi AUÐVELDA INNGÖNGU Í ESB og að taka upp evruna. Ef þetta væri gert lít ég ekki á þetta sem tímabundna aðgerð og sé fyrir mér að með þessu væri alfarið verið að kasta ÖLLUM ESB-draumum fyrir róða. Ég verð að segja að fljótt á litið líst mér mun betur á þetta en ESB og evruna.................
Jóhann Elíasson, 3.6.2011 kl. 21:18
Ef viðskiptakostnaður Íslands minnkar frá því sem nú er og Ísland losnar við: gjaldeyrishöft, verðtryggingu og ónýta peningastefnu er þá ekki að góðu markmiði stefnt ?
Það er ekki einsog Íslandi hafi gengið vel að hemja eigin gjaldmiðil eða eigin ríkisfjármál á síðustu áratugum. Verðbólgan er svo síðasti líkkistunaglinn en þar er birtingarmynd óstjórnarinnar á öllu öðru.
Styrmir (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 21:32
Skil ekki í þér að vilja ekki skoða þetta og tala nú ekki um ef að þetta gæti komið sér vel fyrir Ísland eða ertu ESB sinni inn við beinið og vilt frekar evru :))))
Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.6.2011 kl. 21:45
Sammála Jóhanni að ef þetta setur ESB algjörlega á hliðarlínuna þá á að skoða þetta. Við eigum í raun mun meira sameiginlegt með Kanada en Evrópu og hagsmunir okkar eru líkari. Minni á að í gegnum áratugina hafa það mest verið kanadísk fyrirtæki sem hafa viljað fjárfesta á Íslandi en smáborgaraháttur margra landa okkar hafa komið í veg fyrir það. Fjárfestar hafa ekki verið á færiböndum frá Evrópu!
Björn (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 21:48
Kanada er eitt víðlendasta ríki jarðar. Landið er geysilega auðugt af allskyns jarðargæðum en 70% af þjóðartekjum koma samt frá þjónustugreinum. Þeir skulda minnst af G-8 þjóðunum og þar búa um 250.000 íslendingar. Frá 1. janúar 2009 er Kanada með fríverslunarsamning við EFTA ríkin. Leiðin er okkur opin ef við viljum gera viðskipti og efla hagsæld. En það hentar ekki sögukommunum á þinginu að tala um þennan hljóðláta risa í vestri.
Kanada er evrópskt lýðræðis- og velferðarríki. Samvinna við þennan nágranna í vestri getur tæplega skaðað íslendinga.
Guðmundur Kjartansson, 3.6.2011 kl. 21:50
Óttarlega "heimilislegt" Páll, styttist heimóttarlegt. Þrennt gæti amk unnist;
1. Þú sleppur við líkamsleit að gjaldeyri þegar þú bregður þér til útlanda
2. Höfuðstóll 3ja herbergja íbúðar gæti haldist 200.000 CAD$ lengur en tvö ár.
3. Undanþágur og spilling með aflandskrónur leggst af, og hinn margfrægi sveigjanleiki "hagkvæmasta" fiskveiðikerfi heims myndi afhjúpa raunveruleikann og knýja fram alvöru hagkvæmni án aðstoðar skattborgara.
Svo mætti bæta við að undravert tækifæri gæfist til skráningar á áður óskráðu undanskotnu ÍSK, þar sem sönnunarbyrði um uppruna yrði skrúfuð aðeins upp.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.6.2011 kl. 22:28
Ég er sammála Páli að fara varlega í þessu. Það sem hann á við með fullveldi hér er stórn á genginu, sem flyttist burt og gæti allt eins haft svipaðar afleiðingar hér og hjá jaðarþjóðum ESB, sem ekki byggja efnahag sinn á sömu undirstöðum og herraþjóðirnar. Ekki hefur Nýfundnalandi, sem byggði allt sitt á fiskveiðum, farnast neitt sérstaklega vel.
Minna ber á að Kanada er hluti Breska sambandsveldisins og því ekki ein liðugt og menn halda. Í kanada er hvergi hærra hlutfall erlendrar eignaraðildar í viðskiptum og iðnaði. Kanada er mjög háð Bandaríkjadollar, sem ekki er beint að slá í gegn þessa dagana. Ég held að menn ættu að hugleiða þetta með kalt höfuð, þegar dýfan er liðin hjá.
Það er ekkert Abracadabra að skipta yfir í erlendan gjaldmiðil. Að binda sig öðrum tímabundið er hugsanlegt til reynslu.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2011 kl. 23:24
Sælir félagar. Það nægði mér nú að sjá Lobba karlinn mæla hugmyndinni bót í kvöldfréttum sjónvarpsins. Í mínum huga er Rússa-Lobbi góður mælikvarði á hagfræðilegt rugl.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 23:43
Tjaldið fellur...
Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2011 kl. 01:35
linkur átti að fylgja.
Hvernig væri að menn létu heyra í sér?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2011 kl. 01:36
Styrmir, það er ekki svo að verðtryggingin og krónan séu eitt og það sama við "losnum" ekki við verðtrygginguna með því einu að taka upp annan gjaldmiðil en ég endurtek að þessi hugmynd er allra góðra gjalda verð........
Jóhann Elíasson, 4.6.2011 kl. 06:11
Ég er sammála Jenný og vil bæta því við að það var ekkert mál fyrir íslensk stjórnvöld að afsala okkur fullveldinu og rúmlega það með erlendri skuldsetningu. Það var reyndar gert hér síðastliðin 10 ár og þá var ekki heldur hlustað á hagfræði.
Lúðvík Júlíusson, 4.6.2011 kl. 08:21
Það hefur enn ekki verið útskýrt hvers vegna við ættum að borga útlendingum vexti af peningunum sem við notum. Ekki frekar en afhverju við erum yfir höfuð að borga vexti af peningunum sem við notum. Athugið að ég er ekki að tala um vexti af lánum heldur útgefnum peningum, vinsamlegast ekki rugla því saman.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2011 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.