Kvótakerfið aðlagað vegna ESB-umsóknar

Ríkisstjórnin ætlar að aðlaga fiskveiðistjórnunarkerfið þörfum Evrópusambandsins, samkvæmt heimasíðu aðildarsinna. Fyrir rúmu ári  talaði Ólína Þorvarðardóttir, helsti talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, fyrir aðlögun kvótakerfis á Íslandi að Evrópusambandinu.

Sjávarútvegsmál eru viðkvæmt mál í samhengi við aðildarumsóknina. Efnahagsleg sjálfstæðisbarátta Íslands var háð við Breta og Þjóðverja í landhelgisstríðum á síðustu öld. Með því að samtengja breytingar á kvótakerfi við umsókn um aðild að Evrópusambandinu er ríkisstjórnin búin að mála sig út í horn.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er nösk að finna sér tapaðan málstað að berjast fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband