Samfylkingin gaf Baugi pólitíska vernd

Bandalag Baugs og Samfylkingar mótaðist á árunum 2002-2004. Ríkir gagnkvæmir hagsmunir voru í húfi. Samfylkingin var nýstofnaður brothættur stjórnmálaflokkur og þurfti mjög á að halda bakhjörlum í viðskiptalífinu og í fjölmiðlum - Baugur veitti hvorttveggja.

Baugur var að leggja undir sig matvörumarkaðinn og fjölmiðlamarkaðinn og varð að tryggja sig gangvart inngripum almannavaldsins, þ.e. alþingis, sem gæti sett lög er hindruðu einokun og fákeppni.

Samfylkingin gaf Baugi pólitíska vernd og fékk í staðin framlög í flokkssjóðinn og stuðning Baugsmiðla í pólitískri umræðu.


mbl.is Reyndu að hafa áhrif á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur í raun verið viðurkennt ansi lengi.

Því merkilegt að hrunflokkurinn eini sanni sé enn við stjórn.

Og líka sorglegt því hann gerir lítið annað en draga landið lengra niður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:04

2 identicon

Engin þjóð getur búið við það að einkafyrirtæki vaði uppi einns og Björn lýsir, því hefðu Björn og Davíð á að beita sér fyrir lagasetningu til að taka á samkepni og eignarhaldi á bönkum, En þeir gerðu það ekki, sennilega vegna þess að þá hefðu þeir skaðað vini sína í Sjálfstæðisflokknum. Ef þessar samsæriskenningar standast, þá er Björn að lýsa eigin vanhæfni.

Jonas kr (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:18

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Björn Bjarnason hefði aldrei átt að fara í pólitík á sínum tíma. En það hefur verið einhver siðferðisbrenglun í gangi í Íslenskri pólitík frá upphafi. Faðir, sonur, faðir, sonur!

Eins er með Bjarna Benediktsson formann S-flokksins. Sá ágæti drengur hefði aldrei átt að fara í pólitík. Hann hefur hvorki siðferðislega né persónulega stöðu til að vera í pólitík. Ég hef stundum vorkennt þeim dreng að vera, vegna ættartengsla, dreginn inn í pólitík, sem ekki hæfir hans persónuleika.

Fólk ætti að lesa bókina: FALIÐ VALD, eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson, samhliða Björns-bókinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2011 kl. 17:39

4 identicon

Sögur herma að Jóhannes sjálfur gefi ðut bók fyrir næstu jól og fleiri stjórnmálamenn þar sem þeir klína hver á annann.

Mér finnst hinsvegar alveg út í bláinn að lög um greiðsluaðlögun gildi líka um skuldir braskara í fjárfestingum sem aðalsrtarf eins og nú liggur fyrir.Ekki er vitað hvort það verður samþykkt en í upphafi voru lögin ætluðum einstaklingum og heimilum punktur

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:41

5 identicon

Það er kostulegt að sjá kratakjúklingana fara gjörsamlega á límingunum yfir útkomu bókarinnar.  Refurinn er kominn inn í hænsakofa Baugsfylkingarinnar. Eyjuhyskið sem kennir sig við jafnaðarmennsku, gengur af göflunum sem fyrr þegar önnur rödd en þeim er þóknanleg heyrist.  Neyðarútkall bloggróna og þokulúðra spilltasta stjórmálaflokks sögunnar, Baugsfylkinguna.  Taugaveiklunin segir allt um hversu nauðsinleg bókin er til að varpa ljósi á sóðalegasta tíma stjórnmálasögunnar í boði Baugs og Baugsfylkingarinnar, og þá ekki skrifuð af þeim og stjórnmálamönnum Baugsfylkingarinnar.  Baugsfylkingin með forsætisráðherrann sem ofurstyrkþega (mútur kallar Mörður það) frá Jóni Ásgeiri, Baugi og Icesave ábyrgðarmönnum Landsbankans sem ma. uppljóstruðu því að Baugsfylkingin hefði fengið mútugreiðslur til þeirra og væntalega þingmanna hans inn á ýmsar kennitölur ótengdar flokknum.  

Say no more ... say no more .. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 19:35

6 identicon

Jónas, þekkir væntalega ekki söguna eins og hún er rétt hvers vegna hugmyndir Davíðs um max 3 - 8% eignarhlut eins eða tengdra aðila í einkavæðinu bankanna á sínum tíma náði ekki fram að ganga, og snýr því að sið Baugsfylkingarmanna uppá einkavinavæðingu sjalla, án þess að hafa hugmynd um hvern flokk hann aðhyllist.  Sannleikurinn er allt annar, þar að segja ef hann má skemma fyrirtaks samsæris og lygatilbúnað hatursmanna Davíðs og Sjálfstæðisflokksins.

En lítum á hvernig Baugsfylkingarframmámenn þess tíma tóku á þessum málum, varðandi hugmyndir ljóta kallsins á að dreifð eignaraðild upp á mest 3 - 8% yrði skilyrt.  Hvernig þeir báru fyrir sig og hygluðu einkavinum sínum og báru meðal annars við að EES/ESB heimilaði ekki slík inngrip og skilyrði.:

1.  Telur að lög stæðust ekki ákvæði EES-samningsins.  Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra telur enga þörf á að sett verði lög sem tryggi dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum.:

"Ég tel að þetta sé umræða sem við erum búin að taka. Við leystum það mál með annars konar löggjöf sem varðar eftirlit með virkri eignaraðild og ég tel það vera þá aðferð sem rétt sé að beita í þessum efnum. Þar að auki er ég þeirrar skoðunar að dreifð eignaraðild með einhverjum ströngum takmörkunum standist ekki ákvæði Evrópska efnahagssvæðisins. Það er þess vegna tómt mál að tala um það, segir Valgerður."

2.
  Föstudagurinn 13. ágúst, 1999 – Ritstjórnargrein Morgunblaðið.:

"Nú bregður hins vegar svo við, að Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins og fyrrverandi bankamálaráðherra, kveður upp úr með það í samtali við Dag í gær, að þetta sé ekki hægt. Í viðtalinu segir formaður Alþýðuflokksins m.a.: "Ég hef ekki trú á því, að gerlegt sé að setja lög til að tryggja dreifða eignaraðild, sem halda þegar fram í sækir. Ég er alveg viss um, að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefði aldrei orðað þessa lagasetningu ef þeir sem eru að kaupa fjórðung í FBA væru honum þóknanlegir. Ég tel, að þetta tal forsætisráðherra um lagasetningu sé sprottið af því að hann vilji setja lög sem banni Jóni Ólafssyni í Skífunni að kaupa hlutabréf.

"Málflutningur sem þessi er formanni Alþýðuflokksins og öðrum helzta forystumanni Samfylkingarinnar ekki sæmandi. Í samtali við Morgunblaðið 8. ágúst árið 1998 eða fyrir u.þ.b. tólf mánuðum sagði Davíð Oddsson m.a.: „Sumar þjóðir hafa það reyndar svo, að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild einstakra aðila má vera í bönkunum. Ég hygg að það sé til að mynda þannig í Noregi. Það má vel vera að slíkt gæti verið skynsamlegt að gera einnig hér á landi. A.m.k. er ekki æskilegt að menn hafi á tilfinningunni, að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði stefnu banka, en almenn arðsemissjónarmið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps." 

Og í sama viðtali segir.: „Davíð sagði, að þó nú sé tízka að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilar, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis."

"Á að skilja vanhugsaðar yfirlýsingar formanns Alþýðuflokksins svo, að honum sé meira í mun að reyna að koma höggi á Davíð Oddsson en að taka þátt í því að tryggja að bankakerfi landsmanna lendi ekki í höndum örfárra manna? Er það að verða ein helzta hugsjón Alþýðuflokksins?"


3.  „Í sama tölublaði Dags segir einn af þingmönnum Samfylkingarinnar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, aðspurð um dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum.: „Það held ég að verði mjög erfitt og nánast ekki hægt. Verðbréfamarkaðurinn á Íslandi er frjáls og tilraunir til að tryggja dreifða eignaraðild eða aðrar hömlur í þá veru myndu leiða til þess, að hlutur ríkisins, það er almennings í fjármálafyrirtækjum eins og til dæmis Fjárfestingarbanka atvinnulífsins myndi lækka stórlega í verði. Greinilegt er þó, að Kolkrabbinn er uggandi yfir stöðu þessa máls.“ Er svo komið fyrir Samfylkingunni, að hún kætist svo mjög ef hún telur að „Kolkrabbinn“ sé uggandi, að hún missi sjónar á því, sem skiptir máli í þessu þjóðfélagi? Eru jafnaðarmenn hættir að hugsa um að skapa jöfnuð meðal þjóðfélagsþegna?

Er það slíkt þjóðfélag, sem Alþýðuflokkurinn og Samfylkingin vilja byggja upp? Er það sá boðskapur, sem þessi stjórnmálahreyfing, sem kennir sig við jafnaðarmennsku, ætlar að halda að þjóðinni á næstu árum?
Þau þjóðfélagsátök, sem staðið hafa og standa um kvótakerfið eru hörð en átökin í þjóðfélaginu eiga eftir að harðna mjög, ef einkavæðing ríkisbankanna á að beinast í þann farveg, að menn yppti öxlum og haldi fram þeirri hugsunarlausu klisju, að það sé ekki hægt að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum. Ætlar Samfylkingin að heyja stjórnmálabaráttu sína á næstu árum með það í fyrirrúmi að það sé sjálfsagt og ekkert við því að gera að bankarnir færist á fárra manna hendur? Telur Samfylkingin að sú vígstaða sé vænleg í baráttu við Sjálfstæðisflokk undir forystu Davíðs Oddssonar, sem fylgir fram kröfu fólksins í landinu um dreifða eignaraðild?

Stjórnmálamenn í öllum flokkum eiga nú að taka höndum saman um málefnalegan undirbúning að löggjöf, sem tryggir þau markmið að eignaraðild að bönkunum verði dreifð. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr og ótvíræð og sú afstaða er sérstakt fagnaðarefni fyrir alla þá, sem vilja byggja upp á Íslandi réttlátt og sanngjarnt þjóðfélag."

4.  Sunnudaginn 29. ágúst, 1999 – Kaflar úr grein Ellerts B. Schram fyrrum Baugsfylkingarþingamanns í Mbl.:

"Ég verð að játa að ég hef ruglast í hinu pólitíska rími að undanförnu. Það sem snýr upp snýr niður. Og öfugt. Í allri umræðunni um hið dreifða eignarhald á hlutabréfunum í bönkunum hafa jafnaðarmenn fundið það út að jöfnuðurinn sé óframkvæmanlegur.   Á sama tíma kemst foringi frjálshyggjuflokksins að þeirri niðurstöðu að þjóðin hafi ekki efni á óheftum markaðslögmálum í hlutabréfaviðskiptum og boðar lög til að takmarka eignarhald.  Nú er ég nota bene sammála bæði Davíð og Morgunblaðinu um hættuna sem stafar af sölu ríkisins á sameign þjóðarinnar í stórbönkum og stórfyrirtækjum, ef sú sala leiðir til þess að þessi verðmæti safnist á fárra manna hendur."

5.  Pistill eftir Styrmi Gunnarsson.:

"Ekki má gleyma að varðveita á slíkri netsíðu greinar nokkurra helztu andans manna þjóðarinnar, sumra rithöfunda og svonefndra álitsgjafa, sem með einum eða öðrum hætti hafa rekið erindi Samfylkingarinnar og birtzt hafa bæði í Morgunblaðinu og öðrum blöðum á undanförnum árum og eru lærdómsrík áminning um dómgreindarbrest hinna beztu manna.

Og halda ber til haga pólitískri herferð talsmanna Samfylkingar gegn hugmyndum um dreifða eignaraðild að bönkum, sem hófst með sérkennilegum hætti síðla sumars 1999. Af hverju var talsmönnum jafnaðarmanna svo mjög í nöp við þá hugmyndafræði?"


6.  Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar).:

"Hæstv. forseti. Í sjálfu sér get ég tekið undir ýmislegt sem fram kom í ræðu hv. þm. En ég held að við setjum ekki í lög ákvæði sem koma í veg fyrir að tekist sé á um völd. Ég get í raun tekið undir það með honum að eitt af því sem hér hefur verið um að ræða eru átök um völd.

Þegar hann talar um dreifða eignaraðild og að ræðurnar hafi snúist um það í tengslum við sölu bankanna þá kannast ég ekki við að svo hafi verið, a.m.k. ekki með þá sem hér stendur. Samkvæmt EES-samningnum gátum við ekki sett í lög að einum aðila væri ekki heimilt að eiga nema eitthvað ákveðið, 10% eða hvað það átti að vera. Það var einfaldlega þannig. Við fórum í mjög mikla vinnu í viðskrn. til að átta okkur á hver væri besta aðferðin við að selja banka. Niðurstaða okkar leiddi til þess að sett voru lög um eftirlit með virkum eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. Það er fyrirkomulag sem við búum við í dag."

7.  Mbl. Föstudaginn 22. desember, 2000 – Viðskiptafréttir.:

"EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hefur sent norskum stjórnvöldum formlega tilkynningu varðandi hömlur í norskum lögum um eignarhald í fjármálastofnunum, samkvæmt fréttatilkynningu frá ESA í fyrradag. ESA segir að misbrestur sé á því í Noregi að framfylgt sé ákvæðum 11. greinar tilskipunar EES-samningsins um bankastarfsemi og að lög í Noregi stangist á við ákvæði EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði, þ.e. 40. grein samningsins og tilskipun um fjármagnsflæði.

"ESA telur að ákvæðið um bann við meira en 10% eignarhaldi í fjármálastofnun sé andstætt frjálsu flæði fjármagns og að norsk stjórnvöld geti ekki réttlætt að ekki sé þörf á afdráttarlausri innleiðingu 11. greinar tilskipunarinnar um bankastarfsemi með því að vísa til slíkrar reglu.
Þess vegna telur Eftirlitsstofnunin að þessar norsku reglur um frjálst flæði fjármagns séu ósamræmanlegar við reglur EES og að Noregur hafi því ekki tekið upp 11. grein tilskipunar um bankastarfsemi."

8. 
  Sama dag og Ingimundur Friðriksson fyrrum Seðlabankastjóri sendi Jóhönnu afsagnarbréfið birtist á vefsíðu seðlabankans íslensk þýðing á erindi, sem hann ætlaði að flytja þennan sama dag fyrir málstofu, sem ráðgerð var í seðlabanka Finnlands. Erindið ber fyrirsögnina: Aðdragandi bankahrunsins í október 2008. Þar segir meðal annars.:

„Eftir á að hyggja hefði öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir hrun bankanna e.t.v. verið sú að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins
, þ.e. þeir fengju ekki að njóta þeirra réttinda sem EES-samningurinn fól m.a. í sér fyrir fjármálafyrirtæki. Þar með hefði Ísland ekki orðið fullgildur þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins. Ég læt öðrum eftir að svara hvort stjórnmálalegur stuðningur hefði verið við hamlandi reglur á bankana á sínum tíma. Hins vegar blasir við að bankarnir nýttu kjöraðstæður til þess að vaxa hraða en langtímaforsendur reyndust til eins og mál skipuðust.“

Hafa skal það sem sannara reynist...!!!


Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 21:12

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur 2., þetta er frábær samantekt sem ætti að lækka rostann í áróðurs- og lygameisturum Baugsþýsins.

Ég hef tekið mér það Bessaleyfi að "stela" svari þínu í heilu lagi og birta á minni bloggsíðu, en þó án þess að eigna mér það, heldur kemur vel fram hver höfundur þess er og hvaðan það er tekið.

Vonandi fyrirgefur þú mér þennan "ritstuld".

Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2011 kl. 22:05

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég er nú heldur ekki saklaus af því,birti trekk í trekk það sem mér þykir áhugavert á Facebook,sérstaklega í Icesave-baráttunni. Ég hef litið svo á að litla f-ið,væri ekki neðan við kommentin,ef ekki mætti framsenda það. En ég hef minnkað það stórlega. Já þetta er frábær samantekt.                                 

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2011 kl. 01:41

9 identicon

Það er að sjálfsögðu eðlilegt og hið besta mál að birta það efni sem þykir áhugavert sem allra víðast.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 10:26

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki komið efni í aðra bók þarna Guðmundur?  Fletta svolítið aftur og skoða hvrnig þetta byrjaði, hvernig þetta þróaðist og hverjir eru í raun ábyrgir.  Sýnist boltinn enda sjóðheitur hjá Jóni Baldvin og co sem gáfu okkur allt fyrir ekkert. Hvað þetta allt var, fylgdi ekki sögunni. Kannski ætlaði hann að segja "Ekkert fyrir allt."

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2011 kl. 10:44

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars hallast ég að því að það hafi verið "Allt fyrir ekkert." en þeir slepptu því bara að segja hverjir fengu allt.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2011 kl. 10:45

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er annars góð aminnin fyrir Pál um fortíð Framsóknar og skuggastjórnendur flokksins, sem enn voma í skuggunum eru sennilega mestu skaðvaldar Íslandssögunnar.  Með þá innanborðs á flokkurinn ekki séns og ég mun ekki þreytast á að minna á það lið á meðan ég dreg andann.

Eina leiðin fyrir framsókn er að loka flokknum og stofna annan undir nýrri kennitölu, svona rétt eins og Alþýðuflokkurinn gerði þegar þeir gátu ekki lengur horfst í augu við sína fortíð. Nú er eiginlega komið að því fyrir þá að skipta aftur í raun.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2011 kl. 10:54

13 identicon

Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2011 kl. 22:05

Þú verður þá að geta frumheimilda. Þessi texti hefur verið að þvælast á netinu.

Sjá:

http://blog.eyjan.is/gislibal/2010/04/15/bankarnir-fengu-fullt-starfsfrelsi/

Athugasemd: Gunnar Jónsson // 15.4 2010 kl. 15:58

http://blog.eyjan.is/elvar/2010/04/15/lagaumgjord-islensku-bankanna-og-ees-samningurinn/

Athugasemdir: Gunnar Jónsson og fleiri

Jonas kr (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband