ESB vill eins flokks ríki í Grikklandi

Stjórnarandstaðan í Grikklandi ætlar að segja sig frá þeirri blekkingu að aukinn niðurskurður sé rétta meðalið við tröllauknum skuldum ríkissjóðs, eða sem nemur 150 prósentum af þjóðarframleiðslu. Grikkland er gjaldþrota og þarf að afskrifa skuldir. Um það eru allir sammála nema Evrópusambandið.

Skilaboðin frá Brussel eru samkvæmt Telegraph

Cross-party support is vital if Greece is to receive further loan instalments and a second bail-out. Brussels and the IMF have made it clear that "political groups set their disagreements aside". 

Á Vesturlöndum frá dögum frönsku byltingarinnar fyrir rúmum 200 árum eru stjórnmálaflokkar óaðskiljanlegur hluti fjölræðis og þar með lýðræðis. Tilraunir með eins flokks ríki voru gerðar í Austur-Evrópu á síðustu öld en gáfust ekki vel.

Evrópusambandið grefur sér æ dýpri holu. Maður sem kann töluvert fyrir sér um upphaf Evrópusambandsins og þróun heitir Anthony Coughlan. Hann heldur fyrirlestur í stofu 101 í Odda í hádeginu í dag. Ekki missa af honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband