Framsókn styrkist - og Jón Bjarnason líka

Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar og áður þingmaður Vinstri grænna mun styrkja Framsóknarflokkinn til að ná forystu á hægri væng stjórnmálanna. Ásmundur Einar er fulltrúi ungu kynslóðarinnar á landsbyggðinni sem stundar jöfnum höndum búrekstur og viðskipti.

Fullveldi þjóðarinnar og forræði eigin mála er rauði þráðurinn í stjórnmálastarfi Ásmundar Einars. Vinstri grænir voru þartil 16. júlí 2009 sterkur flokkur á landsbyggðinni. En með því að styðja þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu fjaraði hratt undan flokknum í dreifbýlinu.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra situr enn þótt hart sé að honum sótt bæði innan flokks og af hálfu Samfylkingar. Staða Jóns innan Vinstri grænna styrkist þegar Framsóknarflokkurinn er kominn með Ásmund Einar. Ef Vinstri grænir ætla að verða annað en 4 til 7 prósent flokkur umhverfisverndarsinna þurfa þeir að eiga fylgi víðar en í 101 Reykjavík.


mbl.is Ásmundur Einar í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú mátt nú ekki vanmeta feminíska elementið í Vg, Páll. Er ekki raunsærra að gefa þeim 10-12% fylgi á góðum degi?

Gústaf Níelsson, 1.6.2011 kl. 18:31

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Veit ekki, Gústaf, hversu lengi sá femínismi selur sem gefur skotleyfi á æru sumra kvenna en heldur verndarhendi yfir réttrúnaðarkonum.

Páll Vilhjálmsson, 1.6.2011 kl. 19:46

3 identicon

ha ha ha og ha ha. þú ert alls ekki með þetta á hreinu páll enda illa upplýstur . til fjandans með ásmund einar segjum við sem erum genatískir framsóknarmenn. hann fellur af þingi í næstu kosningum enda viljum við hreinir flokksmenn ekki sjá svona undanvillinga í okkar flokki.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 20:02

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skagfirskir framsóknarmenn eru þyngdar sinnar virði í gulli, Friðrik, en Dalamenn eru jú þeir sem vísuðu okkur veginn til Vesturálfu og fyrir þeim drúpum við höfði.

Páll Vilhjálmsson, 1.6.2011 kl. 20:13

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Auðvitað er öllu hugsandi fólki ljóst Páll að femínismi Vg er sóttur á öskuhauga kommúnismans, en af einhverjum ástæðum nær þessi vitleysa eyrum margra ungra kvenna. Kannski ekki svo ósvipað og þegar kommúnisminn fangaði huga margra ungra karla á tuttugustu öldinni. 

Ekki býst ég þó við því að Ásmundur Einar verði happadráttur fyrir Framsóknarflokkinn, nema að því marki að nú kann að hitna undir óskabarninu Guðmundi Steingrímssyni.

Gústaf Níelsson, 1.6.2011 kl. 20:45

6 identicon

Öskuhaugar kommúnismans, nei, femínismi er ekki alveg þannig:)

Á hægri væng stjórnmálanna?  Hvernig færðu það út að Framsókn og hvað þá heldur Ásmundur Einar séu hægrimenn??? Þeir hafa alltaf flokkað sig fyrir miðju og Ásmundur hættir ekkert að vera vinstri maður þó hann sé nú í Framsókn.

Skúli (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 00:01

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gangi Heimsýn í heild sinni í Framsóknarflokkinn gæti hann náð þokkalegum "líkjörsstyrk" í prósentum talið, en VG er líklegur til að detta niður í eitthvað bjórgutl.... Samfylkingin gæti svo sótt í sig veðrið núna því þangað koma reykingamenn til með að sækja, því sá flokkur hefur í mínum augum lengi verið flokkur tóbaksins..... Hef grun um að þar sé hlutur reykingafólks hærri en gengur og gerist í öðrum flokkum..... En úr því að ég minnist á tóbakið þá er eðlilegast að selja það í Vínbúðunum en leyfa apótekunum að sjá um lyfin.

Ómar Bjarki Smárason, 2.6.2011 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband