Sunnudagur, 29. maí 2011
Jóhanna hótar enn og aftur
Jóhanna Sig. hótar þegar hún fær ekki sínu framgengt. Ógnarorðræða forsætisráðherra verður þó æ bitlausari. Samfylkingin hefur tapað þrem þjóðaratkvæðagreiðslum í röð; stjórnlagaþingskosningin var með þáttöku upp á rúm 30 prósent og úrskurðuð ólögmæt í ofanálag; Icesave fór i tvígang í þjóðaratkvæði og tapaðist í bæði skiptin fyrir Jóhönnu og kó.
Úgerðamenn hjóta að brosa út í annað þegar þeir heyra forsætisráðherra hóta þjóðarakvæðagreiðslu um sjávarútvegsstefnu. Ekki aðeins er Jóhanna að viðurkenna máttleysi sitt, þar sem í orði kveðnu hún á að heita forsætisráðherra og stýra þar með stjórnsýslunni, heldur er það lélegur brandari að Samfylkingin geti unnið þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þegar hlegið er að þeim sem hótar ætti viðkomandi að íhuga sinn gang - einkum ef um er að ræða forsætisráðherra.
Kvótamálin í þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún byrstir sig, og uppsker mávahlátur.
Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2011 kl. 14:25
Þarna ertu ekki að fylgjast með því sem þjóðin vill, það eru engir nema sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ sem vilja óbreitt ástand í kvótamálum.
Óli Már Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 15:09
Það væri áhugavert að vita hvað "þjóðin" veit í raun og veru um þetta málefni, svona í tilliti til þess að 18% þeirra sem ætluðu að segja JÁ í Icesave III þjóðaratkvæðagreiðslunni, töldu sig hafa einhverja þekkingu á málinu eða lesið samninginn yfirleitt..??
En auðvitað meinar heilög Jóhanna ekkert með að það eigi að blás til þjóðaratkvæðagreiðslu um jafnt stórt málefni, þegar Icesave var allt of flókið að hennar áliti en samt of léttvægt fyrir framtíð þjóðarinnar að ástæða var til að hún yrði spurð álits. Ef Icesave þvældist fyrir þessum snillingum að átta sig á og þá ekki bara aðeins lagalegu hlið þess (sem meginþorri þjóðarinnar gerði guði sé lof), eru engar líkur á að þessi hótun er nokkuð annað en dæmigert lýðskrum Baugsfylkingarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 15:27
Óli Már hver eru þín rök fyrir þvi að enginn nema XD og LÍÚ vilji óbreitt ástand í sjávarútvegsmálum? Veistu um hvað sjávarútvegur á Íslandi gengur? Getur þú frætt mig um það? Mig langar að vita hversu vel þú ert að fylgjast með sjálfur! Hvaða afleiðingar hefur núverandi frumvarp um sjávarútveginn í för með sér fyrir landið og hvað kosti? Getur þú vinsamlegast svarað þessu. Ef þú telur þig ekki geta það langar mig að biðja þig að fara sparlega í stóru orðin, ég er nokkuð viss um að þjóðin kjósi gegn frumvarpi um breytingar á sjávarútvegi ef hún er frædd um hvað frumvarpið hefur í för með sér. Að baka hverjum kosti er ókostur og það er sú hlið sem rískistjórnin hefur ekkert farið út í
Árni R (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 18:52
Óli Már það er einfaldlega ekki rétt, ég mæli sterklega með því að þú farið út á land og kannir hug fólks áður en þú kemur með svona staðhæfingar.
Ég vona að fólk munni taka sig til kynna sér þessa skelfingu sem á að koma á okkur.
Axel (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.