Sunnudagur, 22. maí 2011
Ómarskvarði eldgosa
Ómar Ragnarsson er einstakur maður og sérstaklega fjölhæfur. Þegar óvenjulegir atburðir gerast er gott að hafa viðmið. Þegar Ómar segir að gosið í Grímsvötnum sé stórt fáum við samtímasamanburð sem gott er að hafa.
Jarðfræðingar nota mælikvarða sem hlaupa á hundruðum og þúsundum ára. Tímarammi almennings er ekki jafn rúmur.
Ómarskvarði eldgosa er þarfaþing.
Stærsta gos sem Ómar hefur séð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er einhver athyglissýkihjá þessu furðufyrirtæki Isavia. Ætli þeir hagnist á athyglinni?
Hér er tilvitnun í Fulltrúa þeirra í New York Times:
"The ash is covering up all of Iceland,” said Hjordís Gudmundsdottir, a spokeswoman for Isavia, Iceland’s air navigation services provider. "We are trying to identify some holes in it and to use them to allow some flights, but it’s not looking very good right now.”
Þetta er ósköp einfalt. Þetta er hauga lygi og ótrúlegur senatianolismi. Hvað skyldi þetta kosta okkur?
Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2011 kl. 10:44
Sælir það er ekki gerandi grín að náttúruhamförum!
Sigurður Haraldsson, 22.5.2011 kl. 11:40
Jón, þú ættir að kíkja á öskuspánna hjá Isavia áður en þú segir að þau ljúgi.
Þar má sjá að aska nær yfir allt landið úr flughæð 0 fet til 55.000 fet. Misjöfn lög af ösku sem fara í sitt hvora áttina en þannig er allt landið þakið og því rétt sem Hjördís er að segja.
Sturla (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 11:43
Þeta er öskuspá Sturla. Þegar hún gaf þessar upplýsingar til NYT var þetta haugalygi og albjart yfir Keflavíkurvelli. Þannig er það enn.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2011 kl. 11:54
Það er mikið í loftinu núna, þannig að líklega er allt lokað á morgun.
En í dag hefði verið hægt að fljúga.
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.