Þriðjudagur, 10. maí 2011
Þjóðarhagur og flokkshagsmunir
Ólíklegt er að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. ljúki sjávarútvegsmálum með sátt þegar ófriður er í boði. Samfylkingin gerir enn ráð fyrir kosningum á næstu mánuðum og getur illa staðið að niðurstöðu sem slær kvótaumræðuna út af borðinu.
Minniháttar lagfæringar verða gerðar á lögum um stjórn fiskveiða til skemmri tíma en þannig gengið frá málinu að það sé enn ,,kosningavænt" Samfylkingunni.
Sæmileg lending kvótamálsins er þjóðinni í hag en þjónar ekki flokkshagsmunum Samfylkingarinnar, sem munu ráða ferðinni.
30% gjaldsins til sjávarbyggða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki þjóðarhagur að halda hér áfram með kvótakerfi Páll. fyrir kvótakerfið var þessi þjóð á hraðleið samhliða Noregi að verða ríkasta þjóð veraldar hvar erum við núna á vegi stödd?
Án sjávarútvegs liggur leiðin niður hjá þessari þjóð. LÍÚ er ekki partur af þessari þjóð að öðruleiti en skuldsetja bankanna aftur og aftur án þess að ætla nokkunrtíma að borga.
Ólafur Örn Jónsson, 10.5.2011 kl. 09:30
Ólafur, hvað er betra en kvótakerfið? Fyrir daga þess var hér allt á leið í þrot með ríkisstyrktum sjávarútvegi. Illa reknar bæjarútgerðir og samvinnufélög í eigu ríkisins. Þú hefur eitthvað illa tekið eftir hvernig þetta var hér áður fyrr.
Hér voru of mörg skip, útgerðir þurftu að úrelda þau og það var ekki ókeypis. Ertu að leggja til að snúa því til baka og fjölga skipum á miðunum á ný? ...svona eins og í strandveiðunum? Það getur hver maður séð hversu hálfvitalegt fyrirkomulag það er. Veiðidögunum fækkar ár frá ári, gæðin eru léleg og afkoman fer öll í kostnað.
Glæsilegt módel fyrir undistöðuatvinnugrein þjóðarinnar eða hitt þó heldur.
Þegar ofveiði var að murka lífið úr stofnunum gátu menn illa komið sér saman um hve mikið átti að hjálpa sjávarútvegnum, nú snýst málið um að fjötra greinina nógu mikið með skattlagningu og helst snúa þessu öllu í taprekstur aftur. Núverandi ríkisstjórn er samansafn læmingja sem á ögurtímum vilja hlaupa með allt þjóðfélagið fyrir björg.
Njáll (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 10:53
Njáll...er ekki stærra vandamál að vera með óheiðarlega aðila þarna inni, sem ekki bara reyna að koma á einokun með þetta, heldur nota til að þenja út höfuðstóla með stjarnfræðilegu kílóverði og bókhaldskúnstum til að taka lán í óskylt brask.
Er 6-800 milljarða króna skuld útgerðarinnar dæmi um sjálfbært kerfi? Ég hefði ekki haldið það. Ef þessi bóla heldur áfram, þá keyrir hún þetta í þrot hvort sem er og óvandaðir einstaklingar stinga skrilljónum í vasann fyrir sig og sína.
Láttu ekki eins og allt sé í himnalagi. Það má vel vera að kvótakerfið þjóni ágætlega sem stjórnunarkerfi, en innbyggðir ágallar, sem reikna ekki með mannlegu óeðli eru akkilesarhæll, sem verður banabiti greinarinnar fyrr en síðar.
Ætlar þú að taka á þig skuldirnar til að bjarga greininni? Á ríkið að gera það? Er það ekki sama mál og afskriftir á bæjarútgerðirnar í den, bara í 10. veldi?
Ert þú á því að það þurfi ekki að hreyfa við þessu og láta bara fljóta meðan ekki sekkur? Ert þú kannsk einn af þeim sem er kominn með "tapið" inn á bók á Cayman Islands, eða í krosstengslahuldu eignarhaldsfélagi í Lúx??
Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 11:29
Það er tvennt hér á landi sem á ekki að vera hægt að tapa á, en það eru greinar, sem byggja á takmarkalitlum auðlindum. Fiskveiðar og Orkuveita. Samt hafa þessar greinar átt met í skuldasöfnun. Af hverju?
Ég skal segja þér það: Þær eru rændar innanfrá.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 11:37
Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar er stjórnkerfið sem Íslendingar eiga að taka upp Njáll ekki nokkurvafi.
Þú ert að tala um hluti sem ekki standast rök. Bæjarútgerðirnar ÚA og BÚR voru ekki óhagkvæmar en það er satt að ekki voru allir að gera það eins gott eins og gengur og gerist í öllum atvinnugreinum. Kjartan Jóhnnsson setti stopp á fjölgun skipa í 75 skipum og þar átti að stoppa. En því miður var Steingrímur Hermannsson "plataður" til að gefa eftir og þá fór fjöldiskipa úr böndunum.
Þarna komu skip sem ekki var hægt að manna og ekki var rekstrargrundvöllur fyrir. Það er satt. En það er hvorki á þínu né Alþingis borði að segja hver á að lifa eða deyja i einni grein eða annari. Menn verða að fá að lifa og deyja af sjálfum sér.
Ef tekin eru 60 bestu skipin sem höfðu afkasta getu til að gera góða hluti og þurftu ekki á neinni "aðstoð" að halda. Ég tel að á 4 til 5 ára tímabili hefði komist á jafnvægi og hér hefðum við horft á besta fiskveiðistjórnkerfi í heiminum gera Ísland að ríkustu þjóð í heimi við hlið Noregs.
Mikil uppbygging fór fram á þorskstofninum í tíð Sóknarmarksins og sést sá styrkur í veiðinni 1984 og 85 en eftir það hrundi stofninn vegna "rányrkju" fyrir Norðurlandi.
Núna er búið að veltu-veðsetja kvótann þannig að 6 til 700 milljarða skuldir hvíla á útgerðinni. Þessar skuldsentingar og fjárdráttur í nafni kvótans voru upphaf hrunsins og standa í vegi að þjóðin nái að rétta úr kútnum.
Njáll lestu grein Sigurðar Sigurðssonar í Mogganum í dag þar sérðu hvernig þetta kvótakerfi er búið að éta sig inní þjóðarsálina og er að sýkja samfélagið. Þú villt ekki búað í því landi sem þessir kónar ætla að koma hér á.
Ólafur Örn Jónsson, 10.5.2011 kl. 12:54
Vert að minnast á að enn eru þetta sömu skipin, komin á úreldingaraldur að megninu til, svo ekki er hægt að segja að skuldsetning útgerðarinnar hafi farið í uppbyggingu innar greinarinnar. En menn eru þó að reyna að selja þá firru.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 13:03
Nei Jón Steinar ef horft er til botnfiskveiðanna hefur varla orðið nein endurnýjun skipa sem þó hefði verið þjóðhaglega hagkvæmt vegna nýrra tækniþátta sem voru að ryðja sér til rúms við upphaf kvótakerfisins.
Það er rannsóknarafni hvað hefur orðið um þá fjármuni sem leystirhafa verið út úr útgerðinni? Kannski ?money heaven?
Ólafur Örn Jónsson, 10.5.2011 kl. 14:06
Jón Steinar, hvar eru þessir óheiðarlegu útgerðarmenn? Í fréttum í dag var umfjöllun um feðga sem gengu í skrokk á manni, ekki dæmi ég alla feðga út frá þeirra framkomu. Er ekki full langt seilst að dæma alla útgerð í landinu á slíkan hátt. Þú setur fram ýmsar fullyrðingar s.s. rán innan frá, órökstudd skuldasöfnun, bókhaldsblekkingar o.þ.h. en hefur lítinn áhuga á að kanna hvort það sé eitthvað hæft í þeim - e.t.v. langar þig ekkert að vita það - betra að ata menn auri og "láta þá neita því" eins og Mccarthy gerði.
Sú mynd sem samfylkingin og fylgdarlið hefur dregið upp af fólki í sjávarútvegi er til þess eins fallin að skapa samstöðu um einhvern óvin. Það er svo hentugt að fáir í Reykjavík hafa litla þekkingu eða vilja á að kynna sér út á hvað þessi grein gengur og því auðvelt að fylla upp í með áróðri. Skoðaðu bara grein nafna þíns á pressunni núna, málefnalegt eða þannig af manni sem þykist starfa sem fræðimaður. Það er bara verst að þessi poppúlista hráskinnaleikur pólitíkusanna gengur út á að þjarma að heilli atvinnugrein sem sér landinu fyrir stórum hluta gjaldeyristekna. Engu virðist skipta um hvaða hag þjóðin hefur af slíku. Skýrslur sem HA og HÍ hafa unnið er stungið undir stól ef þær gera eitthvað annað en að kynda undir áróðurinn. Sáttanefnd er hunsuð og útrhrópuð. Á slíkum vinnubrögðum tapa allir á endanum, en pólitíkusarnir ná sér í skammtíma vinsældir.
Við hrun tvöfölduðust skuldir sjávarútvegs í íslenskum krónum, en tekjur í íslenskum krónum tvöfölduðust á sama tíma. Engum virðist detta í hug að fjalla um það samhliða. Tölur um skuldastöðu sjávarútvegs virðist líka vera nokkuð á reiki eftir því hvað hentar hverjum. Birna Einars gaf út fyrir einhverjum mánuðum síðan að skuldir sjávarútvegs væru um 400 milljarðar, það er talsverður munur á 400 og 800 milljörðum.
Hvernig metur þú sjálfbærni Jón? Markmiðið hlýtur að vera að ná sem mestum verðmætum með sem minnstum tilkostnaði til lengri tíma.
Sóknarmark er ekki til þess fallið þar sem þar er kostnaðurinn of mikill og verðmætin minni. Frjáls sókn eyðileggur stofnana til lengri tíma. Ójöfn sókn vegur að jöfnu framboði og afhendingaröryggi og þar með minnka verðmæti. o.s.frv.
Hér getur hver sem er hafið útgerð hafi hann fjármagn til að kaupa sér kvóta, skip og veiðarfæri. Um leið og ríkið ákveður að taka til sín heimildirnar og leigja þær út á "réttu verði" eru verið að niðurgreiða þær, á kostnað þeirra útgerða sem tekið er frá og á kostnað hagræðingar og þar með almennings.
Það er nokkuð skrítið að þú viljir bera saman skuldir sjávarútvegs á íslandi við skuldir orkuveitunnar, 400 vs 200 milljarðar. Heil atvinnugrein vs orkuveita reykjavíkur.
Orkuveitan safnaði 200 milljarða skuldum með alla reykvíkinga í skylduáskrift, svo er verðið bara hækkað eftir þörfum.
En þar horfirðu á framtíð sjávarútvegs þegar pólitískir gæðingar eru fengnir til að sjá um rekstur og arðinum dælt í rugl hjá ríki og borg. Nú hverfum við til fortíðar með pólitískum pottaleiðum ofanálag við annað rugl, s.s. strandveiðar. Einu nafni nefnt sóun.
Eitthvað hlýtur það að kosta að úrelda skip úr flotanum Jón, viðhald skipa, markaðsvinnu, vöru- og tækniþróun. Heilmikið hefur farið í að bæta gæðastarf, rekjanleika, öryggismál o.s.frv. Þetta er full mikil einföldun hjá þér. Þú ættir kannski að heimsækja einhver af þessum fyrirtækjum til að átta þig á þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað.
Njáll (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.