Brusselvædd verkalýðsforysta

Íslenskir verkalýðsforysta dvelur langdvölum í Brussel. Kostnaður almennra félagsmanna vegna áhuga forystunnar á Evrópusambandsaðild er tvíþættur.  Í fyrsta lagi er beinn útlagður kostnaður vegna ónauðsynlegra ferðalaga og uppihalds í Brussel. Í öðru lagi missir forystan sjónir á meginverkefni verkalýðshreyfingarinnar, sem er að tryggja laun og kjör félagsmanna sinna á Íslandi.

Fráfarandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins gleymdi sér í Brusselvæðingunni og þjónaði verkalýðshreyfingunni illa.

Tímabært er að meginverkefni verkalýðshreyfingarinnar verði aðalviðfangsefni forystunnar.


mbl.is Óvarlega farið með fjármuni SGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir menn sem þykjast vera að standa vörð um hag launafólks ættu að stíga skrefið til fulls og ganga í Samfylkinguna. Þar eiga þeir heima.

Það er ótrúleg svívirða að þessir menn skuli vera á fullu í pólitík og taki afstöðu með einum stjórnmálaflokk, sem þar að auki hefur einungis fylgi fimmtung kjósenda.

Það ber öllu launafólki skylda til að vera í stéttarfélagi, óháð því hvar það stendur í pólitík. Því er frum skylda þeirra sem taka að sér að vera í forustu fyrir launafólkið, sé ekki að skipa sér á ákveðinn bás í pólitíkinni. Þessir menn eiga að vera fulltrúar allra launþega, ekki bara þeirra sem kjósa Samfylkinguna!

Gunnar Heiðarsson, 3.6.2011 kl. 14:38

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.6.2011 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband