Samfylkingarfasismi

Samfylkingarfasismi er að stunda pólitíska fjárkúgun á borð við þá að hóta stjórnarkreppu í landinu eftir kosningarnar 2009 ef Vinstri grænir samþykktu ekki umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hvorki þjóð né þing vill aðild að Evrópusambandinu en Samfylkingin með 29 prósent fylgi í alþingiskosningum beitti yfirgangi og frekju til að ná sínu fram.

Öllum má vera ljóst að hvergi á byggðu bóli myndu stjórnvöld láta sér til hugar koma að sækja um aðild að félagsskap þar sem fullveldi þjóðar er í húfi án þess að hafa breiðan stuðning í þjóðfélaginu. Samfylkingin fótumtróð grundvallaratriði í stjórnmálum með því að beita fjárkúgun á alþingi til að fá umsóknina samþykkta.

Ólína Þorvarðardóttir og aðrir samfylkingarþingmenn leiddu til vegs stjórnlist þar sem lýðræðislegar niðurstöður eru sniðgengnar í þágu valdsins. 

Samfylkingin getur lagt sitt af mörkum til sátta í þjóðfélaginu með því að draga umsóknina tilbaka um aðild að Evrópusambandinu.

Boltinn er hjá þér, Ólína.


mbl.is Segir „umræðufasisma“ á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svei mer þá! 

Ef Ólína einhvern tíma sýnir lítillæti ,tja, þá skal ég verða verulega hissa og auðmjúkur...

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 14:33

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég sé að fleiri og fleiri eru að taka undir með mér sem hef séð þessa þróun gerast í átt að fasisma allt frá hruni og uppreisn almennings sem kristallaðist í búsáhaldabyltingunni. En við skulum ræða þessa þróun af fúlustu alvöru, ekki með því að rugla saman sósialisma og ríkisvæðingu vinstri manna. Valdstéttin mun vinna að markmiðum sínum að koma í veg fyrir lýðræðisumbætur og Sjálfstæðisflokkur og framsókn eru hluti af þessari valdstétt aka stjórnmálastétt.  Margir stjórnmálamenn átta sig greinilega ekki á hvert stefnir. En sá tími mun koma.  Þá verður of seint að breyta um stefnu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.6.2011 kl. 16:18

3 identicon

Daginn sem Ólína fellur af þingi mun ég draga tappa úr flösku og reykja stóran vindil.

Sú staðreynd að Ólína situr á alþingi segir allt sem segja þarf um íslensk stjórnmál.

Karl (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 16:22

4 Smámynd: Elle_

Ólína kúgaði þjóðina bæði í EU-málinu og ICESAVE, ítrekað, og ætti síðust manna að dæma nokkurn mann.  Ólína ætti að steinþagna í stjórnmálum.

Elle_, 1.6.2011 kl. 19:03

5 identicon

Það skulu alltaf vera rök flokksins sem boðaði þröngan veg dyggðarinnar og öxlun ábyrgða að einhver hafi einhverntíman áður gert viðlíka og þá er KOmmó/fasismi eins og Samspilling og WC reka barasta í lagi...

Ef það var ekki í lagi hjá Davíð og co of hverju er það í lagi fyrir Jóhönnu og kettina?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband