Ábyrgðarlaus-gróði-fyrir-mig-lögmálið dæmt ógilt

Lögmál peningafurstanna í Kaupþingi um að gróðinn skyldi alltaf til þeirra en tapið færast á almenning er dæmt ógilt í héraðsdómi Reykjavíkur. Réttlætingin fyrir óheyrilegum tekjum peningafurstann var að þeir skópu svo mikil verðmæti. Hrunið leiddi í ljós að verðmætin voru stórlega ofmetin og rekstrarmarkmiðum náð fram með svindli.

Þegar peningafurstarnir sáu hvert stefndi var gefin út yfirlýsing að persónulegar ábyrgðir á lánum stjórnenda skyldi aflétt. Aðeins siðlaus fjármálastofnun gefur út slíka yfirlýsingu enda áttu allir skuldarar Kaupþings að bera fulla ábyrgð á sínum lánum.

Enn vantar dóma sem setja höfuðpaura hrunsins á bakvið lás og slá. 


mbl.is Bera ábyrgð á eigin lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Loksins virðist eitthvað vera að þokast í réttlætisátt..........

Eyþór Örn Óskarsson, 9.5.2011 kl. 15:03

2 identicon

En getur einhver fjölmiðill upplýst okkur beint og á skýru máli hvað þetta þýðir fyrir hlutaðeigandi? Eiga þau þá að borga þetta allt skilyrðislaust? Og ef svo er, hve mikið skulda þá einstakir lántakendur? Hver eru þeirra viðbrögð? Eru þau ekki margfalt gjaldþrota ævina út? Vinna þau enn í fjármálageiranum, kannski hjá Arion banka? Tek fram að fyrir mína parta má allt þetta lið fara allan veg veraldar rúið bæði fjármunum og trausti ævilangt. Þetta er fólkið sem lagði landið okkar í rúst.

Gjaldfellir (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 15:08

3 identicon

Sammála Eyþóri !

Hef aldrei skilið af hverju þessu fólki fannst allt í lagi að hirða gróðann, en láta tap falla á almenning...

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 15:27

4 identicon

Flott, vogum vinnur, vogum tapar... Menn verða að taka tapi

doctore (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 15:47

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Í þessu samhengi má velta fyrir sér hvort þessi veruleikafirrtu svimandi háu bankastjóralaun hafi nokkuð verið launagreiðslur. Þessi ofurlaun voru í raun skilgreining á hve mikið þurfti að greiða á mánuði í mútur til að viðkomandi myndi hylma yfir glæpina sem verið var að fremja í bönkunum.

Anna Björg Hjartardóttir, 9.5.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband