Skapandi andóf andstæðinga ESB-aðildar

Aðildarsinnar eru ýmist með það sjónarmið uppi að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandi til að græða peninga á því eða hitt að Íslendingar geti ekki rekið samfélag hér á landi og verði að segja sig til sveitar hjá Brussel. Hvorugt sjónarmiðið er hugumstórt, meira í ætt við eymd og volæði.

Aftur eru andstæðingar aðildar síkvikir og með fjörugar pælingar sem vísa langt út fyrir umræðuna um umsóknina frá 16. júlí 2009. Pólitísku unglingarnir Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason halda úti Evrópuvaktinni þar sem daglega er að finna fréttir og greiningu á samtímamálefnum

Vinstrivaktin gegn ESB er nýtt framtak í andófsflórunni. Þar eiga framlög alkunnir pólitískir eljumenn eins og Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson og Bjarni Harðarson.

Breiddin og dýptin í andófinu gegn aðild að Evrópusambandinu gefur fyrirheit um endursköpun í íslenskum stjórnmálum. Gangi það eftir má segja að 16. júlí-mistökin hafi ekki verið alslæm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband