ESB ófært að sjá um sína

Þróunaraðstoð Íslands til Evrópusambandsins undirstrikar fátækt og eymd í suður- og austurhluta álfunnar. Þróunarsjóðirnir, sem Norðmenn standa að langstærstum hluta undir, voru á sínum tíma skammtímaaðgerð til að liðka fyrir gerð samningsins um evrópska efnahagssvæðið, EES.

Þegar leggja átti af þróunaraðstoðina, í samræmi við gerðan samning, beittu Spánverjar Íslendinga og Norðmenn ofríki til að fá þróunaraðstoðina framlengda. Sendinefndir frá Íslandi, t.d. vegna rannsóknasamvinnu, sátu frammi á göngum í Brussel vegna þess að fulltrúi Spánverja var með múður.

Ísland á ekki að ganga inn i samband sem ekki er bjargálna og í ofanálag beitir smáríki ofbeldi.

 


mbl.is Ísland lokar á Grikki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skjaldborg EES og ESB?

Ísland getur styrkt Grikki beint, og þarf ekki milliliði spilltra embættismanna í Brussel. Embættismanna sem taka megnið af fjárframlaginu í hernaðar-undirbúning og áróðurs-mútugreiðslur, svo maður gleymi nú ekki kostnaði við spillingar-líferni og undirheima-hvítflibba-mafíuna. Allt kostar þetta peninga aðildar-ríkjanna. Ekki undarlegt að reikningar sambandsins hafa ekki verið endurskoðaðir í yfir áratug!

Væri ekki rétt og sanngjarnt að illa staddir Grikkir og aðrar þjóðir fengju aðstoð milliliðalaust frá öðrum þjóðum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2011 kl. 14:25

2 identicon

Við eigum semsagt ekki að verða hluti af þessu batteríi sem fær þá sem eru ekki hluti af batteríinu til að borga þróunaraðstoð til þeirra sem eru hluti af batteríinu.

Kúgar þá sem standa fyrir utan og því sé best að standa fyrir utan.

Samtökum sem verja hagsmuni sinna meðlima á kostnað utanaðkomandi viljum við ekki tilheyra.

Við viljum sitja frammi á gangi meðan hinir ræða og greiða atkvæði um framtíð okkar utangarðsmannanna.

Okkur líður svo vel með að getað hneykslast á því að samtök, sem við erum ekki hluti af, skuli ekki taka fullt tillit til okkar og greiða okkar götu í hvívetna, jafnvel á kostnað meðlima.

Heimóttarskapur, almenn fáfræði og sjálfseyðingarhvöt Íslendinga mun bjarga okkur frá því að bindast samtökum sem verja hagsmuni okkar og bæta lífskjör. 5 til 10 árum á eftir öðrum Evrópuþjóðum á flestum sviðum munum við sitja sæl og glöð í sjálfsvorkunn, ásakandi alla aðra en okkur sjálf um hvernig komið er fyrir okkur. Þannig líður okkur best.

ToggiS (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 14:40

3 identicon

@ ToggiS

Þessi samtök eru ekkert í því að verja sig og sína. Þeir níðast nú á ríkjum sem lent hafa í alvarlegum efnahagsörðugleikum eins og Írlandi, Grikklandi og Portúgal.

ESB elítan með aðstoð AGS neyða nú þessi ríki til að taka við himinháum svokölluðum "björgunarpökkum" á okurvöxtum, sem eru alls ekkert til að bjarga alnmenningi eða ríkissjóðum þessara landa. Nei síður en svo þá er þessum ríkjum nú skipað að stórhækka skatta og herða sultarólina að almenningi selja eigur þjóðarinnar og skera niður alla velferðarþjónustu og lækka laun.

Björgunarpakkarnir á okurvöxtunum eru bara neyddir uppá þessar þjóðir til þess að hneppa almenning þessara landa í áratuga skuldafjötra til þess að ríkið geti séð um að greiða allar skuldir einkabanka þessara landa til Stórkapítalsins þ.e. stóru bankana í ESB og ECB bankans sjálfs sem er banki ESB apparatsins og hefur sóað og sólundað fjármunum almennings þessara landa með endemum.

Svo er alveg sama hvað alþjóðlegar viðmiðanir þú notar um lífskjör og velmegun, þrátt fyrir bankahrunið og kreppuna.

Þá stendur Ísland allsstaðar mjög framarlega meða hinna 27 ESB þjóða eða frá því að vera í 1 til 10 sæti.

Þannig að þrátt fyrir allt þá erum við enn í fremstu röð hvað lífskjör og velmegun varðar þrátt fyrir allt.

Þú og þitt landsölulið getur bara lifað í sjálfsvorkunn yfir því að þjóðin þín ætlar ekki að láta innlimast í þetta helsi og afturhald sem heitir ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 17:03

4 identicon

innilega sammála Gunnlaugi.

Þórarinn (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 17:28

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hér voru uppi raddir eftir hrun sem sögðu að ekki hefði farið svona illa fyrir okkur ef við hefðum verið í ESB og haft evru.

Þessar raddir eru þagnaðar enda ekki heppilegt að minna á þegar heimurinn horfir uppá bolabrögðin sem beitt er gegn Grikkjum, Írum og Portúgölum.

Ragnhildur Kolka, 21.5.2011 kl. 17:47

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst það nú segja sína sögu að það skuli vera þjóðir innan Evrópusambandsins, sem þurfi þróunaraðstoð frá þjóðum utan sambandsins.

Þróunaraðstoð sem miðar að því að jafna misskiptingu.

Ég tek heilshugar undir ádrepu Gunnlaugs.  Þetta Íslendingahatur á meðal Íslendinga eins og Toggi þessi elur á ásamt skoðanabræðrum vekur stöðugt furðu mína. Þetta hlýtur að vera einsdæmi í heiminum.

Minni á að nú er meirihluti gegn Evru, Sambandinu og stækkun þess í öllum Evrópulöndum. Já, meira að segja í Þýskalandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2011 kl. 19:46

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hlutur breta í að beila út Íra og Portúgali nemur ríflega öllum þeim blóðuga niðurskurði sem þar fer fram.  Ætli við séum aflögufær um að beila út útlenda bankstera, þegar við höfðum ekki efni á því sjálf?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2011 kl. 19:51

8 Smámynd: Elle_

Hví vill Toggi að ofan ekki halda fullveldi og sjálfstæði landsins sem forfeður okkar börðust fyrir??  Hví vildi hann vera hluti af veldi sem níðist á þeim sem standa fyrir utan??  Og níðist líka á minni meðlimaríkjum sem hafa nánast ekkert vald. 

Minni einu sinni enn á að þeir sem vilja vera hluti af miðstýringarveldinu EU geta flutt.  Og ætti kannski að skikka ykkur úr landi svo við hin sem ætlum að halda fullveldinu og eigum fulla kröfu þar um samkvæmt stjórnarskrá getum fengið að vera í friði fyrir endalausu landsölukjaftæði ykkar.

Elle_, 21.5.2011 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband