Ráð Steingríms J. til Íra

Tvennt er að drepa írska hagkerfið. Í fyrsta lagi tilskipun Evrópska seðlabankans að engir bankar skulu í gjaldþrot; írska ríkið var að ábyrgjast þarlenda banka sem áttu ekki fyrir skuldum. Í öðru lagi evran. Írar geta ekki fellt gengið til að ná tilbaka tapaðri samkeppnisstöðu.

Afleiðingin er nánast enginn hagvöxtur, 14 prósent atvinnuleysi, stórfelldur opinber niðurskurður og ósjálfbær skuldastaða ríkissjóðs.

Ráð sem Steingrímur J. getur gefið Írum: farið út úr Evrópusambandinu, setjið bankana ykkar í gjaldþrot og takið upp eigin mynt.


mbl.is Steingrímur til Írlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdir þú ekki gjaldeyrishöftunum?

Jonas kr (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 09:52

2 identicon

Fróðlegt viðtal var í Speglinum í gær við írskan hagfræðing Anthony Coughland. Samkvæmt mínum heimildum á hann að halda fyrirlestur í dag á vegumm Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands og Heimssýnar. Anthony sagði sem svo að þegar írar tóku upp evru hafi vextir á evrusvæðiu verið mjög lágir. Vextastefna Seðlabanka Evrópu tekur með að efnahagsástandi stóru landanna í myntsamstarfinu ,þ.e. Þýskalandi og Frakklandi. þar var kreppa og lágir vextir áttu að verka sem hvati. Í írlandi var hins vegar fasteignabóla og írar tóku mikið af erlendu fjármagni lánað frá breskum, frönskum og þýskum bönkum. Bólan varð risavaxin.Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að enginn banki á evrusvæðinu fari í þrot.írska ríkið hefur orðið að taka óheyrilegar summur að láni til að styrkja bankana. Seðlabanki Evrópu óttast vandamál Spánar sem eru átta sinnum stærri en vandamál Írlands, portugals og grikklands samanlögð. En hvað telur Anthony? írland væri betur sett með eigin seðlabanka og líklega munu einhver ríki segja sig úr evrusamstarfinu. í stuttu viðtali í fréttaskýringarþætti er ekki hægt að koma inná öll mkilvæg atriði. Eitt sem ekki var nefnt er að írska pundið hefur í reynd aldrei verið sjálfstæð mynd heldur lebgst af beintengd við breska pundið. Annað sem ekki var komið inná var að meta heildaráhrifin af inngöngu Írlands í ESB.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband